Oct 22 2023
View Album
Moondance
Van Morrison
Elska svona tónlist. Svo þægilegt að hafa í bakgrunni eða bara að njóta hennar. Æðislegt alveg hreint.
4
Oct 23 2023
View Album
Graceland
Paul Simon
Auðveld hlustun. Ég fíla Paul Simon. Get skellt þessari á fóninn af og til
4
Oct 24 2023
View Album
Power In Numbers
Jurassic 5
Þetta er ekki eitthvað sem mér finnst skemmtilegt. Algjörlega gleymanlegt og snerti mig ekkert.
1
Oct 25 2023
View Album
C'est Chic
CHIC
Ég hef stundum sett CHIC á í bakgrunnstónlist. Þetta er ágæt plata. Gott að hlusta á en mikið um endurtekningu.
3
Oct 26 2023
View Album
Songs From The Big Chair
Tears For Fears
4
Oct 27 2023
View Album
The Queen Is Dead
The Smiths
Fínasta plata sem rennur auðveldlega í gegn. Ég fæ samt smá leið á Morrissey svo ég myndi ekki hlusta oft á hana en af og til myndi ég setja hana á ef ég man þá eftir henni.
4
Oct 28 2023
View Album
Music in Exile
Songhoy Blues
Byrjaði af krafti en breyttist svo hægt og rólega. Ég fílaði byrjunina og finnst þetta bara fínasta plata en auðgleymanleg
3
Oct 29 2023
View Album
The Specials
The Specials
Mér hefur alltaf fundist lúmskt gaman að ska og þetta er bara mjög skemmtilegt en verður smá endurtekið. Það má dilla sér við þetta.
4
Oct 30 2023
View Album
(Pronounced 'Leh-'Nérd 'Skin-'Nérd)
Lynyrd Skynyrd
Þetta er mín músík. Ég kemst í svo mikinn fíling. Get hlustað endalaust á þessa plötu og aðrar í þessum stíl.
5
Oct 31 2023
View Album
Tea for the Tillerman
Cat Stevens
Klassík. Hlusta oft á þessa plötu. Alinn upp við þessa plötu. Instafimma
5
Nov 01 2023
View Album
90
808 State
Þetta fannst mér ekkert spes. Ekki minn tebolli og hvarf alveg inn í bakgrunninn án þess að ég muni eftir neinu lagi.
1
Nov 02 2023
View Album
Kilimanjaro
The Teardrop Explodes
Æj. Þetta fannst mér leiðinlegt. Beið bara eftir að platan kláraðist.
1
Nov 03 2023
View Album
Step In The Arena
Gang Starr
Shit hvað ég fíla ekki þessa tónlist. Ég skil ekki hvað er málið.
1
Nov 04 2023
View Album
The Fat Of The Land
The Prodigy
Ég er almennt ekki mikið fyrir svona tónlist en þetta er bara svo mikil stemmningsplata og nostalgía.
4
Nov 05 2023
View Album
Manassas
Stephen Stills
Ég hef af einhverjum ástæðum aldrei spáð í meðlimum Crosby, Stills & Nash (en hef auðvitað hlustað á Young sem bættist við seinna) þannig að þetta var skemmtileg uppgötvun. Eðalplata og tónlist fannst mér.
4
Nov 06 2023
View Album
Peace Sells...But Who's Buying
Megadeth
Ég hlusta reglulega á Megadeth. Frábært band, þéttar plötur. Mín uppáhaldslög eru á öðrum plötum með þeim en þetta er samt bara frábært
5
Nov 07 2023
View Album
Since I Left You
The Avalanches
Ég fíla þetta ekki. Ekki slæm plata bara ekki skemmtileg. Það var eitt lag þarna sem ég þekkti. Ég veit ekki einu sinni af hverju ég kannast við það.
2
Nov 08 2023
View Album
High Violet
The National
Skemmtilegt band og fín plata. Hef ekki mikið hlustað á áður en mun líklegast skella henni á fóninn af og til í framhaldinu ef ég man eftir henni. Ekkert meistarastykki samt.
3
Nov 09 2023
View Album
Done By The Forces Of Nature
Jungle Brothers
Það tók þvílíkt langan tíma að komast í gegnum þessa plötu. Ég setti oft á pásu og næst þegar ég ætlaði að halda áfram var staðsetningin sem ég var á horfin og ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var búinn að hlusta á því þetta var meira og minna allt sama leiðinlega lagið.
1
Nov 10 2023
View Album
Infected
The The
Ekki merkilegur pappír. Mér fannst þetta bara frekar leiðinlegt en samt ekki hörmulegt.
2
Nov 11 2023
View Album
I Should Coco
Supergrass
Þetta er allt í lagi en ég hef eiginlega aldrei fílað Supergrass þótt ég hafi gaman af svipuðu. Mun örugglega ekki hlusta á þessa plötu aftur en get alveg hlustað á Supergrass af og til og dillað mér í takt.
2
Nov 12 2023
View Album
Illinois
Sufjan Stevens
Fín plata. Róleg bakgrunnstónlist en stundum missir hann sig í einhverju of framúrstefnulegu. Að listamanna yfir sig smá.
2
Nov 13 2023
View Album
Ingenue
k.d. lang
Dinnertónlist fyrir allan peninginn. Mér finnst þetta mjög gott fyrir það sem það er. Gæti vel sett þessa á fóninn ef ég man eftir henni á meðan ég elda sunnudagssteikina.
3
Nov 14 2023
View Album
Elvis Presley
Elvis Presley
Ég hef aldrei hlustað á Elvis Presley plötu. Bara einstaka lag. Hann er alveg fínn þessi náungi. Ég er samt með smá leið á honum af því að hann er svo ofspilaður þannig að mér fannst eiginlega skemmtilegra að heyra "Spotify radio" út frá honum þegar platan hafði runnið sitt skeið.
3
Nov 15 2023
View Album
21
Adele
Mér finnst Adele virkilega góð. Hefði viljað minna af rólegheitum og meira af stuði eða þá tvær plötur, ein með hvorri stefnunni því bæði eiga rétt á sér en í mismunandi aðstæðum. Samt virkilega gott stöff.
4
Nov 16 2023
View Album
Myths Of The Near Future
Klaxons
Þetta var bara fínasta plata en mér fannst hún ekkert meistaraverk. Mér líður eins og ég hafi heyrt í mörgum svona böndum og þetta sker sig ekkert meira út er önnur svo ég skil ekki alveg hvað platan er að gera á þessum lista.
3
Nov 17 2023
View Album
The Miseducation of Lauryn Hill
Lauryn Hill
Mjög góð söngkona. Fínasta plata en ég held ég myndi samt alltaf velja eitthvað annað. Ég fékk reyndar svona ljósaperumóment þegar ég spáði í hvað spjallið væri eins og í kennslustofu og svo áttaði ég mig á því platan heitir "The Miseducation of Lauryn Hill". Var það pælingin?
3
Nov 18 2023
View Album
Lust For Life
Iggy Pop
Mér hefur oft fundist Iggy vera leiðinlegur eða svona sjaldhlustanlegur en hann er bara nokkuð fínn. Sum lögin aggresív en á þessari plötu þarf mótvægið og það er þarna sem gerir plötuna mjög fína.
3
Nov 19 2023
View Album
Venus Luxure No. 1 Baby
Girls Against Boys
Pínulítið feginn að ég sé búinn að hlusta á þessa plötu. Þá þarf ég ekki að hlusta á hana aftur. Þetta þykir mér leiðinlegt rokk.
1
Nov 20 2023
View Album
Sunday At The Village Vanguard
Bill Evans Trio
Ég fíla djass, sérstaklega svona jam sessions og þessi plata er eiginlega bara eitt stórt jam session. Þannig að þetta var voða þægilegt og gott þótt ég gæti ekki sagt hvenær eitt lag endaði og annað byrjaði.
4
Nov 21 2023
View Album
Jazz Samba
Stan Getz
Úúú. Meiri djass. Meiri gleði. Ég get haft djass í eyrunum allan daginn. Ég get samt ekki sagt uppáhaldslag því þau renna öll saman en það er samt hið fínasta mál.
4
Nov 22 2023
View Album
Sticky Fingers
The Rolling Stones
Minn tónlistarstíll. Klárlega. Hefði viljað meiri kraft frá þessum tíma, svolítið um lög í rólegri kantinum en samt gott stöff.
4
Nov 23 2023
View Album
I Never Loved a Man the Way I Love You
Aretha Franklin
Kröftug söngkona. Byrjar af krafti en mér þótti samt rólegu lögin ekkert spes þannig séð... en ekki hægt að fá allt.
3
Nov 24 2023
View Album
Safe As Milk
Captain Beefheart & His Magic Band
Þetta er frábært dæmi um tónlist sem ég fíla en er bara hryllilega illa samin, flutt og ég get bara grátið.
1
Nov 25 2023
View Album
1989
Taylor Swift
Ég skil alveg af hverju Taylor er svona stór í dag. Þetta er alveg gott stöff hjá henni. Ég get alltaf hlustað á hana þótt ég muni líklegast ekki oft muna eftir að setja hana á sjálfur.
4
Nov 26 2023
View Album
The New Tango
Astor Piazzolla
Þvílík dramatík. Ég held ég myndi þurfa að dansa tangó til að njóta í botn en þetta var samt ekkert leiðinlegt. Djassfílingur en hef samt ekki hlustað jafn mikið á tango óg ég hef djass.
3
Nov 27 2023
View Album
Led Zeppelin II
Led Zeppelin
Mitt stöff. Elska svona tónlist. Get hlustað endalaust á hana. Mér finnst aðrar Led Zeppelin plötur betri en þessi byrjar bara svo æðislega.
5
Nov 28 2023
View Album
All Directions
The Temptations
Ég hefði viljað vera uppi á þessum tíma. Þetta er nefnilega fín tónlist en samt ekkert mikið meira en það. Mig langar bara að upplifa tíðarandann þegar ég hlusta á þetta.
3
Nov 29 2023
View Album
Devil Without A Cause
Kid Rock
Mér finnst Kid Rock frekar leiðinlegur karakter en ég verð samt að viðurkenna að það eru alveg hress lög þarna á plötunni.
3
Nov 30 2023
View Album
Joan Baez
Joan Baez
Í gegnum grúsk á ýmiskonar tónlist hef ég vitað af Joan en aldrei prófað að hlusta á hana. Skemmtilega folky tónlist en mér fannst röddin hennar aðeins of hátt uppi til að ég gæti notið heillar plötu
3
Dec 01 2023
View Album
Cafe Bleu
The Style Council
Þetta var óvænt stuð. Hafði aldrei heyrt um þessa plötu eða band og svo var þetta bara það sem ég þurfti. Fjör.
4
Dec 02 2023
View Album
The Wall
Pink Floyd
Einu sinni fannst mér Pink Floyd ekkert spes en nú er öldin önnur. Mér finnst þetta súperfrábært og nýt þess í botn að hlusta á svona sérdeilis prýðilega rokkóperu
5
Dec 03 2023
View Album
Haunted Dancehall
The Sabres Of Paradise
Ég skil alveg af hverju einhverjum finnst þetta skemmtilegt. Mér fannst alveg gaman að hlusta smá en það varð fljótt frekar endurtekið. Ekki líklegt að ég setji þetta á aftur.
2
Dec 08 2023
View Album
Armed Forces
Elvis Costello & The Attractions
Elvis Costello er fínn en hann skorar samt aldrei eitthvað hátt hjá mér. Fín lög og allt en það er bara eitthvað sem mér finnst vera bara meh
3
Dec 09 2023
View Album
good kid, m.A.A.d city
Kendrick Lamar
Stemmningin er til staðar. Töffaraskapur og tilgerðin líka. Mér finnst svona tónlist bara svo leiðinleg. Ég er gamaldags.
1
Dec 10 2023
View Album
A Night At The Opera
Queen
Queen er gott stöff. Þessi plata var fín en mér fannst hún samt ekkert best í heimi. Hefði mögulega mátt velja betri Queen plötu
3
Dec 11 2023
View Album
Stripped
Christina Aguilera
Þetta er ekkert leiðinleg tónlist þótt maður hafi í gamla daga ekki mikið hlustað á þetta en þetta er samt svo mikið bara af því sama.
3
Dec 12 2023
View Album
It's Blitz!
Yeah Yeah Yeahs
Hressandi. Ferskt og ánægjulegt að hlusta á. Ég fíla þetta, hafði alltaf bara hlustað á eitt og eitt lag með þeim í útvarpinu en gæti vel hlustað á þessa plötu oftar í framtíðinni.
4
Dec 18 2023
View Album
Buenas Noches From A Lonely Room
Dwight Yoakam
Mér finnst kántrí ekkert spes. Sumt er fínt en það eru samt svo fá lög. Ég er allaveganna ekki línusdanskall.
2
Dec 19 2023
View Album
Getz/Gilberto
Stan Getz
Vá. Þetta fílaði ég. Ég hef af og til hummað lyftulagið og svo er bara til plata með sömu stemmningu. Ekki of löng þannig að bara frábært.
5
Dec 20 2023
View Album
Another Music In A Different Kitchen
Buzzcocks
Fyrir þessa hlustun þekkti ég eitt lag með Buzzcocks. Eftir þessa hlustun held ég áfram að þekkja eitt lag. Mér fannst þetta ekkert spes.
2
Dec 21 2023
View Album
Time Out Of Mind
Bob Dylan
Það tók mig mjög langan tíma að læra að meya Dylan. Ég veit ekki því þetta er svo gott stöff. Kannski kemst Megas einhvern tímann þangað en mér fannst þeir svipaðir einu sinni. Svo vann Dylan sig upp. Þetta er gott stöff!
4
Dec 22 2023
View Album
Illmatic
Nas
Einu sinni átti ég plötu sem hét 90s rap og mér þótti hún skemmtileg. Ég hef samt í seinni tíð komist að því að ég og rapp förum ekki vel saman. Kannski 90s rapp en ekki þetta.
1
Dec 23 2023
View Album
American IV: The Man Comes Around
Johnny Cash
Hér kemur tónlistarstefnuraskaði ég sem sagðist ekki fíla country en ég elska Johnny Cash. Þetta er ein af mínum uppáhaldsplötum. Hef hlustað á hana oft og mörgum sinnum og mun halda áfram að hlusta á hana oft og mörgum sinnum.
5
Dec 24 2023
View Album
The Hangman's Beautiful Daughter
The Incredible String Band
Þetta leit svo vel út. Hljómsveit frá tímabili í tónlistarsögunni sem ég held sérstaklega upp á, ég hafði aldrei heyrt um þetta band svo ég var spenntur. Svo var þetta bara eitthvað hipparöfl sem var hundleiðinlegt.
1
Dec 25 2023
View Album
A Rush Of Blood To The Head
Coldplay
Það er ástæða fyrir því að Coldplay eru svona stórir en mér finnst lögin þeirra, þótt þau séu góð, öll samt mjög lík. Þetta rennur ljúflega í gegn og það er ekki yfir neinu að kvarta en ég þarf ekki mikið meira af Coldplay en þetta.
4
Dec 26 2023
View Album
A Christmas Gift For You From Phil Spector
Various Artists
Ég er ekki mikið fyrir jólaplötur en ef ég myndi hlusta þá væri þetta einn af stílunum sem ég setti á. Er það samt í lagi að fíla eitthvað sem dæmdur morðingi gerði? Ég veit ekki.
3
Dec 28 2023
View Album
The United States Of America
The United States Of America
Mér finnst sækadelikk rokk ekkert skemmtilegt. Ég get ekki sagt mikið meira en það. Bara bjakk.
1
Dec 29 2023
View Album
Layla And Other Assorted Love Songs
Derek & The Dominos
Svo gott stöff. Ég hef sagt það áður og þetta staðfestir það bara, þetta er mitt sound og það sem ég hlusta mest á. Úrvalsplata.
5
Dec 30 2023
View Album
Bad
Michael Jackson
Þegar ég var lítill, um 6 ára fékk ég Bad á kasettu og fór á Michael Jackson dansnámskeið. Þessi snælda var spiluð út í gegn og ekkert var meira töff þegar maður var 6 ára en að labba um með einn hvítan hanska. Nostalgíueinkunn en líka bara góð plata.
4
Dec 31 2023
View Album
Sweet Baby James
James Taylor
Ég hefði átt að vera á lífi á 7. og 8. áratugnum. Ég hefði pottþétt verið hangandi í Keflavík algjörlega inspíreraður af allri þessari frábæru útlandatónlist. MItt stöff. James kannski heldur rólegur fyrir mig en stórgóður söngvari.
4
Jan 01 2024
View Album
Trafalgar
Bee Gees
Ég fílaði Bee Gees aldrei neitt sérstaklega en síðustu kannski 3 árin hafa þeir vaxið og mér er farið að finnast gaman að hlusta á þá. Það kom eiginlega bara út frá steggjun þar sem "ryksugulagið" þeirra (You Win Again) togaði mig á þeirra band. Því miður var það ekki á þessu albúmi en samt bara fínasta plata.
3
Jan 05 2024
View Album
The Predator
Ice Cube
Ég fíla ekki rapp eins og margar aðrar stjörnugjafir hjá mér hafa gefið í skyn. Þessi aftur á móti virkaði betur fyrir mig en aðrar rappplötur. Eitt lag sem ég fílaði alveg vel og hef af og til hlustað á sjálfur. Restin dregur það þá niður úr þremur í tvær.
2
Jan 06 2024
View Album
Vol. 4
Black Sabbath
Ég hef aldrei verið mikið fyrir Black Sabbath. Mér finnst tónlistin frábær, gítarriffin og allt það, mér finnst textarnir skemmtilegir en mér finnst Ozzy bara svo leiðinlegur í flestum lögum. Það eru einstaka lög sem henta honum, t.d. Changes sem er á þessari plötu en annað bara dregur ánægjuna niður.
3
Jan 07 2024
View Album
Shake Your Money Maker
The Black Crowes
Elska blúsrokk. Þetta er kannski ekki það besta en ég fíla þetta samt ágætlega. Hef aldrei heyrt um þessa hljómsveit áður þótt ég hafi dillað mér við eitt af lögunum þeirra í gegnum tíðina. Eðalstöff.
4
Jan 08 2024
View Album
Never Mind The Bollocks, Here’s The Sex Pistols
Sex Pistols
Lifi pönkið! Bara ekki of mikið af því í einu. Mér finnst þetta fjör en lögin renna samt saman í eitt og platan hefði ekki mátt vera mikið lengri áður en ég hefði fengið nóg.
3
Jan 09 2024
View Album
Tracy Chapman
Tracy Chapman
Þetta var auðhlustanlegt. Ekki eitthvað sem ég sæki sjálfur mikið í en gæti sett þessa plötu á fóninn yfir sunnudagsmáltíðinni eða eitthvað í þá áttina. Fín rödd og góður músíkant. Fílaði samt ekki alveg spjalllagið.
3
Jan 10 2024
View Album
Vento De Maio
Elis Regina
Fínasta plata með rólegri tónlist sem ég gæti viljað setja á fóninn af og til, t.d. yfir mat þegar mig langar til að líta út fyrir að vera tónlistarheimsborgari. Brasilískur söngfugl sem rennur ljúft inn í eyrun.
3
Jan 11 2024
View Album
A Grand Don't Come For Free
The Streets
Þetta er svona tónlist sem ég er vanalega ekki mikið fyrir en þetta var samt lúmskt skemmtilegt. Ég var reyndar kominn með smá leiða um miðbikið á plötunni en svo duttu inn nokkrir slagarar sem toguðu mig aftur inn
3
Jan 12 2024
View Album
Document
R.E.M.
R.E.M. finnst mér fín hljómsveit en hún hefur aldrei verið í neinu sérstöku uppáhaldi. Fín lög og allt það en smella samt ekki alveg við mig einhverra hluta vegna. Get alveg hlustað á þessa plötu en líklegri til að gera það með einu og einu lagi, frekar en heildarplötu sem ég gleymi fljótt.
3
Jan 13 2024
View Album
You Want It Darker
Leonard Cohen
Ég fékk svo mikið ógeð af Hallelujah strax í menntskóla þegar allir og líka hinir sungu það að ég hef bara ekki viljað hlusta á Leonard Cohen síðan þá. Ég dró það meira að segja að hlusta á þessa plötu og þurfti að undirbúa mig andlega. Svo er þessi plata bara virkilega frábær. Ég mun klárlega hlusta á hana aftur og býst við að hún vaxi við hverja hlustun.
4
Jan 14 2024
View Album
Sweet Dreams (Are Made Of This)
Eurythmics
Þetta er prýðisband en mikið hrikalega fær maður leið á þessari tónlist eftir að hafa hlustað í svolítinn tíma. Hún hefði getað verið mun styttri þessi plata og þá hefði hún skorað hærra en í þessari lengd var ég farinn að bíða eftir að hún kláraðist. Betri í smáskömmtum en langskömmtum.
2
Jan 15 2024
View Album
16 Lovers Lane
The Go-Betweens
Þessi var ekkert spes. Algjört meðalverk í mínum bókum þar sem ekkert stóð upp úr. Ekki leiðinlegt bara rosaleg bakgrunnstónlist sem maður gleymdi strax og hlustun lauk.
2
Jan 16 2024
View Album
It Takes A Nation Of Millions To Hold Us Back
Public Enemy
Aftur. Rapp. Ekki eitthvað sem ég fíla en mér finnst þetta samt áhlustanlegra en margt annað rapp sem ég hef hlustað á. Nær pínulítið betur til mín en ég ætla seint að segjast vera aðdáandi né hlusta á plötuna aftur.
2
Jan 17 2024
View Album
The Man Who
Travis
Vá. Þetta var alveg gleymt band. Ég hlustaði fullt á Travis og þar með talið þessa plötu í gamle gamle dage. Eldist þokkalega vel og nostalgían alveg í botni á meðan tónlistin leikur um eyrun og eitthvað meira gleðiblabla.
4
Jan 18 2024
View Album
American Pie
Don McLean
Mjög ljúf og þægileg plata sem reyndar gleymist furðuhratt miðað við hvað hún er áhlustanleg. Ég þekki Don McLean ekkert sérstaklega, nema þá titillag plötunnar en hann virðist vera bara fínn gaur. Þessa mun ég setja aftur á fóninn.
4
Jan 19 2024
View Album
Chore of Enchantment
Giant Sand
Virkilega ljúf plata. Ég hlustaði reyndar á eintak með fullt af bónuslögum og þá fór mig svolítið að langa til að hætta og skipta yfir í eitthvað annað en ef ég takmarka mig við grunnplötuna þá var þetta bara fínasta stöff.
3
Jan 20 2024
View Album
Court And Spark
Joni Mitchell
Hún er skemmtileg þótt hún sé ekki sérlega minnistæð en platan er ekki aðgengileg á Íslandi í gegnum Spotify þannig að ég þurfti að mausast í gegnum YouTube. Það mun líklegast valda því að ég hlusta ekki oftar á plötuna.
3
Jan 21 2024
View Album
The Madcap Laughs
Syd Barrett
Mér finnst þessi gaur vera voða mikið eitthvað að þykjast vera Bítill. Fæ sama væb frá honum og Bítlunum nema bara ekkert sérlega spes og ég mun ekki hlusta aftur þótt hún hafi ekki verið leiðinleg.
3
Jan 24 2024
View Album
Emperor Tomato Ketchup
Stereolab
Ég hlustaði á einhverja deluxe útgáfu og hún var ekki neitt voðalega deluxe. Í staðinn fyrir að tvöfalda lengdina hefði mátt stytta um helming. Alls ekki minn tebolli.
1
Jan 25 2024
View Album
D.O.A. the Third and Final Report of Throbbing Gristle
Throbbing Gristle
Þetta hefur verið eitthvað áhugavert á sínum tíma en þetta þótti mér afskaplega leiðinlegt. Var afskaplega feginn þegar platan kláraðist.
1
Jan 26 2024
View Album
NEU! 75
Neu!
Þetta var bara allt í lagi. Mjög fín bakgrunnstónlist þótt ég sé ólíklegur til að hlusta á þetta aftur. Ekkert að þessu, ég hef bara ekki hugmynd um hvenær ég myndi nokkurn tímann muna eftir þessu.
3
Jan 27 2024
View Album
The Cars
The Cars
Prýðisplata. Hef ekkert hlustað á þessa hljómsveit nema einstaka lag í útvarpinu. Þetta var bara gott og ég gæti bara vel hugsað mér að hlusta á þetta aftur.
4
Jan 28 2024
View Album
At Budokan
Cheap Trick
Þetta er enn ein hljómsveit sem ég hef heyrt í án þess að vita hver hún er og þetta er bara nokkuð gott stöff. Ég gæti hlustað á þessa plötu aftur en ég mun klárlega skoða aðrar plötur en tónleikaplötu með sveitinni.
4
Jan 29 2024
View Album
Oxygène
Jean-Michel Jarre
Þetta var allt í lagi í áhlustun. Mér fannst þetta sem sagt ekkert leiðinlegt en mér fannst þetta heldur ekki beint skemmtilegt. Ólíklegt að ég muni hlusta á þetta aftur.
3
Jan 30 2024
View Album
Can't Buy A Thrill
Steely Dan
Svona rólyndisrokk fíla ég enda hef ég oft hlustað á Steely Dan og á þessari plötu eru algjörar neglur. Ég myndi samt oftar hlusta á önnur samtímabönd þótt Steely megi af og til fljóta með.
4
Feb 06 2024
View Album
Suicide
Suicide
Mikið hrikalega rosalega var ég feginn þegar plötunni lauk. Mér var í alvörunni orðið illt í eyrunum. Öskur og leiðindi og sami taktur og viðbjóður. Ég mun aldrei vilja hlusta á þetta aftur.
1
Feb 07 2024
View Album
Tragic Songs of Life
The Louvin Brothers
Kristilegt kúrekakántrí má alveg hljóma í bakgrunninum fyrir mér en ég mun seint setja þetta á fóninn. Mér finnst öll lögin vera eins og mér finnst þau ekkert spes. Þetta er samt ekki ömurlegt.
2
Feb 08 2024
View Album
Tago Mago
Can
Ég var bæði feginn og hryggur yfir því hvað platan var löng. Þótt þetta byrjaði vel þá varð platan fljótt ömurleg og svo voru lögin og platan löng þannig að ég þurfti að þola ömurlegheitin lengi. Sem betur fer var hún svo löng að ég þurfti að taka hádegismat í millitíðinni og þá fengu eyrun hvíld.
1
Feb 09 2024
View Album
Crazysexycool
TLC
Nokkur af lögunum eru þekkt og góð en ég fílaði þetta ekkert eitthvað ofboðslega mikið. Ekkert slæmt, bara ekki fyrir mig og ég er ólíklegur til að hlusta aftur.
3
Feb 10 2024
View Album
American Idiot
Green Day
Þetta er fjör og ekkert út á Green Day að setja en tónlistin þeirra hefur samt ekki smollið hjá mér þannig að þetta endar í miðju-meh.
3
Feb 11 2024
View Album
Songs Of Leonard Cohen
Leonard Cohen
Eins og ég var með mikið ógeð á Cohen vegna Hallelujah þá hefur hann fengið uppreisn æru í gegnum þessa síðu. Mér finnst hann bara mjög skemmtilegur. Þessi plata er ekki eins góð og You want it darker en samt gef ég henni jafnmargar stjörnur af því að ég get ekki gefið hálfar stjörnur.
4
Feb 12 2024
View Album
Lady Soul
Aretha Franklin
Ég er algjör blúsbróðir og myndi vel vilja hlusta á hana skamma kúnna á dinerum hvaða dag sem er. Þetta er plata sem ég mun setja aftur á af og til, til að komast í stuð.
4
Feb 13 2024
View Album
The Low End Theory
A Tribe Called Quest
Ekki merkilegur pappír í mínum eyrum en samt ekki versta rappið sem ég hef heyrt þannig að ég er minna neikvæður gagnvart þeim en öðrum sem ég hef hlustað á. Samt mun ég ekki hlusta aftur.
2
Feb 14 2024
View Album
Teenager Of The Year
Frank Black
Pixies fíla ég og ég hlusta oft á Doolittle. Mér fannst sólóplatan hjá Frank samt ekkert eitthvað spes. Það er Pixies-keimur á plötunni en ekkert sem stendur upp úr. Ég er ólíklegur að setja þessa aftur í spilun.
3
Feb 15 2024
View Album
Penthouse And Pavement
Heaven 17
Þetta var allt í lagi. Ég hlusta ekki mikið á svona tónlist að staðaldri en það kemur fyrir og þetta byrjaði fínt en varð fljótt mjög þreytt. Ekki líklegt að ég setji þessa plötu aftur á eða muni eftir henni í framtíðinni.
2
Feb 16 2024
View Album
Foxbase Alpha
Saint Etienne
Þetta var ljúft en fljótt að gleymast. Allt í lagi bakgrunnsmúsík myndi ég segja og ég myndi setja hana á sem matarmúsík ef ég man þá eftir því en ég mun líklegast ekki gera það.
3
Feb 17 2024
View Album
Blood On The Tracks
Bob Dylan
Einu sinni fannst setti ég Bob Dylan í sama flokk og Megas, þ.e. leiðinlegt þjóðlagaskáld en svo fór ég að hlusta á Bob Dylan og núna er hann kominn í uppáhald sem ég set reglulega á fóninn og þetta er bara stórgóð plata sem ég mun hlusta aftur á. Hver veit, kannski mun ég á endanum fíla Megas líka.
5
Feb 18 2024
View Album
Modern Life Is Rubbish
Blur
Ég fílaði aldrei Blur neitt sérstaklega og þeir hafa ekker unnið á undanfarna áratugi. Þeir eiga einhver lög sem ég myndi hlusta á og ég myndi ekki slökkva á þeim í útvarpinu en þessa plötu myndi ég ekki setja aftur á í eyrna minna návist af því að mér fannst hún ekki skemmtileg
2
Feb 19 2024
View Album
Behaviour
Pet Shop Boys
Fínt band og fín tónlist. Ég hlusta af og til á þá strákana en aldrei í svona stórum skammti og þá verður þetta mikið til sama aftur og aftur og allt rennur saman. Ég hef ekkert á móti plötunni en mun líklegast ekki muna eftir henni.
3
Feb 20 2024
View Album
Live!
Fela Kuti
Þetta var hressandi. Ég fílaði þessa tónlist alveg ágætlega. Virðist vera hress gaur og skemmtilegur taktur. Ég held ég gæti sett þetta í gang af og til þegar ég er í djassstuði og leyft því að hljóma í bakgrunninum.
4
Feb 21 2024
View Album
Caetano Veloso
Caetano Veloso
Í mörg, mörg ár hefur mér fundist höfundaréttur ekki ná fram þeim tilgangi sem honum er ætlað. Þessi plata verður því miður fyrir barðinu á höfundarétti. Ég gat ekki hlustað á nema örfá lög (sem eru á öðrum plötum) vegna þess að hún er ekki aðgengileg á Íslandi og það gekk ekki að finna plötuna annarsstaðar. Tónlistin virtist vera fín en ég ætla að giska að ég hafi bara heyrt rjómann. Set hana að minnsta kosti ekki aftur á.
2
Feb 22 2024
View Album
Dust
Screaming Trees
Þetta var bara meðalrokk og ekki mikið meira. Allt í lagi að hlusta á þetta en ekkert sem stendur sérstaklega upp úr. Fellur líklegast fljótt í gleymskunnar dá.
3
Feb 23 2024
View Album
Tom Petty & The Heartbreakers
Tom Petty and the Heartbreakers
Ég hef alltaf vitað af Tom Petty & The Heartbreakers en hef eiginlega aldrei hlustað á þá. Það eru kannski engir dúndursmellir á þessari plötu en þetta er vel þétt plata sem ég mun alveg pottþétt setja á fóninn af og til. Ég fílaði þetta stöff.
4
Feb 24 2024
View Album
Mothership Connection
Parliament
Fönk og fjör. Ég komst í góðan fíling með þessari plötu. Skemmtileg tilbreyting og band sem ég hafði aldrei heyrt um. Það varð smá leiðinleg endurtekning hjá þeim að þeir væru geimverur sem gaf mér kjánahroll en annars bara fínt.
3
Feb 25 2024
View Album
The Band
The Band
Þvílík hljómsveit. Ég veit ekki hversu oft ég hef hlustað á síðasta valsinn þeirra sem er samantekt á ferlinum en ég mun alveg hlusta á þessa plötu aftur (og aftur...) Þetta er bara algjörlega mitt grúv og ég fæ aldrei nóg.
5
Feb 26 2024
View Album
Odelay
Beck
Beck er fínn og ég fíla mörg lög með honum en svo koma önnur lög sem vega upp á móti því. Það er alveg eins þeð þessa plötu, hún er uppfull af 'hittum og missum' þannig að fyrir vikið endar hún í meðalflokknum.
3
Feb 27 2024
View Album
Violent Femmes
Violent Femmes
Prýðisalbúm með góðri hljómsveit. Þetta varð smá endurtekningagjarnt á köflum en það var samt ekki eitthvað sem böggaði mig og mig langar að hlusta á þessa plötu aftur og líka spá betur í textunum þannig að þessi fer aftur í hlustun við tækifæri. Gott stöff.
4
Feb 28 2024
View Album
Superunknown
Soundgarden
Eins mikið og ég fíla Chris Cornell og Audioslave þá hef ég lítið hlustað á Soundgarden nema þá þekktustu lögin sem eru mörg á þessari plötu. Það verður bara að segjast að þetta er bara nokkuð góð plata og gott band en mér finnst þetta samt ekki ná sömu hæðum og seinni tíma verkefni Chris (fyrir minn tónlistarsmekk). Ég mun samt bæta þessari plötu í umferð hjá mér.
4
Feb 29 2024
View Album
Sister
Sonic Youth
Ég hef heyrt af þessu bandi en eiginlega ekkert hlustað á þau og eftir að hafa þrælað mér í gegnum þessa plötu er afar ólíklegt að ég muni nokkurn tímann hlusta á hana aftur, eiginlega bara engar líkur. Þetta er samt ekki það versta sem ég hef hlustað á en samt bara ekkert skemmtilegt.
2
Mar 01 2024
View Album
Peter Gabriel
Peter Gabriel
Ég hlusta reglulega á Genesis og hef alveg hlustað á Pésa af og til en það er samt ekki af mínu eigin frumkvæði. Mér finnst þetta ekkert standa neitt voðalega mikið upp úr en mér líður samt eins og ég ætti að gefa plötunni meiri séns. Það voru lög þarna sem voru fín (önnur en þekktasta lagið meina ég) en það var samt ekkert sem greip mig svo platan lendir í miðjumoði.
3
Mar 02 2024
View Album
Back To Black
Amy Winehouse
Ég er algjör aðdáandi Amy Winehouse og set hana mjög oft í gang til að komast í stuð. Hún er með magnaða rödd og mögnuð lög. Þannig að ég þurfti varla að hlusta á plötuna áður en ég ákvað hvað ég myndi setja á hana. Þetta er eitthvað sem ég mun oft setja aftur á fóninn.
5
Mar 03 2024
View Album
Orbital 2
Orbital
Fyrsta og síðasta lagið voru alveg hrikalega ömurleg og þótt það hafi verið allt í lagi að hlusta á hin lögin þá voru þessi tvö lög svo ömurlega böggandi að ég náði ekki að njóta þess að hlusta á neitt. Frá fyrsta lagi var ég bara að jafna mig þangað til síðasta lagið olli relapsi og slæmum tilfinningum aftur.
2
Mar 04 2024
View Album
Deloused in the Comatorium
The Mars Volta
Mér finnst Mars Volta mjög skemmtilegt band þegar ég heyri í þeim í útvarpinu og mig langar alltaf að hlusta á meira og ég set þá einhverja fína plötu frá þeim í gang og eftir nokkur lög er ég kominn með alveg upp í kok og nenni ekki að hlusta lengur. Svo seinna heyri ég í þeim í útvarpinu aftur og endurtek söguna og læri aldrei af mistökunum. Sagan endurtók sig með þessa plötu.
2
Mar 05 2024
View Album
Moving Pictures
Rush
Ég geng mjög reglulega um í peysu merktri 2112 sem er tribute í concept plötu Rush þannig að það ætti ekki að koma neinum á óvart sem þekkir til að þetta er gott stöff. Ég var samt ekkert mjög mikill Rush gaur þótt ég hafi alltaf fíla Tom Sawyer en þetta er bara svo gott stöff að það er ekki hægt annað en að elska þetta.
5
Mar 06 2024
View Album
Modern Sounds in Country and Western Music
Ray Charles
Þetta fannst mér skemmtileg plata jafnvel þótt hún væri tvöföld og þar af leiðandi frekar löng þá missti maður aldrei fílinginn eða þreyttist á að hlusta. Algjör negla sem fer pottþétt aftur á fóninn.
4
Mar 07 2024
View Album
Immigrés
Youssou N'Dour
Þetta var hressandi. Sérstaklega komst ég í góðan fíling í fyrsta laginu. Undir lokin var þetta orðið smá enduurtekningargjarnt en aldrei leiðinlegt. Ég gæti alveg sett þetta aftur á fóninn ef ég man eftir því eða ég kemst í stuð fyrir eitthvað óhefðbundið sem er samt ekki leiðinlegt.
3
Mar 08 2024
View Album
Larks' Tongues In Aspic
King Crimson
Ég skil stemmninguna og að þetta hafi verið eitthvað voða funky framúrstefnulegt listaspírurokk í gamla daga en mér finnst bara svona progrokk oftast missa marks og verða bara leiðinlegt sem þetta varð. Ég var svo feginn þegar platan kláraðist og ég mun líklegast aldrei hlusta á hana aftur þótt hún hafi ekki endilega verið slæm tónlist.
2
Mar 09 2024
View Album
Arthur (Or the Decline and Fall of the British Empire)
The Kinks
Þetta er fínasta tónlist. Ég þekki náttúrulega Kinks en hef aldrei hlustað á þessa tilteknu plötu áður eða lögin á henni. Ég gæti alveg hugsað mér að spila hana aftur en í hreinskilni sagt mun ég líklegast bara gleyma henni
3
Mar 10 2024
View Album
Led Zeppelin III
Led Zeppelin
Þegar ég byrjaði að gefa dóma á þessari síðu vissi ég ekki að ég myndi fá nokkarar plötur með sömu hljómsveitinni þannig að ég gaf þeim hæstu mögulegu einkunn af því að ég get endalaust hlustað á Led Zeppelin. Hér erum við komin í aðra plötu og ég held mig bara við nákvæmlega sama. Ég get endalaust hlustað á Led Zeppelin. Hæsta einkunn möguleg. Algjörlega mitt grúv.
5
Mar 11 2024
View Album
More Specials
The Specials
Ska er stórskemmtilegt og þetta var bara mjög hressandi að hafa í bakgrunninum. Ég get alveg vel hugsað mér að hlusta á þetta aftur og ég mun líklegast muna eftir þeim. Svo bara áfram gakk.
4
Mar 12 2024
View Album
My Generation
The Who
Eins og mér fannst The Kinks vera eitthvað voðalega meðalmennsku eitthvað þá fannst mér þetta mjög gott stöff. Ég hef reyndar oft hlustað á The Who þannig að það hefur kannski eitthvað að segja en mér fannst þetta bara frábært og mun líklegast hlusta á þessa plötu aftur.
4
Mar 13 2024
View Album
Public Image: First Issue
Public Image Ltd.
Þessi plata á nokkra góða spretti en þess á milli eru sprettirnir bara svo ömurlega leiðinlegir að ég hef ekki samviskuna í að gefa þeim meðaleinkunn. Þetta mun ég ekki hlusta á aftur en ég ætla samt ekki að segja að þetta sé hryllingur.
2
Mar 14 2024
View Album
Dig Your Own Hole
The Chemical Brothers
Ég hef vanalega ekki talið mig vera mikið fyrir svona tónlist en þetta er samt alveg mjög gott stöff sem ég komst í góðan fíling við að hlusta á. Kannski enda ég bara í einhverju reifpartýum á þriðjudagskvöldum með þessu áframhaldi en það er kannski bara af hinu góða.
4
Mar 15 2024
View Album
Rid Of Me
PJ Harvey
Tilfinningaþrungið rokkpopp er alveg skemmtilegt og ég hef alveg skemmt mér yfir svona tónlist. Hún náði mér samt ekkert rosalega yfir á sitt band. Ég gæti sem sagt hlustað á þetta aftur en ég er hræddur um að ég muni ekki muna eftir því þegar ég kemst í angistarfíling.
3
Mar 16 2024
View Album
Either Or
Elliott Smith
Ég hafði aldrei heyrt um Elliot Smith en hef eflaust heyrt í honum í einhverjum bíómyndum án þess að fatta það. Hann er bara skrambi góður og vel áhlustanlegur. Ég mun eflaust setja þessa plötu á fóninn aftur.
4
Mar 17 2024
View Album
Deja Vu
Crosby, Stills, Nash & Young
Ég var svo leiður við að hlusta á þessa plötu. Ekki af því að hún var slæm heldur af því að höfundaréttur kom í veg fyrir að ég gæti hlustað á alla plötuna. Ég fékk bara að hlusta á 7 lög. Ef ég hefði fengið að hlusta á allt hefði ég gefið henni 5 stjörnur en hún fær smá skammir fyrir höfundaréttarleiðindi
4
Mar 18 2024
View Album
When I Was Born For The 7th Time
Cornershop
Mér fannst svolítið hressandi að fá að hlusta á indverskt-indí-rokk-popp. Alls ekki leiðinlegt og ég er alveg líklegur að setja þetta aftur á fóninn og muna eftir því. Ef eitthvað þá fannst mér platan mögulega heldur löng en hún náði einhvern veginn að sleppa við að vera endurtekningarsöm miðað við þá lengd.
4
Mar 19 2024
View Album
S&M
Metallica
Þvílík veisla. Algjör unaður. Ég hef hlustað svo oft á þessa plötu að ég kann hana næstum því utan að. Ég var svo ánægður að sjá hana og að hlusta á hana þó svo að ég vissi hvaða einkunn hún myndi fá. Löng plata en samt bara svo æðisleg. Mig langar bara að setja hana strax aftur af stað.
5
Mar 20 2024
View Album
Antichrist Superstar
Marilyn Manson
Mér finnst lúmkst gaman að Marilyn Manson og hlustaði mikið á hann í gamla daga, sérstaklega Mechanical Animals. Á þeim tíma hef ég greinilega verið að brjótast út úr skelinni því ég varð smá þreyttur á aggresívu tónlistinni núna. Myndi samt alveg hlusta á hana aftur en ég þarf þá að vera í réttu stuði eða þá bara að spila Marilyn Manson í smáskömmtum
3
Mar 21 2024
View Album
A Wizard, A True Star
Todd Rundgren
Þetta var allt í lagi en mér fannst þetta samt svolítið tilgerðarlegt og það er ólíklegt að ég spili þetta aftur. Afskaplega auðgleymanlegt allt saman. Ekkert meira um það að segja. Ekki lélegt en samt ekki neitt.
2
Mar 22 2024
View Album
Crooked Rain Crooked Rain
Pavement
Ég skil hvað þau eru að gera og ég hlusta oft á svipuð bönd en ég skil ekki hvernig þetta stendur eitthvað sérstaklega upp úr. Mér fannst þetta eiginlega bara vera meðalmennskuhandboltarokk. Kannski var þetta upphafið að því og allt sem á eftir kom eru eftirhermur en þá hlusta ég bara á þær í staðinn.
2
Mar 23 2024
View Album
The Wildest!
Louis Prima
Þetta var algjört fjör. Vúff hvað ég komst í gott stuð. Ég mun alveg pottþétt setja þetta aftur á fóninn og oft. Uppáhaldið var að kaupa bananasplitt fyrir ástina en drekka bara venjulegt vatnsglas sjálfur. Stuðfaktorinn færir þetta í 4.5 svo ég smelli bara 5 á þetta því ég komst í svo gott skap.
5
Mar 24 2024
View Album
Grievous Angel
Gram Parsons
Þetta var kántrí en samt ekki. Ég fílaði þetta alveg en samt ekki nægilega til að muna eftir plötunni þegar að því kemur að velja plötu á fóninn þannig að þessi mun gleymast þótt hún sé samt ekkert slæm
3
Mar 25 2024
View Album
Ladies And Gentlemen We Are Floating In Space
Spiritualized
Þetta var bara allt í lagi tónlist en stundum varð hún svolítið framúrstefnuleg, hörð og leiðinleg. Ef þessu progressive dæmi hefði verið sleppt væri þetta plata sem færi á fóninn hjá mér í bakgrunninn á rólegheitakvöldum en þetta skemmdi það tækifæri.
2
Mar 26 2024
View Album
Dirt
Alice In Chains
Pínu vandró en þrátt fyrir að ég hafi oft hlustað á Alice in Chains í útvarpinu og alltaf fílað það sem ég heyrði fannst mér aldrei þess virði að kynna mér bandið eitthvað sérstaklega. Ég veit eiginlega ekki af hverju. Nú hefur verið gerð bót á því og þetta var æði. Þessi plata fer aftur og aftur á fóninn. Ég hef misst af svo miklu. Fer úr 4.5 upp í 5 stjörnur sem afsökunarbeiðni til þeirra
5
Mar 27 2024
View Album
Isn't Anything
My Bloody Valentine
Ég hélt alltaf að My Bloody Valentine væri ungt og ferskt band. Það kom mér á óvart að þau eru það ekki en ætti þá heldur ekki að koma á óvart að ég þekki þau ekki og hef ekkert verið að hlusta á þau. Það er reyndar bara fínt því mér finnst þau bara leiðinleg.
2
Mar 28 2024
View Album
Rip It Up
Orange Juice
Þetta var nú bara prýðilega áhlustanlegt. Ekkert sem stóð eitthvað sérstaklega upp úr en passaði mjög vel í bakgrunninn þannig að já. Meðalplata en ég gæti alveg sett hana aftur á samt.
3
Mar 29 2024
View Album
Fuzzy Logic
Super Furry Animals
Þetta kom mér á óvart. Ég bjóst við einhverju hundleiðinlegu og framúrstefnulegu en svo var þetta nú bara allt í lagi. Það komu smá framúrstefnulegir taktar sem mér fannst ekkert spes en það var stutt og sleppur þannig upp í þristinn þótt það hafi daðrað við tvist.
3
Mar 30 2024
View Album
With The Beatles
Beatles
Ég hef lítið hlustað á Bítlana í gegnum tíðina eins fáránlegt og það hljómar (ég myndi bara segja að ég er meiri Stones-maður). Þess vegna vissi ég ekki að Bítlanir hefðu coverað einhver lög. Þetta var bara vel gert hjá þeim og platan bara mjög góð til að hlusta á. Renndi meira að segja tvisvar í gegnum hana.
4
Mar 31 2024
View Album
Murmur
R.E.M.
Kósý og fín plata frá þeim. Mjög gott að hafa í bakgrunni og hlusta þótt það séu kannski engir slagarar á plötunni (ég kannaðist við Radio Free Europe en það er enginn rosalegur hittari). Þrátt fyrir það eru lögin bara góð og platan rennur ljúflega í gegn. Þessi fer aftur á fóninn og eflaust oft.
4
Apr 03 2024
View Album
Future Days
Can
Ég man hvað mér fannst Tago Mago með Can leiðinleg plata. Þessi var nú ekki svo slæm. Hún var í áttina að betri áhlustun en hún var samt frekar leiðinleg. Löng lög, framúrstefnulegt bleh sem ég í sannleika sagt nennti varla að hlusta á. Þessi fer ekki aftur í spilun en fær samt aðeins hærri einkunn en Tago Mago
2
Apr 04 2024
View Album
Gunfighter Ballads And Trail Songs
Marty Robbins
Ég hélt ég fílaði ekki kántrí en vona kántrí er nú bara nokkuð gott. Ætli það sé ekki gamaldagskántrí sem ég fíla frekar en þetta nýmóðins söngl. Þessi plata er alveg líklegt til að vera spiluð aftur ef ég man þá eftir henni. Fínasta stöff alveg hreint.
3
Apr 07 2024
View Album
The Slider
T. Rex
Ég hef ekki mikið hlustað á T. Rex fyrir utan allra þekktustu lögin sem ég hef samt fílað þannig að það var bara gaman að gefa T. Rex smá pláss og uppgötva að þetta er bara fínasta stöff. Ég mun alveg hlusta á þetta aftur. Mjög gott barasta.
4
Apr 08 2024
View Album
The Genius Of Ray Charles
Ray Charles
Þvílíkur snillingur. Ég elska big band tónlist. Ray tekur þarna góð lög og setur upp í big banda tónlistarveislu sem ég mun hlusta á aftur og aftur. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira en þetta. Ray er einhver sem ég hef ekkert svo mikið hlustað á en hann er bara kominn í topp-tónlistarmenn hjá mér.
4
Apr 09 2024
View Album
Rage Against The Machine
Rage Against The Machine
Ég hef ekki lagt það í vana minn að hlusta mikið á Rage Against the Machine og vanalega ekki talið það til míns tónlistarsmekks en ég kemst samt ekki hjá því að komast í algjöran fíling þegar ég hlusta á þau og mér finnst gítarinn hjá Tom Morello bara frábær. Ég held ég hlusti líklega á þessa plötu aftur næst þegar ég er reiður. Fínasti gripur.
4
Apr 10 2024
View Album
Roger the Engineer
The Yardbirds
Þetta var nú bara prýðilegt. Ég hef aldrei hlustað eitthvað sérstaklega á The Yardbirds þrátt fyrir að þaðan megi rekja frægðir Eric Clapton og Jimmy Page (þó hvorugur sé á þessari plötu). Það eru alveg líkur á að ég hlusti á þetta aftur en meiri líkur á að ég reyni frekar að hlusta á Yardbirds plötur með Clapton eða Page.
3
Apr 11 2024
View Album
Happy Trails
Quicksilver Messenger Service
Ég hafði aldrei heyrt um þessa hljómsveit áður og hefði aldrei dottið í hug að hlusta á hana enda ekki mikið fyrir kántrí en svo er þetta bara ekki kántrí. Þetta er bara rokk eins og ég fíla það. Platan var bara hin prýðilegasta plata en það stóð samt ekkert upp úr. Ég myndi sem sagt hlusta á hana aftur en ég mun líklegast ekki muna eftir þeim.
3
Apr 12 2024
View Album
Innervisions
Stevie Wonder
Mér hefur alltaf fundist mjög gaman að hlusta á Stevie Wonder en aldrei hlustað á heila plötu með honum (þetta er svolítið gegnumgangandi með þekktari tónlistarmenn hjá mér virðist vera). Þarna voru kannski ekki neinir rosalegir slagarar en þetta var samt þannig plata að ég mun setja hana á fóninn af og til. Ég sé fyrir mér að hlusta á hana við matarborðið eða í bakgrunni í stofunni. Fínasta áhlustun.
4
Apr 13 2024
View Album
Arrival
ABBA
Sænska bomban. Þarna eru slagarar og minna þekkt lög. Ég fílaði þetta alveg þótt ég muni seint kallast ABBA aðdáandi. Kannski þarf ég að vera í sérstöku stuði til að hlusta á ABBA svo það skori hærra en ég er alveg líklegur til að setja þessa plötu á fóninn ef andinn grípur mig.
3
Apr 14 2024
View Album
Abbey Road
Beatles
Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um að ég sé Stónsari þá verð ég að segja að mér þótti þessi plata bara mjög góð. Temmilegt popp, temmilegt rólegt, temmilegt allt. Ég mun örugglega setja hana aftur í gang seinna þótt ég ætli samt ekki að segja að þetta sé það besta sem ég hef hlustað á. Bara temmilega gott
4
Apr 15 2024
View Album
Fever Ray
Fever Ray
Kannski er það Gautaborgarblætið í mér sem talar en jafnvel þótt ég sé lítið fyrir raftónlist þá fannst mér mjög skemmtilegt að hlusta á þessa tónlist. Ég efsast samt um að ég muni hlusta á þessa plötu aftur. Eiginlega bara af því að ég er lítið fyrir raftónlist og það eru til mun betri listamenn frá Gautaborg.
3
Apr 16 2024
View Album
Chirping Crickets
Buddy Holly & The Crickets
Ég set svona tónlist alltof sjaldan á fóninn. Mér finnst hún svo hressilega skemmtileg þannig að þetta var mjög ferskt þrátt fyrir að vera 70 ára gamalt. Gimsteinn sem ég mun setja aftur á fóninn af og til. Kannski í styttri kantinum en það er samt bara fínt svo maður fái ekki leið.
4
Apr 17 2024
View Album
Frampton Comes Alive
Peter Frampton
Frampton (sem á sama afmælisdag og ég) byrjaði og endaði sinn feril á því að spila Buddy Holly lög. Mjög viðeigandi að hans plata hafi komið beint á eftir Buddy Holly plötu. Glimrandi albúm sem ég get ekki annað en fílað en svo er höfundaréttarvesen þannig að ég fæ ekki að hlusta á allt. Það dregur hana niður í meðalmennsku. Einhverjum þarf ég að refsa fyrir höfundaréttardraslið og af hverju þá ekki stjörnugjöf á algjörlega ótengdri síðu, með athugasemdum skrifuðum á tungumáli sem þeir sem þurfa að átta sig á mistökum sínum geta ekki einu sinni lesið?
3
Apr 18 2024
View Album
Horses
Patti Smith
Mér finnst ekkert mikið til Patti Smith koma. Hún er allt í lagi en mér finnst alltaf talað um hana eins og hún sé í guðatölu. Þetta var allt í lagi albúm sem ég gæti hlustað á aftur en ég mun líklegast alltaf velja mér sjálfur eitthvað annað til að hlusta á af því að ég mun gleyma Patti og þessari plötu.
3
Apr 19 2024
View Album
Station To Station
David Bowie
Ég verð líklega skammaður fyrir þetta en mér hefur aldrei fundist Bowie eitthvað sérstaklega spes. Mér finnst hann ekki leiðinlegur en mér finnst hann heldur ekkert frábær. Í mínum huga er hann frekar meðal sem hefur samt átt nokkur góð lög. Í seinni tíð hefur hann samt unnið á en þetta var samt meðaldót hjá honum. Ólíklegt að ég setji þetta aftur í spilun.
3
Apr 20 2024
View Album
The Stranger
Billy Joel
Þessi plata. Þessi plata. Úff hún er svo frábær. Ég set hana mjög oft á og mun halda áfram að setja hana á. Innihalda kannski ekki allra þekktustu lögin flrá Billy Joel en vel þekkt lög samt sem áður. Hún er bara svo ákkúrat rétta stemmningin svo oft þegar maður er eitthvað að græja og gera.
5
Apr 21 2024
View Album
Os Mutantes
Os Mutantes
Það er alltaf gaman að heyra eitthvað framandi og ferskt og þetta var það svo sannarlega fyrir mig þótt þetta sé alveg hundgamalt efni. Það leiðinlega er bara að mér þótti þetta ekkert spes og ég mun líklegast aldrei setja þetta aftur á fóninn. Ég var samt vongóður þegar ég sá að þeir hituðu einu sinni upp fyrir Gilberto Gil en samt, ekki nógu gott fyrir mig.
2
Apr 22 2024
View Album
Come Away With Me
Norah Jones
Ég reyni að setja tónlist í gang við matarborðið og hef reynt að dreifa svolítið tónlistarstefnum. Ég byrjaði á því út frá mínum fyrstu kynnum við Noruh Jones. Þessi plata var spiluð við matarborðið hjá tengdó í matarboðum sem ég fór í og mér þótti þetta svo þægileg matartónlist að ég ákvað að herma (sem svo þróaðist út í tónlistarstefnukynningu). Þetta er sem sagt plata sem ég set af og til á fóninn, sérstaklega þegar matur er kominn á borðið.
4
Apr 23 2024
View Album
Jagged Little Pill
Alanis Morissette
Ég veit ekki hversu mikið ég hef hlustað á þessa plötu. Ég átti geisladiskinn þegar ég var yngri (og á enn) og hún var virkilega oft í spilun. Svo hvar platan aðeins ofan í skúffu og bara nýlega fór ég að spila hana aftur í tilefni af söngleiknum (sem var því miður mjög illa útfærður á Íslandi) en það var svo gaman að hlusta á plötuna aftur og svo ratar hún á listann og ég varð aftur innilega glaður. Ég mun halda áfram að spila þessa reglulega. Fær 4.5 en ég ýti upp í 5 því þetta kom á besta tíma.
5
Apr 24 2024
View Album
Only Built 4 Cuban Linx
Raekwon
Ég hlustaði á alla plötuna og mér fannst ég næstum því hafa bara verið að hlusta á sama lagið á repeat því þau voru öll eins. Ég skil alveg að fólk finnist svona tónlist skemmtileg en ég er ekki í þeim hópi. Mér hefur alltaf fundist þetta vera svo yfirborðskenndir og útúrkreistir töffarataktar. Alls ekki minn smekkur.
1
Apr 25 2024
View Album
Siembra
Willie Colón & Rubén Blades
Ég skemmti mér lúmskt mikið við að hlusta á salsa tónlist en ég hvorki dansa salsa né hef sökkt mér eitthvað sérstaklega ofan í tónlistarstefnuna. Þannig að ég þekki ekkert mikið til en mikið hressilega fannst mér þetta skemmtileg plata. Hún fer alveg pottþétt aftur í spilun og þá líklegast oft því mig langar bara í meira salsa.
4
Apr 26 2024
View Album
Copper Blue
Sugar
Þrátt fyrir einfalt og þægilegt hljómsveitarnafn þá er þessi tónlist mjög auðgleymanleg. Þetta er bara meðalrokk þar sem ekkert stendur upp úr. Ég myndi líklegast hlusta á þetta aftur en það eru afspyrnulitlar líkur á að ég muni gera það, sérstaklega af því að ég mun pottþétt gleyma þessu sjálfur.
3
Apr 27 2024
View Album
Smash
The Offspring
Ef það er einhver hljómsveit sem er skemmtilegt í skömmtum þá er það Offspring. Mér finnst þetta reyndar þrælskemmtilegt ska-skotið pönk og mun alltaf hlusta á Offspring þegar ég heyri í þeim og jafnvel bara tralla með vinsælustu lögunum en ég mun örugglega aldrei setja þessa plötu á fóninn til að hlusta á í gegn.
3
Apr 28 2024
View Album
The Seldom Seen Kid
Elbow
Ég hafði aldrei heyrt um þetta band þegar ég byrjaði að hlusta á þessa plötu og ég verð bara að segja að Elbow kom skemmtilega á óvart. Mér finnst ég hafa heyrt svona tónlist oft og mörgum sinnum. Ekkert frumkvöðlastarf í gangi en það er bara allt í lagi. Platan rúllar nefnilega bara mjög vel og ég mun líklegast setja hana á aftur við hin og þessi tilfelli því hún er bara afskaplega fín bakgrunnstónlist.
4
Apr 29 2024
View Album
25
Adele
Ég skil alveg af hverju Adele er svona vinsæl og dáð og ég er alveg á þeim vagni. Þetta eru kannski ekki hennar þekktustu lög (fyrir utan Hello) og ég fíla blúsuðu lögin hennar meira en þetta er bara í heildina virkilega þétt plata sem er hægt að spila aftur og aftur í bakgrunni.
4
Apr 30 2024
View Album
Live At The Harlem Square Club
Sam Cooke
Ég væri svo til í að hafa verið uppi á þessum tíma og að búa þá í New York og geta farið á svona skemmtanir. Kannski er ég bara að rómantísera hvernig lífið var á þeim tíma en þetta er bara svo skemmtileg tónlist til að fara og hlusta á, helst á pínulitlum skemmtistað í kjallarholu, hópurinn sitjandi í kringum lítið borð og bara að njóta. Ég set þetta aftur á þegar andinn kemst yfir mig. Ég þarf bara að kaupa mér harða stóla og lítið kringlótt borð.
4
May 01 2024
View Album
Mermaid Avenue
Billy Bragg
Mér finnst ég kannast voðalega mikið við þetta nafn en ég hef bara aldrei hlustað á hann og er alveg pottþétt að rugla einhverjum nöfnum saman. Þetta var nú samt bara prýðilegasta tónlist en það situr samt ekki mikið eftir. Ég sem sagt gæti alveg hlustað á hana aftur en ég mun líklegast ekki muna eftir plötunni og þar af leiðandi ekki setja hana á sjálfur.
3
May 02 2024
View Album
Vivid
Living Colour
Þessir gaurar virðast vera ofboðslega hressir og uppfullir af sjálfum sér sem er stundum gott ef maður hefur efni á því. Þessir eru samt svo mikið miðjumoð að það er engin sjálfsdýrkunarinneign. Ég mun ekki sjálfur sækjast eftir að hlusta á þá en ég myndi alveg hlusta á þá ef þeir væru í útvarpinu eða eitthvað.
3
May 03 2024
View Album
The Nightfly
Donald Fagen
Ég hafði ekki spáð í hvort einhver úr Steely Dan hefði farið í sólóferil en þarna er hann svo og ég þekkti meira að segja I.G.Y. en hafði aldrei tengt það við Steely Dan. Þetta var bara hin fínasta plata og ég sé alveg fyrir mér að ég setji þessa aftur á fóninn. Pínu djass, pínu (ekki mikið) stuð.
4
May 04 2024
View Album
Live At Leeds
The Who
Ég er með pínulitla fordóma fyrir tónleikaupptökum þegar ég veit að það eru tónleikaupptökur en svo þegar ég hlusta á tónlistarupptökur eða er ekki að pæla í því þá skemmti ég mér konunglega og það var ákkúrat þannig með Live At Leeds. Þetta eru tónleikar sem ég hefði viljað vera á. Gott stöff sem ég er alveg líklegur til að setja aftur á ef ég kemst yfir fordómana mína.
4
May 05 2024
View Album
Virgin Suicides
Air
Þetta er fínasta ljúfmetispopp sem ég hef ekkert á móti því að hlusta á en ég mun líklegast ekki setja þá á fóninn af því að ég mun ekki muna eftir þeim (þótt þeir séu nú nokkuð þekktir). Samt ekkert út á plötuna að sakast, bara ekki það sem ég fíla nógu mikið til að setja ekki eitthvað annað á í staðinn.
3
May 06 2024
View Album
Stephen Stills
Stephen Stills
Aftur lendi ég í því að hafa hlustað á grúppu frekar en einstaka meðlim og átta mig á því að ég hef misst af miklu. Þessi plata er mjög ljúf og mun vera spiluð aftur á mínu heimili í réttum aðstæðum. Hugljúf hlustun
4
May 07 2024
View Album
If I Should Fall From Grace With God
The Pogues
Ég þekkti Pogues bara í gegnum jólalagið þeirra sem er fínasta lag en svo oft spilað að ég fæ alveg grænar bólur og hef því ekki kynnt mér Pogues eitthvað nánar. Svo kemst ég bara að því að þetta er svona líka hressandi írsk drykkjutónlist sem er með betri drykkjutónlist sem hægt er að hlusta á. Þetta fer aftur á fóninn og líklegast aðrar plötur með þeim (svo ég sleppi við þetta ofspilaða jólalag).
4
May 08 2024
View Album
At Folsom Prison
Johnny Cash
Svona á að gera kántrítónlist. Ég er algjör Cash-aðdáandi þótt ég sé ekki mikið fyrir kántrí. Hann gerir það bara svo skemmtilega vel án yfirlætis. Bara einlægur tónlistarmaður og það heyrist einmitt á þessari plötu þegar hann fer óvart að hlæja inni í miðju lagi. Ég fíla það. Gerir þetta að miklu betri upplifun að hlusta á og ég mun halda áfram að hlusta á Johnny Cash, aftur og aftur.
4
May 09 2024
View Album
Abattoir Blues / The Lyre of Orpheus
Nick Cave & The Bad Seeds
Nick Cave & The Bad Seeds hefur allt sem ég óska mér, blússkotið rokk með góðum textum í góðum flutningi. Samt er eitthvað sem ég hef aldrei getað sett puttann á sem veldur því að mér finnst þetta ekkert sérlega skemmtilegt. Það eru einstaka lög sem ég get hlustað á en það eru einhverjir fordómar sem fá mig til að hugsa: "Æjnei! Ekki Nick Cave". Kannski þarf ég bara að komast yfir það og byrja að njóta en þangað til eru það smáskammtar. Gef þrjár störnur því ég mun reyna að hlusta á meira og reyna að komast í stuð því ég ætti að fíla þessa tónlist í botn.
3
May 10 2024
View Album
Gentlemen
The Afghan Whigs
Þetta fannst mér nú ekki neitt sérlega merkilegt band og skil ekki af hverju það er á þessum lista. Þetta er ekki beint leiðinlegt og textarnir stundum skemmtilegir en mér fannst þeir heldur ekki góðir. Væbið sem ég fékk var að þetta væri svona bílskúrspabbaband sem verður aldrei meira en það.
2
May 11 2024
View Album
Made In Japan
Deep Purple
Það hefur verið algjörlega truflað að fara á þessa tónleika og það var algjörlega æðislegt að hlusta á þessa plötu. Þetta varð fljótt ein besta tónleikaplata sem ég hef heyrt. Þótt hún sé 2 tímar er ég búinn að hlusta á hana tvisvar. Súpergott.
5
May 12 2024
View Album
The Age Of The Understatement
The Last Shadow Puppets
Þetta var böggandi áhlustun. Ekki af því að tónlistin var svo leiðinleg heldur að mér fannst allan tímann eins og ég ætti að þekkja þessa hljómsveit því ég hef hlustað á mjög svipuð lög og svipaða rödd mörgum sinnum en ég hafði aldrei heyrt um þessa hljómsveit. Á endanum las ég mér til og komst að því að þetta er hobbýverkefni söngvara Arctic Monkeys og þá áttaði ég mig á því af hverju ég kannaðist svona við þetta. Ég myndi líklegast alltaf setja Arctic Monkeys á í staðinn en þetta var samt ekki leiðinlegt.
3
May 13 2024
View Album
More Songs About Buildings And Food
Talking Heads
Þetta er nú bara allt í lagi tónlist þó svo að ég fái enga sérstaka ánægju út úr því að hlusta á hana. Platan flýtur bara í gegn og svo þegar hún er búin mun ég líklegast aldrei setja hana á aftur. Ég mun nefnilega aldrei finna mér ástæðu til að hlusta á Talking Heads. Meh!
3
May 14 2024
View Album
Blunderbuss
Jack White
Eins og með svo margar góðar hljómsveitir þá hef ég ekki kynnt mér sólóferil einstakra hljómsveitarmeðlima. Ég hef reyndar ekki fylgst eitthvað sérstaklega með White Stripes þó svo að mér hafi fundist skemmtilegt að hlusta á þau. Það ætti því ekki að koma á óvart að ég hafi ekki hlustað á sólóplötu með Jack White. Núna er ég búinn að því og hún var bara meðaldæmi eitthvað.
3
May 15 2024
View Album
Here's Little Richard
Little Richard
Ég er alltaf til í að hlusta á svona tónlist. Kannski er ég bara gömul sál fædd á röngum tíma en ég kemst í góðan fíling og er mjög líklegur til að setja þetta aftur á fóninn af og til. Mig langar meira að segja til að kaupa þessa plötu á vínyl þó svo að ég eigi ekki einu sinni plötuspilara, bara af því að mig langar í stemninguna
4
May 21 2024
View Album
B-52's
The B-52's
Alveg frá því að B-52's komu fram í Flintstones myndinni fyrir löngu síðan hef ég haft smá veikan blett fyrir þeim. Ekki að ég haldi eitthvað mikið upp á Flintstones eða þau en ég hef gaman að stílnum þeirra. Það voru því ömurleg vonbrigði að fá aðeins aðgang að tveimur lögum á plötunni þökk sé höfundaréttarbulli (þótt eitt af þeim sé Rock Lobster sem ég set oft í gang þegar ég kemst í Family Guy stuð). Ég held því áfram að refsa á íslensku á algjörlega ótengdri síðu en í þetta sinn með sorg í hjarta.
1
May 22 2024
View Album
Black Metal
Venom
Ég hef aldrei hlustað á Venom áður og setti þetta hugsunarlaust í gang. Skömmu síðar hugsaði ég svo hvað þetta væri hrikalega mikið að reyna að vera thrash metal en væri samt ekkert á við bestu böndin á því sviði. Svo sá ég hvenær þetta kom út og áttaði mig á þetta band er ekki að reyna að herma heldur ruddi líklegast brautina. Það er samt ólíklegt að ég muni muna eftir þeim og setja þá aftur á fóninn. Frekar hlusta ég á þá sem eltu Venom.
3
May 23 2024
View Album
Exile In Guyville
Liz Phair
Þetta var nú bara allt í lagi indie rokk en ekkert eitthvað stórkostlegt. Þetta ætti þess vegna bara að enda einhversstaðar í miðjunni því ég er ólíklegur að muna eftir þessu. Aftur á móti fær þetta einni stjörnunni minna vegna höfundaréttarvesens á örfáum lögum á plötunni. Búúúú!
2
May 24 2024
View Album
Live / Dead
Grateful Dead
Ég þekkti John Perry Barlow sem var einn af textahöfundum Grateful Dead en þrátt fyrir það hef ég ekkert mikið verið að hlusta á þá. Tónlistin þeirra er vanalega mjög fín og þægileg í hlustun. Þessi plata er samt full af einhverju sem hefði alveg mátt sleppa (til dæmis var Feedback afskaplega leiðinlegt lag). Svo eru engir textar á þessari plötu eftir Barlow þannig að ég hef ekki mikið á samviskunni að lækka hana niður í 2 stjörnur því ég mun ekki setja hana á út af þessum tilraunalögum.
2
May 25 2024
View Album
Natty Dread
Bob Marley & The Wailers
Bob Marley hefur verið í sókn á ný, örugglega út af nýju heimildarmyndinni um hann. Það er samt ekki hægt annað en að fíla þessa tónlist. Þessi plata fer aftur á fóninn það er alveg bókað ásamt öðrum plötum með Marley.
4
May 26 2024
View Album
Back At The Chicken Shack
Jimmy Smith
Þetta kom hressilega vel á óvart. Ég þekkti ekki til Jimmy Smith áður en ég byrjaði að hlusta en varð samstundis mjög hrifinn og þökk sé skemmtilegu nafni á plötunni mun ég muna eftir henni og þar af leiðandi setja hana aftur á. Ég fílaði þetta allaveganna mjög mikið.
4
May 27 2024
View Album
Are You Experienced
Jimi Hendrix
Örvhenta gítargoðið hefur allt till brunns að bera sem ég fíla en líka það sem ég fíla ekki. Ég hef áttað mig á að ég er lítið fyrir svona tilraunakennda tónlist sem leitar að hljóm í allskonar einhverju. Þegar Hendrix heldur sig innan þess sem hann er góður í er hann virkilega frábær. Ég mun setja hann oft á fóninn en líklegast verður hann ekki fyrsta val.
3
May 28 2024
View Album
Hunky Dory
David Bowie
Nú mun ég uppskera vandlætingarsvip frá einhverjum með því að viðurkenna að oft á tíðum finnst mér David Bowie frekar leiðinlegur tónlistarmaður nema einstaka lög sem mér hafa þótt skemmtileg. Þannig að ég hef ekki lagt það á mig að hlusta á hann en svo kemur þessi plata og hún er bara stórgóð. Ég hef örugglega misst af miklu með þessum fordómum mínum. Ég er greinilega þessi leiðinlegi.
4
May 29 2024
View Album
Sunshine Superman
Donovan
Ég bjóst við algjöru psækadelísku rokki sem ég myndi ekki fíla þegar ég sá plötuumslagið en svo var þetta bara fínasta plata sem ég gat alveg hlustað á. Ég ætti að reyna að muna eftir henni til að reyna að spila aftur síðar en ef ég á að vera alveg hreinskilinn eru ekki miklar líkur á því.
3
May 30 2024
View Album
Chicago Transit Authority
Chicago
Heyrðu, heyrðu, heyrðu! Ég hef hlustað á þessa hljómsveit áður án þess að í rauninni vera eitthvað að spá í henni eða að leggja mig fram við að hlusta á hana... en hún var líka svona bara frábær þessi plata að undanskildu einu lagi, Free Form Guitar, sem dregur hana niður um eina stjörnu af því að mér fannst það bara ekki passa inn á plötuna. Hún hefði annars fengið fullt hús stiga.
4
May 31 2024
View Album
Unhalfbricking
Fairport Convention
Ég hafði bara aldrei heyrt um þetta band áður en ég byrjaði að hlusta á plötuna og við hlustun komst ég líka að því að ég hef bara aldrei hlustað á eitt lag. Þetta var nú samt bara hin prýðilegasta plata þótt hún standi samt ekkert voðalega upp úr. Ef ég þekki sjálfan mig mun ég samt gleyma henni þótt ég væri alveg til í að setja hana aftur á. Lendir því í meðalflokki.
3
Jun 01 2024
View Album
Beauty And The Beat
The Go-Go's
Þetta var mjög fín plata þótt ég muni merkja hana sem meðalplötu. Það er líklegast bara af því að hún er það gleymanleg að ég mun aldrei setja hana aftur á nema að andinn komi skyndilega yfir mig og ég muni eftir þeim. Það var sem sagt ekkert að þessu annað en að ég mun gleyma þeim fljótt.
3
Jun 02 2024
View Album
Peter Gabriel 3
Peter Gabriel
Ég veit ekki hvað það en Peter Gabriel er alveg fínn tónlistarmaður með fínustu lög en þau eru samt voðalega auðgleymanleg. Eini möguleikinn fyrir mig til að setja þetta á er ef ég kemst í Genesis-stuð en þá set ég bara Genesis á frekar en hann þannig að þessi hverfur í meðalmennskuna.
3
Jun 03 2024
View Album
Third
Soft Machine
Þetta hafði allt til brunns að bera til að vera skemmtilegt en svo var þetta bara ekki skemmtilegt. Ég fílaði ekki tempóið í djassinum og svo voru aðeins of miklar tilraunir til að fíla á svona plötu. Ég hefði alveg örugglega fílað þetta í einhverjum jam-djassklúbb en ekki á plötu. Nei takk.
2
Jun 04 2024
View Album
Ill Communication
Beastie Boys
Ég hef ekki verið mikið fyrir rapp en rokkskotið rapp er samt alveg eitthvað sem ég fíla alveg síðan Quarashi var og hét. Ég fílaði einmitt þessa plötu en mun samt líklegast aldrei setja hana á af sjálfsdáðum. Þetta er ekki eitthvað sem mér dettur í hug að hlusta á nema bara eitt og eitt lag. Samt gott stöff með góðum smellum.
3
Jun 05 2024
View Album
Penance Soiree
The Icarus Line
Þó svo að ég sé rokkari í hjartanu þá er þetta ekki rokk sem mér finnst eitthvað spes. Algjört meðalmoð sem mun líklegast aldrei fara aftur á fóninn hjá mér. Ég verð fljótur að gleyma þeim. Sko, ég er meira að segja búinn að gleyma þeim núna strax. Aðeins verra en miðjuplötur.
2
Jun 06 2024
View Album
Brown Sugar
D'Angelo
Þetta varð allt annað en það sem ég bjóst við að ég væri að fara að hlusta á. Ég bjóst við einhverri hörmung en svo var þetta bara allt í lagi þó svo að þetta hafi verið svolítið svona 90s kvennabósalegt. Ég mun líklegast ekki setja hana aftur á en það var samt allt í lagi að hlusta.
3
Jun 07 2024
View Album
Zombie
Fela Kuti
Ég var mjög hrifinn af þessari plötu. Ég mun pottþétt setja hana aftur á og hlusta oft og mörgum sinnum á hana. Ég myndi gefa henni fjórar og hálfa stjörnu ef ég gæti af því að mér finnst ég þurfa nokkrar hlustanir í viðbót til að komast upp í 5 en þetta var barasta mjög gott stöff.
4
Jun 08 2024
View Album
Siamese Dream
The Smashing Pumpkins
Einu sinni fannst mér Billy Corgan alveg afskaplega leiðinlegur áheyrnar. Svona vælukjói í rokkhljómsveit. Svo varð ég fullorðinn of byrjaði að hlusta almennilega á Smashing Pumpkins og þetta er núna orðið band sem ég set mjög reglulega á fóninn. Frábært stöff. Heimskur ég í gamla daga.
5
Jun 09 2024
View Album
Heartattack And Vine
Tom Waits
Ég kynntist Tom Waits fyrst þegar hann fór með ljóð í upphafi Hullabaloo tónleikum Muse. Þá fannst mér hann töff. Svo hlustaði ég á þessa plötu og fannst hann flottur í upphafi en fékk svo smá leið. Þurfti að taka pásu og þegar ég hélt áfram að hlusta var hann orðinn töffari aftur.
4
Jun 10 2024
View Album
Liege And Lief
Fairport Convention
Þarna kemur hún aftur, hljómsveitin sem er bara mjög fínt að hlusta á en ég hafði aldrei heyrt um áður. Síðast þekkti ég mig ekki nógu vel því ég setti hana í meðalflokk af því að ég bjóst ekki við að setja hana aftur á en svo gerði ég það bara skömmu síðar og nú er komin enn önnur sem ég get sett á. Hækkar því í 4 stjörnur.
4
Jun 11 2024
View Album
The Man Machine
Kraftwerk
Ég er ekki mikið fyrir raftónlist en þegar ég er fyrir raftónlist þá er það nokkuð líklegt að ég setji Kraftwerk á og þarna eru slagarar sem ég þekki vel til og raula með vélmennarödd við. Ég mun samt ekki setja þetta á fóninn held ég en þetta er ekki rusl. Meðalplata kannski en væri örugglega frábær plata fyrir meiri raftónlistaraðdáendur
3
Jun 12 2024
View Album
Songs In The Key Of Life
Stevie Wonder
Þetta var löng plata en stórkostlega gaman að hlusta á hana. Ég efast um að ég muni nokkurn tímann ná að hlusta á hana í heild sinni þar sem hún svona löng en ég mun alveg pottþétt setja hana á og hafa hana í bakgrunni. Þetta er nefnilega algjört gæðaefni.
4
Jun 13 2024
View Album
All Hope Is Gone
Slipknot
Nú ætla ég að hljóma eins og eitthvert gamalmennið. Þetta er nú aldeilis reiðir piltar. Óháð því fíla ég alveg Slipknot en þessi rosalega reiði verður pínulítið leiðinlegt til lengdar þannig að ég er ekki líklegur til að setja plötu með þeim á þótt ég muni af og til hlusta á eitt og eitt lag með þeim.
3
Jun 14 2024
View Album
Headquarters
The Monkees
Þegar ég hugsa um The Monkees hugsa ég um nestisboxið hennar Marge Simpson. Ég man samt ekki hvað það var en það var eitthvað verið að setja út á þá sem lagahöfunda og flytjendur en svo áttu þeir bara að vera stemmingin. Ég finn alveg stemmninguna og það var gaman að hlusta á svona spjall og raul á þessari plötu sem var samt heldur löng og ég set hana örugglega ekki aftur þótt það sé ekkert að henni.
3
Jun 15 2024
View Album
MTV Unplugged In New York
Nirvana
Þvílíkt band sem Nirvana var. Ég skil vel af hverju þeir urðu svona stórir og þetta eru alveg frábærir tónleikar. Ég fílaði þetta þótt það hafi verið einstaka spjall og svona, mér fannst ég bara vera á tónleikunum. Fullt hús stiga fyrir þessa frammistöðu þótt ég muni seint teljast Nirvana aðdáandi.
5
Jun 16 2024
View Album
Remain In Light
Talking Heads
Þetta var fínasta plata en ég varð samt ekki mikið hrifnari af Talking Heads eftir að hafa hlustað. Fyrir fannst mér hún bara fínasta hljómsveit sem ég hafði ekki mikinn áhuga á að hlusta á nema í útvarpi. Held mig við útvarpshlustun
3
Jun 17 2024
View Album
Come Find Yourself
Fun Lovin' Criminals
Þetta kom hressilega á óvart. Ég þekkti Scooby snacks lagið þeirra og titillag hljómsveitarinnar svo kemur bara í ljós að þetta er svkna líka gott stöff. Ég setti hana eiginlefa strax aftur í gang. 4.5 stjörnur en ætla að setja niður í 4 því ég veit ekki enn hvort það er af því að þetta var ferskleikinn sem spilaði inn í hvað ég fílaði plötuna eða að þetta sé svona mikið gæðaefni.
4
Jun 18 2024
View Album
Doggystyle
Snoop Dogg
Nú er ég ekki mikið fyrir rapp en samt finnst mér gaman að sumu. Til dæmis voru Fun Lovin' Criminals rappskotið fjör sem ég fílaði mikið. Snoop Dogg er svo 90s rapp sem ég hef gaman af að hlusta á. Það er ekki svo slæmt þannig séð þótt ég muni eflaust aldrei láta mér detta það í hug að setja það á. Þetta fengi 2.5 stjörnur en ég hífi Snoop upp í 3 fyrir að vera stórskemmtilegur karakter.
3
Jun 19 2024
View Album
Nevermind
Nirvana
Þvílík veisla. Ég skil af hverju Nirvana urðu svona stórir því þetta er frábær plata. Ef ég hefði ekki verið nýbúinn að hlusta á tónleikana þeirra á MTV unplugged hefði þetta verið 5 stjörnur en ég ætla að setja þetta í 4 bara til að draga fram tónleikana enn betur
4
Jun 20 2024
View Album
Femi Kuti
Femi Kuti
Þarna kemur aftur þessi gaur sem ég hlustaði á og fílaði í botn og ákvað að ég myndi hlusta á hann aftur og aftur og svo gleymdi ég honum. Sem betur fer kom önnur plata og hún var alveg jafn hressilega fersk og spennandi. Núna mun ég hlusta á hann oftar. Bannað að gleyma!
4
Jun 21 2024
View Album
Make Yourself
Incubus
Kröftug hljómsveit sem ég ætti að hlusta meira á en hef bara látið útvarpshlustun nægja hingað til. Þau verða reyndar smá endurtekningarglöð, þ.e. lögin eru mjög eins en ekkert leiðinlegt þannig. Ég býst ekki við að ég muni setja þetta oft á fóninn þannig að þetta lendir í miðjumoði.
3
Jun 22 2024
View Album
Ramones
Ramones
Það er alltaf gaman af smá pönki og þetta er hæfilega löng pönkplata. Ég var kominn með smá leið á henni undir lokin en það var samt hressandi að hlusta á plötuna. Ég set hana eflaust aldrei aftur í heild sinni í gang en ég mun spila eitt og eitt pönklag af og til og komast í stuð.
3
Jun 23 2024
View Album
Tical
Method Man
Vúff hvað þetta var leiðinlegt. Ekki alslæmt en bara leiðinlegt. Ég mun aldrei setja þetta aftur á og skipti líklegast um útvarpsstöð ef þetta myndi koma í útvarpið. Ég beið samt ekki eftir því að platan myndi klárast sem togar hana upp í 2 stjörnur.
2
Jun 24 2024
View Album
Nebraska
Bruce Springsteen
Þetta er plata sem inniheldur kannski ekki hans þekktustu lög en þetta er samt frábær plata. Mjög ljúf og fín til að hafa í bakgrunninum og ég held ég muni setja hana á af og til þegar mig langar í rólega stemmningu. Frábær plata sem ég hafði aldrei hlustað á áður.
4
Jun 25 2024
View Album
Debut
Björk
Einu sinni þekkti ég stelpu sem elskaði Björk og ég skildi ekki af hverju því mér fannst hún svo leiðinleg. Líf mitt hefur litast af þeirri skoðun síðan en þetta er samt bara alveg mjög góð plata, segi éf þótt ég sé Íslendingur
4
Jun 27 2024
View Album
Darklands
The Jesus And Mary Chain
Ég hafðu aldrei heyrt um þetta band áður en ég hlustaði á þessa plötu og þótt bandið og tónlistin sé mjög ljúf og þægileg áheyrnar þá mun þessi hljómsveit fljótt falla í gleymsku meðalmennskunnar
3
Jun 28 2024
View Album
Violator
Depeche Mode
Eins lítið og ég er fyrir raftónlist þá fíla ég Depeche Mode alveg og get alveg ímyndað mér að setja það aftur á fóninn. Reyndar finnst mér vanalega einhver cover af lögunum þeirra góð en þá má maður alveg líka leyfa sér að hlusta á upprunalegu útgáfuna líka þótt hún sé raftónlist
4
Jun 29 2024
View Album
Hounds Of Love
Kate Bush
Ég var frekar spenntur fyrir þessari plötu þegar ég sá hana á listanum og hún var mjög skemmtileg en fór stundum yfir í aðeins of mikla tilraunamennsku til að ég væri nægilega ánægður með hana. Minni tilraunamennska og hún hefði farið einni stjörnu ofar. Myndi vera í 3.5 en dreg hana niður fyrir leiðinlegu tilraunamennskuna.
3
Jun 30 2024
View Album
The Number Of The Beast
Iron Maiden
Algjör veisla. Þetta fer af og til á fóninn og mun halda því áfram um ókomna tíð þegar mig langar að komast "in the zone". Þetta er bara rokktónlist sem gamli karlinn ég fíla. 5 stjörnur bara af því að ég fíla þetta svo mikið. Gjafmilt stuð í dag.
5
Jul 01 2024
View Album
Kind Of Blue
Miles Davis
Þegar ég byrjaði jazz-fasann minn var ég fljótur að finna þessa plötu og hún er eiginlega go to platan mín fyrir jazzfíling. Ég hef sett hana á og leyft henni að malla í bakgrunninum og ég mun halda því áfram. Algjört meistaraverk sem fær fimm stjörnur. Vúss!
5
Jul 03 2024
View Album
Raw Power
The Stooges
Iggy þekki ég en hef eiginelga aldrei hlustað á Stooges og þeir eru að mínu mati ekkert voðalega spes. Kannski voru þeir ögrandi og framúrstefnulegir á sínum tíma en mér fannst þetta algjör meðalmennska og mun fljótlega gleyma þessari plötu sem stóð 0 upp úr.
3
Jul 04 2024
View Album
Wonderful Rainbow
Lightning Bolt
Loksins! Loksins er þetta eyrnaangur búið. Þetta var ömurlega leiðinlegt og mér var eiginlega bara bumbult við að hlusta á þetta. Það virtist leynast ágætist tónlistargeta á bakvið allt en þetta ömurlega er bara svo yfirgnæfandi og leiðinlegt að ég vil aldrei þurfa að hlusta á þetta aftur.
1
Jul 05 2024
View Album
The Rise & Fall
Madness
Madness er fjörug hljómsveit. Smá ska. Smá hressleiki. Ég hef hlustað af og til á eitt og eitt lag en aldrei heila plötu. Þetta var reyndar ekki heil plat heldur. Höfundaréttur kom í veg fyrir það. Það virðist samt vera á viðbótarlögum sérstakrar útgáfu frekar en sjálfri plötunni þannig að ég dreg ekki jafnmikið niður.
3
Jul 06 2024
View Album
Blackstar
David Bowie
Þetta er bara hin prýðilegasta plata með David Bowie. Ég hef aldrei verið mikill aðdáandi þótt ég hafi alveg hlustað oft og mörgum sinnum á hann. Ég held að það muni koma í veg fyrir að ég hlusti á þessa plötu aftur en ég var samt hrifinn af henni.
3
Jul 07 2024
View Album
Automatic For The People
R.E.M.
R.E.M. býr til þessa líka prýðilegu plötu sem ég mun reyna eftir fremsta megni að muna eftir að setja á af og til. Ég fíla þá og hálfpartinn skammast mín fyrir hversu sjaldan ég spila plötur með þeim. Þessi fengi 3.5 stjörnur en ég í skömmustu minni toga hana upp í 4
4
Jul 08 2024
View Album
Shalimar
Rahul Dev Burman
Þetta var virkilega frískandi plata. Bollywood kvikmyndatónlist sem lætur mig vilja horfa á myndina bara til þess að geta notið tónlistarinnar betur. Ég komst í gott stuð við þetta og mun örugglega setja þetta aftur á við gott tækifæri. Þrátt fyrir það set ég hana í meðalmennskuflokk af því að mig grunar að ég muni gleyma henni.
3
Jul 09 2024
View Album
Back In Black
AC/DC
Ef það er einhver hljómsveit og einhver plata sem kemur manni í gott stuð þá er það AC/DC og Back in Black. Þetta er algjört meistaraverk. Ég þurfti svo mikið á þessari plötu að halda ákkúrat núna að ég get ekki annað en gefið henni fimm stjörnur. Takk fyrir að keyra mig í gang.
5
Jul 10 2024
View Album
The Stooges
The Stooges
Fyrir ekki svo löngu poppuðu The Stooges upp og mér fannst þeir bara vera meðalband. Ekkert sem stóð upp úr. Svo kemur þessi plata og þá komst maður í gírinn. Þriðja lagið, We Will Fall, var samt frekar leiðinlega langt fyrir það sem það var og dregur þá niður. Set hana samt örugglega aldrei aftur í spilun. Það þýðir meðalmennska.
3
Jul 11 2024
View Album
Colour By Numbers
Culture Club
Ofboðslega gaman að fá smá Culture Club skammt en mikið rosalega eru lögin þeirra mikil endurtekning á sömu frösunum aftur og aftur og aftur. Maður vissi allaveganna hvaða lag maður var að hlusta á
3
Jul 12 2024
View Album
Vespertine
Björk
Af því að ég var með Bjarkarfordóma hef ég ekkert hlustað á plöturnar hennar en svo hlusta ég á þessa og hún kemur mér líka svona frábærlega á óvart. Mér fannst mjög gaman og ljúft að hlusta á þessa og set hana örugglega aftur á við tækifæri
4
Jul 13 2024
View Album
Sea Change
Beck
Ég hef ekki mikið hlustað á Beck að undanskildu Loser. Eins kjánalegt og það ee að segja það, þá er það vegna þess að mér hefur fundist hann vera svona tilgerðarlegur hippatöffari. Ekki mín týpa en svo er þessi plata bara alveg frábær. Ætla að reyna að hlusta á hana aftur við tækifæri
4
Jul 14 2024
View Album
Gold
Ryan Adams
Ég sá þennan listamann og hugsaði: "Hét hann ekki Brian Adams, hef ég misskilið í allan þennan tíma?" Þetta er ekki Brian. Þetta er annar listamaður sem er samt bara mjög góður. Smá blús, smá þjóðlagaívaf. Ég set hann aftur í spilun þótt platan sé helst til of löng.
4
Jul 15 2024
View Album
Second Toughest In The Infants
Underworld
Það kemur mér á óvart að ég einhvern veginn bæði elska svona tónlist og hata hana. Sum lögin koma mér í algjört stuð á meðan önnur eru algjör kvöl og pína að hlusta á. Þannig að ég rokka alveg á milli en mun aldrei setja þetta aftur á þótt inn á milli séu lög sem mér fannst mjög skemmtileg.
2
Jul 16 2024
View Album
The Velvet Underground
The Velvet Underground
Þetta var skrítin plata. Bæði ljúf en líka furðuleg. Til dæmis var skrítið og erfitt að reyna að hlusta á morðgátulagið þar sem var verið að syngja (eða tala) tvo mismunandi texta á sama tíma. Þetta hefur verið framúrstefnulegt og tilraunakennt á sínum tíma en ég ætla bara að smella henni í miðjuna fyrir ljúfmetið á plötunni.
3
Jul 17 2024
View Album
Queen Of Denmark
John Grant
Ég þekki auðvitað til Johns sem nýs Íslendings og mér finnst mörg lögin hans mjög áhlustunarvæn. Þægileg og róleg og stundum fínir textar. Mér finnst þau samt oft á tíðum vera mjög lík. Á þessari plötu er reyndar meiri fjölbreytni en ekkert sem mun fá mig til að hlusta á John nema bara í útvarpinu.
3
Jul 20 2024
View Album
Rocks
Aerosmith
Ég kynntist Aerosmith fyrst í gegnum Run DMC og svo í gegnum myndina Armageddon. Það var svo ekki fyrr en ég heyrði Dream on mörgum árum síðar og í rauninni uppgötvaði og fílaði hljómsveitina þá. Þetta er plata með lögum sem ég fíla. Hún er nægilega stutt til að keimlík lögin verði ekki of mikil endurtekning. Ég hefði samt viljað fá Dream on.
3
Jul 26 2024
View Album
Fear Of A Black Planet
Public Enemy
Rapp finnst mér oftast ekkert spes og á þessari plötu voru mjög mörg ekki-spes lög. Hún endaði þó á neglu og ég hafði mjög gaman að innskotunum í lögunum þar sem fólk var að drulla yfir þá. Það bjó til rétta andrúmsloftið um að þeir væru öðruvísi og táknmybd minnihlutahópa sem er að berjast við ofurefli. Þetta tvennt togar þá upp í tvist
2
Aug 04 2024
View Album
Fleet Foxes
Fleet Foxes
Ég kynntist þessu bandi eiginlega í gegnum kóraflutning á bara einu af lögunum þeirra. Virkilega flott lög og það var ánægjulegt að hlusta á þessa plötu. Hún býr til skemmtilega vellíðan og fer alveg pottþétt aftur á fóninn til að skapa rólegheitastemmningu.
4
Aug 18 2024
View Album
The Real Thing
Faith No More
Þetta er nú bara alveg prýðileg plata. Epic er náttúrulega epic lag og svo var þetta virkilega gott cover af War pigs. Ég efast samt um að ég muni setja hana aftur á þótt mér hafi þótt hún mjög góð. Það er eiginlega bara af því að ég mun líklegast gleyma henni að frátöldum þessum tveimur lögum.
3
Aug 20 2024
View Album
Physical Graffiti
Led Zeppelin
Þetta var alveg hreint frábær plata. Ég hef elskað Kashmir alveg frá því að Godzilla bíómyndin var gefin út og ég heyrði gítarriffið í fyrsta sinn. Platan er kannski fulllöng og verður þannig smá þreytt. Ég hefði frekar viljað tvær styttri fullkomnar plötur.
4
Aug 21 2024
View Album
There's No Place Like America Today
Curtis Mayfield
Ljúfir tónar frá tónlistarmanni sem ég þekki nafnið á en hef ekkert hlustað á fyrr en núna og ég fílaði það sem ég heyrði. Þetta var alveg mjög gott stöff. Þessi plata fer aftur í spilun.
4
Aug 22 2024
View Album
Red Headed Stranger
Willie Nelson
Heyrðu mig nú. Ég taldi mig alltaf vera lítið hrifinn af kántrý að frátöldum Johnny Cash og svo kemur þessi plata og þá er ég bara líka kominn í Willie Nelson liðið. Þetta var mjög fín tónlist til að hafa í bakgrunni. Vel gerð og ég ætla að reyna að muna eftir henni og setja hana aftur á.
3
Aug 23 2024
View Album
Music For The Jilted Generation
The Prodigy
Þó svo að ég hlusti vanalega ekki á svona tæknidansiballatónlist þá finnst mér mjög gaman að hlusta á Prodigy. Það er eitthvað sem gerir tónlistina þeirra þannig að maður kemst í blússandi stuð. Þetta er bara virkilega vel gerð tónlist.
4
Aug 24 2024
View Album
Diamond Life
Sade
"Ahhh! 'Sade'."
"Yeah, but that's Liz's!"
"Yeah, but she did dump you."
Þetta var mjög fín plata sem ég mun reyna að setja aftur á við en ég býst samt ekki við að ég muni muna eftir henni þegar þar að kemur.
3
Aug 27 2024
View Album
Your Arsenal
Morrissey
Morrissey er mjög fínn til að hlusta á en ég fæ samt sem áður leið á að hlusta á hann og lögin verða auðgleymanleg þannig að ég held ég muni ekki setja svona plötu á aftur þótt ég myndi ekki mótmæla því að einhver annar setji hana á.
3
Aug 29 2024
View Album
Shadowland
k.d. lang
Þetta voru kósý rólegheit með smá kántrýívafi. Ég fílaði þetta en það er samt ólíklegt að ég muni muna eftir þessu og setja plötuna aftur á. Mér fannst þetta samt alveg prýðilegt dæmi.
3
Aug 30 2024
View Album
The Gershwin Songbook
Ella Fitzgerald
Eins manns roadtrip frá Boston til New Jersey var fullkominn tími til að hlusta á þessa plötu. Hún er frekar löng. Ok. Mjög löng. Þrír klukkutímar og verður svolítið endurtekningarsöm en í réttum fíling eibs og ég var í bílferðinni er hún frábær. Ég set hana örugglega aftur á en þá aldrei í heild sinni og síðasta disknum má alveg sleppa
3
Aug 31 2024
View Album
From Elvis In Memphis
Elvis Presley
Seinni hluti þessarar plötu var súper. Byrjunin fékk mig til að hugsa: "Er þetta Elvis eða setti ég ranga plötu í spilun?" Samt góð lög og frábær endir með algjörum smellum. Mun samt eflaust gleyma henni
3
Sep 01 2024
View Album
Sincere
Mj Cole
Þetta fannst mér afskaplega leiðinleg plata. Ég skil af hverju fólk gæti fílað hana og ég gæti alveg hlustað á eitt og eitt lag en þetta var alltof löng plata af auðgleymanlegum og leiðinlegum dansiballalögum
2
Sep 02 2024
View Album
Dummy
Portishead
Mér fannst þetta bara æðislega skemmtileg plata til að hlusta á. Svo skemmtileg að mig langar helst til að halda matarboð svo hún geti fengið að spila í bakgrunninum. Hún myndi búa til rétta andrúmsloftið. Þessi fer aftur í spilun
4
Sep 03 2024
View Album
The Suburbs
Arcade Fire
Arcade Fire er hljómsveit sem ég hef oft og mörgum sinnum hlustað á í útvarpi og hugsað með mér að ég þurfi að hlusta á plötu frá þeim en svo alltaf gleymt. Þetta var þess vegna kærkomin plata og hún mun vera spiluð aftur. Núna gleymi ég þeim ekki. Framúrskarandi
4
Sep 06 2024
View Album
Songs Of Love And Hate
Leonard Cohen
Plötur frá Leonard Cohen sem ég hef hlustað á hingað til hafa komið mér á óvart og ég hef fílað þær afskaplega. Þessi var aftur á móti bara allt í lagi. Alls ekki leiðinleg en ég er bara orðinn svo vanur góðu stöffi frá honum að þetta dettur í millistétt
3
Sep 12 2024
View Album
Crosby, Stills & Nash
Crosby, Stills & Nash
Virkilega ljúf og þægileg plata sem ég naut þess að hlusta á. Vil svo mikið að ég hefði getað farið á tónleika með þeim á þessum tíma. Þetta er mitt dæmi og min fara oftar í spilun hjá mér
4
Sep 15 2024
View Album
A Nod Is As Good As A Wink To A Blind Horse
Faces
Ég hafði ekki hugmynd um að Rod Stewart og Ron Wood hafi verið saman í hljómsveit. Fyrir mér hafði Rod alltaf verið sólólistamaður og Ron fæddist inn í Rolling Stones en svo kemur þessi plata og umturnar öllu. Góð plata sem ég mun þurfa að hlusta á aftur
4
Sep 16 2024
View Album
Dusty In Memphis
Dusty Springfield
Þessi var nú hreint ekki svo slæm. Ég mun samt örugglega ekki setja hana aftur á nema ég reyni að muna eftir henni. Ekki að hún sé slæm. Bara auðvelt að gleyma henni
3
Sep 17 2024
View Album
Straight Outta Compton
N.W.A.
Ég skil að þetta hafi hrist rosalega upp í tónlistarheiminum á sínum tíma og mörg af þessum lögum eru bara nokkuð góð þrátt fyrir að þau séu rapplög. Ég mun þó seint setja þetta aftur í spilun
2
Sep 18 2024
View Album
Ctrl
SZA
Byrjar sem rappplata en endar á hugljúfum tónum. Þannig að ég var búinn að missa áhugann áður en ég fattaði að þetta var bara prýðileg plata. Ég mun samt ekki setja hana aftur á fóninn
2
Sep 19 2024
View Album
Histoire De Melody Nelson
Serge Gainsbourg
Vá hvað mér fannst ég alltaf vera að hlusta á sama lagið og sama textann aftur og aftur. Melodí eitthvað eitthvað. Elkert að þessu og væei mjög góð bakgrunnstónlist ef ég man þá eftir þessu sem ég mun ekki gera
2
Sep 20 2024
View Album
O.G. Original Gangster
Ice T
Þessi plata var ekki mikið fyrir mig. Rapp er ekki skemmtileg tónlist í mínum eyrum og mér finnst rapparar vanalega vera með yfirborðskennda stæla. Samt var Ice T af og til fyndinn þannig að húmorinn togar þessa plötu aðeins upp
2
Sep 26 2024
View Album
Different Class
Pulp
Af öllu britpop dæminu fannst mér Pulp alltaf leiðinlegust og hún er alveg smá leiðinleg á þessari plötu líka þótt hún innihaldi slagarana þeirra sem maður þekkir og raular með. Það togar hana upp í hærri einkunn en ég efa að ég setji hana aftur á fóninn.
3
Sep 28 2024
View Album
Darkness on the Edge of Town
Bruce Springsteen
Ég þekki öll helstu lögin hans en man að þegar bróðir minn fór á tónleika með honum hugsaði ég að ég þekkti hann ekki nógu vel og það er alveg rétt
Þekkti ekkert af lögunum á þessari plötu en hún var mjög fín. Ég þarf bara að hluata á hann oftar. Hún er í 3.5 þannig að ég toga hana smá upp
4
Sep 29 2024
View Album
Wish You Were Here
Pink Floyd
Það fyrsta sem ég hugsaði var epískt en varð svo hræddur um að platan myndi missa flugið og ég yrði þreyttur á henni. Það gerðist aldrei og ég nau plötunnar allan tímann og langar að hlusta á hana aftur við fyrsta tækifæri
5
Sep 30 2024
View Album
Everybody Knows This Is Nowhere
Neil Young & Crazy Horse
Minn maður. Mín tónlist. Ekkert út á hana að setja og þessi fer aftur í spilun og aftur og aftur. Ég er bara afskaplega gömul sál held ég en ég sakna þessa tónlistartímabils án þess að hafa upplifað það
5
Oct 01 2024
View Album
Yoshimi Battles The Pink Robots
The Flaming Lips
Ég hlustaði á þessa plötu í göngutúr og var bara nokkuð hrifinn. Mér finnst ég samt ekki þurfa að hlusta á hana aftur en mér fannst húb ekki leiðinleg. Bara ekkert meira en prýðileg plata
3
Oct 02 2024
View Album
Vincebus Eruptum
Blue Cheer
Þetta var rokkplata sem byrjaði vel með coverlagi en restin féll fljótt í gleymskunnar dá. Sem sagt fín tónlist en ekkert sem stendur þannig séð upp úr svo ég mun aldrei muna eftir að setja hana aftur á
3
Oct 03 2024
View Album
Black Monk Time
The Monks
Þökk sé höfundarétti fékk ég bara að hlusta á tvö lög af plötunni og það þýður bara eitt. Ein stjarna í refsingu en það er í lagi því þessi tvö lög voru ekkert spes þannig séð
1
Oct 04 2024
View Album
Paul Simon
Paul Simon
Þetta var svo góð plata að ég setti hana aftur á strax um kvöldið með matnum. Þessi plata mun augljóslega fara oftar í spilun sem rólegheitabakgrunnstónlist. Virkilega gott stöff
4
Oct 05 2024
View Album
The Yes Album
Yes
Fín plata sem er fylgir nokkuð vel þeirri tónlistarstefnu sem ég fíla. Það var samt ekkert sem stóð sérstaklega upp úr og ég held ég muni fljótt gleyma þessari plötu sem er kannski synd. Kannski ekki
3
Oct 06 2024
View Album
Basket of Light
Pentangle
Þessi var öðruvísi. Alls ekki það sem ég bjóst við og svo koma Hunter Song sem ég hef heyrt brot úr með íslenskum texta. Kom mér skemmtilega á óvart. Ég mun samt ekki setja hana aftur á, nema kannski Hunter Song
3
Oct 07 2024
View Album
Paris 1919
John Cale
Ég veit eiginlega ekki hvað mér á að finnast. Ég næstum því zone:aði út þegar ég var að hlusta og það var ekkert sem greip mig en það var heldur ekkert slæmt við hana. Hún bara var. Þess vegna auðgleymanleg þótt ég hafi ekkert á móti henni
3
Oct 08 2024
View Album
Maggot Brain
Funkadelic
Þetta byrjaði ekki vel. Ég bjóst við alvörufönki og svo var þetta í upphafi eins og einhver væri bara að prófa nýja gítarinn sinn. Svo skyndilega varð þetta bara frábært og algjört fönk sem ég fílaði í ræmur. Fékk mig til að vilja hlusta á fönk. Bara aðra plötu en þessa einmitt út af tilraunadæminu
3
Oct 12 2024
View Album
First Band On The Moon
The Cardigans
Ég er náttúrulega með Svíþjóðarblæti fyrir allan peninginn þannig að plata eins og þessi sem vanalega fengi 3 stjörnur fær 4 frá mér og ég réttlæti það þeð stórkostlega skemmtilegri útgáfu af Black Sabbath laginu Iron Man
4
Oct 13 2024
View Album
Pink Flag
Wire
Smá pönk er alltaf skemmtilegt en það er samt þannig að ég fæ fljótt leið á því. Það gerðist alveg smá við þessa plötu þótt hún sé stutt. Svo kom lagið Mannequin sem einhvern veginn fíraði aftur upp í fjörinu. Ég mun samt gleyma þessari plötu mjög fljótt og hún fer ekki aftur á fóninn held ég.
3
Oct 14 2024
View Album
Destroy Rock & Roll
Mylo
Ég hlustaði á þessa danstónlist og gat ekki fyrir mitt litla líf áttað mig á af hverju mér fannst ég kannast svona við þetta. Það komu einhver lög sem voru augljóslega endurblöndun á einhverju sem ég þekkti en grundvallartakturinn var samt eitthvað sem ég fíla en kom ekki fyrir mig. Þegar platan var búin setti ég Röyksopp á í smástund sem var samt ekki það sem ég var að leita að. Fínasta tónlist sem ég mun gleyma strax aftur
3
Oct 15 2024
View Album
Garbage
Garbage
Óharðnaði unglinga-ég var á fullu að mótast tónlistarlega þegar þessi Shirley Manson of félagar gáfu þessa plötu út. Mikið rosalega hlustaði ég mikið á þetta dramarokk og ég verð að segja að platan eldist mjög vel. Fjórar stjörnur frá nostalgíu-mér
4
Oct 16 2024
View Album
Le Tigre
Le Tigre
Mér fannst þetta bara mjög hressandi plata en varð fljótt mjög endurtekningarsöm og eiginlega of listræn eða ég fékk það á tilfinninguna að þetta væri hálfgerður gjörningur. Mun gleyma þessari þrátt fyrir að hafa skemmt mér yfir taktinum í henni
3
Oct 18 2024
View Album
Tapestry
Carole King
Ég þekkti fullt af lögum og þvílíkar neglur sem þær voru. Mér fannst þetta bara virkilega góð plata sem ég mun setja oft í spilun aftur. Ég hafði aldrei hlustað á plötuna áður en ég hafði samt heyrt af henni svo hún hefur líka verið negla þegar hún kom út
4
Oct 19 2024
View Album
Out Of The Blue
Electric Light Orchestra
Ó já. Hljómsveitin sem ég elska en hlusta samt aldrei á. Af hverju? Ég veit það ekki því þetta er algjört meistaraverk. Ekki margar hljómsveitir sem fá mig til að dansa eða hlaupa um úti á götu en þessi gerir það. Ég verð svo glaður. Ef það er ekki fimm stjörnur þá er ekkert fimm stjörnur
5
Oct 20 2024
View Album
Blood, Sweat & Tears
Blood, Sweat & Tears
Þetta var plata með... allskonar. Mér fannst ég stundum vera að hlusta á misheppnaðan söngleik og stundum komst ég í góðan fíling. Ég væri til í að hlusta oftar á þessa plötu ef það væri ekki fyrir misheppnaða söngleikinn
3
Oct 21 2024
View Album
Led Zeppelin IV
Led Zeppelin
Þvílíkir meistarar. Algjör dúndurfílingur frá fyrsta lagi að því síðasta. Rokkað stup í bland við rólegheit. Þetta gerist bara ekki betra. Ég veit ekki hvernig platan hefði getað verið betri svo þetta er fimma
5
Oct 22 2024
View Album
Bridge Over Troubled Water
Simon & Garfunkel
Þessi kom mér á óvart. Ég bjóst ekki við að svona plata hefði fallið jafnvel í hlustirnar mínar og hún gerði. Kannski voru það bara kringumstæðurnar en ég held þetta sé bara frábær plata
5
Oct 24 2024
View Album
The Grand Tour
George Jones
Ástarkántrýlög. Þau voru öll eins og öll frekar leiðinleg. Sem betur fer var platan stutt og það komu hress lög inn á milli en eins mikið og ég fagnaði fjölbreytni þá stungu þau of mikið í stúf. Of lítið og of sjaldan
2
Oct 25 2024
View Album
Cupid & Psyche 85
Scritti Politti
Vá hvað öll lögin á þessari plötu eru alveg eins. Þau renna öll saman í eitt og það var bara einu sinni þar sem ég heyrði að það væri komið annað lag að byrja sem fljótt varð svo aftur eins og hin. Pínu leiðinleg lög líka því miður
2
Oct 26 2024
View Album
Be
Common
Þetta rapp var nú ekki alslæmt. Ég næstum því fílaði það en samt bara næstum því. Ég þurfti ekki að bíða eftir því að platan kláraðist en ég mun aldrei reyna að spila hana aftur. Þannig að já, ekki alslæmt en heldur ekki sérlega gott
2
Oct 27 2024
View Album
Every Good Boy Deserves Fudge
Mudhoney
Mér leið eins og ég væri að hlusta á einhverja krakka vera að herma eftir Nirvana og The Hives en tímasetningin á útgáfunni stemmir ekki. Þetta er líklegast grunge tónlist áður en hún varð góð. Örugglega mjög mikilvæg plata sem slík. Upphafið að einhverju góðu en ekki alveg þar samt.
2
Oct 28 2024
View Album
People's Instinctive Travels and the Paths of Rhythm
A Tribe Called Quest
Kannski hefur rappafstaða mín aðeins mildast með öllum rapplötunum sem ég hef verið að hlusta á. Þetta er allaveganna ekki alslæm plata. Þetta er reyndar rapp eins og ég hlustaði á í barnæskunni. Sömplin voru skemmtileg en oft pínu undarlega útfærð en ég skemmti mér yfir mörgum af þeim. Mun samt ekki setja plötuna aftur í spilun
2
Oct 29 2024
View Album
Blue Lines
Massive Attack
Undir niðri kraumaði eitthvað ofboðslega gott stöff sem braust út í Unfinished Sympathy á meðan restin daðraði við að vera gott og féll svo í rappgildru sem passaði ekki inn í lögin.
2
Oct 30 2024
View Album
The College Dropout
Kanye West
Ég skil af hverju Kanye varð svona stór. Þetta eru bara hin fínustu lög þó svo að ég sé ekki mikið fyrir rapp. Mér fannst samt skemmtilegt að hlusta á textana og sketsana inn á milli sem drulla yfir menntaelítuna. Hún á það alveg skilið.
2
Oct 31 2024
View Album
Get Behind Me Satan
The White Stripes
Þessi hljómsveit hefur verið í smá uppáhaldi. Einhverskonar blanda af vel blúsuðu rokki og fölskum þjóðlögum. Ég hlusta reglulega á hvítu rendurnar og mun alveg halda því áfram
4
Nov 01 2024
View Album
The Infotainment Scan
The Fall
Þessi plata vakti undarlegar tilfinningar. Mér fannst tónlistin skemmtileg en svo kom söngurinn og bara eyðilagði allt þetta góða. Ekki af því að hann var slæmur, bara lélegur og mér fannst hann tilgerðarlegur eins og einhver að rembast við að vera 'artý'. Toga upp í 2 vegna hljómsveitarinnar sjálfrar
2
Nov 02 2024
View Album
Abraxas
Santana
Þetta var frábær plata. Ég elskaði hana alveg í tætlur og mun hlusta á hana mörgum sinnum í viðbót. Ég þekkti mörg lögin en hafði aldrei hlustað á plötu með Santana áður. Frábært stöff.
5
Nov 03 2024
View Album
Bone Machine
Tom Waits
Tom Waits er skemmtilegur fýr og röddin alveg hreint stórkostleg en það drefur samt fljótt úr skemmtuninni. Þannig að hann er góður í skömmtum. Ætli ég muni ekki setja eitt og eitt lag í spilun af og til en aldrei heila plötu. 2.5 stjarna en toga upp í 3.
3
Nov 04 2024
View Album
Cut
The Slits
Þessi plata var eins of hópur af krökkum hefðu komist í hljóðfæri eldri systkina og svo óvart tekið upp plötu. Mér fannst hún ekkert spes en það var gaman að heyra I heard it through the grapevine í þeirra útgáfu. Það togar hana upp í 2 stjörnur
2
Nov 05 2024
View Album
Joan Armatrading
Joan Armatrading
Það er ekkeer að lögunum á þessari plötu en það er heldur ekkert sem hrífur mig. Þessi plata myndi sóma sér vel sem bakgrunnur í matarboði en ég er ekki viss um að ég myndi muna eftir henni
3
Nov 06 2024
View Album
Porcupine
Echo And The Bunnymen
Ein af þessum hljómsveitum sem ég þekki nafnið á mun betur en tónlistina þeirra. Þessi plata er víst með hressilegri Íslandstengingu sem er líklegast ástæðan fyrir að ég þekki nafnið þeirra. Þeir komu til Íslands. Mér fannst ég samt oftast vera að hlusta á U2 áður en þeir fundu sándið sitt
2
Nov 07 2024
View Album
Pet Sounds
The Beach Boys
Hressandi hljómsveit sem ég kemst í góðan fíling við að hlusta á. Mér finnst þeir ná að radda lögin sín svo skemmtilega en lögin eru samt keimlík. Býst við að ég setji þessa plötu aftur á ef ég man þá eftir henni frekar en lögunum þeirra. 3.5 stjarna en ég toga niður í þrjár því ég er líklegur til að gleyma henni
3
Nov 08 2024
View Album
Like A Prayer
Madonna
Drottning poppsins og ég skil alveg af hverju. Þetta er alveg þétt plata með góðum smellum. Eins og með margar poppplötur skilur hún ekki mikið eftir en ég hef ekkert á móti henni. Ég mun samt örugglega ekki muna eftir að setja hana í spilun aftur
3
Nov 09 2024
View Album
At San Quentin
Johnny Cash
Ég er náttúrulega með vott af Johnny Cash-blæti en ég fílaði þessa plötu með óllum sínum mistökum og spjalli þótt ég fíli vanalega ekki þannig á plötum. Það kom mér samt svo mikið í réttu stemmninguna.
4
Nov 10 2024
View Album
They Were Wrong, So We Drowned
Liars
Mikið hrikalega var þetta ömurlega leiðinlegt. Ég beið bara eftir því að platan kláraðist. Það var reyndar einn kafli á plötunni sem ég fílaði. Eftir að hafa þraukað í gegnum hana endaði hún á fuglasöng og þá fór mér að líða betur aftur en ég ætla bara að finna fuglasönginn annarsstaðar.
1
Nov 13 2024
View Album
Boy In Da Corner
Dizzee Rascal
Ég fékk tilfinninguna að þetta væri misheppnuð tilraun til þess að verða Die Antwoord af því að framburðurinn var svolítið sérstakur en auðvitað koma Dizzee Rascal á undan þeim. Mér fannst hann bara leiðinlegri en þau þannig að hann fær ekki frekari hlustun.
2
Nov 16 2024
View Album
Lupe Fiasco's Food & Liquor
Lupe Fiasco
Þessi rappplata var nú bara allt í lagi. Mér leiddist ekki að hlusta á hana nema 12 mínútna þakkargjörðahátíðina í lokin. Þá leiddist mér alveg hrikalega og bara það lag togar þessa annars ágætu plötu úr þremur niður í tvær stjörnur
2
Nov 17 2024
View Album
Seventh Tree
Goldfrapp
Rólegheit og ljúfmeti en skilur samt ekki mikið eftir. Þetta er fín matartónlist eða svona bakgrunnur á meðan ég væri að púsla eða eitthvað álíka en ég held samt að ég muni ekki muna eftir þessari plötu og velja eitthvað annað í staðinn.
3
Nov 17 2024
View Album
Alien Lanes
Guided By Voices
Mér fannst þessi plata skemmtilega tekin upp. Pínulítið hrá og fersk. Því miður voru tónsmíðarnar líka hráar og þá voru mær leiðinlegar frekar en ferskar. Sem betur fer voru lögin stutt og þetta kláraðist frekar fljótt
2
Nov 18 2024
View Album
Risque
CHIC
Byrjar með sprengju og maður kemst í þvílíkan fíling og svo er bara skipt yfir í rólegt og rómantískt. Svo kemur barabland í poka fram að næsta hressleika sem er síðasta lagið. Það er að vissu leyti fjölbreytni sem er gott en það þýðir að ég veit ekki alveg hvenær ég myndi hlusta á plötuna aftur
3
Nov 21 2024
View Album
xx
The xx
Þetta var skrítið. Mér fannst ég þekkja mörg stefin í lögunum án þess að þekkja lögin. Ætli þetta sé ekki ein af útvarpshljómsveitunum sem ég heyri í en hlusta ekki á. Lögin voru mjög fín en ég mun líklegast ekki muna eftir þessari plötu. Ekkert að henni samt
3
Nov 22 2024
View Album
Surfer Rosa
Pixies
Pixies er skemmtilegt band og það var margt gott þarna. Ég held samt að ég muni alltaf hlusta frekar á Doolittle. Það var nefnilega ýmislegt eins og t.æil dæmis spjallið og tiraunakennt spilerí sem dregur þessa plötu aðeins niður. Set hana samt í 4 stjörnur
4
Nov 23 2024
View Album
Let's Get It On
Marvin Gaye
Fyrir það hvað þetta albúm að vera þá var það bara mjög gott. Lögin öll keimlíkur ástaróður til unaðsstunda með kvenfólki. Góð bakgrunnstónlist en við hvaða tilefni veit ég ekki... eða hvað?
3
Nov 24 2024
View Album
Maxinquaye
Tricky
Þetta var allt í lagi plata með þessum fyrrverandi Íslandskærasta en Hell is Round the Corner böggaði mig næstum allt albúmið og svo áttaði ég mig á að þetta var stef úr Glory Box með Portishead sem var einmitt á plötu á þessum lista. Það stef var svo úr Isaac Hayes lagi. Mér skilst að þarna hafi einhverjir orðið fúlir út í aðra. Óháð því. Fín plata sem ég mun samt líklegast ekki hlusta á aftur
3
Nov 25 2024
View Album
Ys
Joanna Newsom
Þessa plötuvar erfitt að finna en ég náði að grafa hana upp á YouTube. Fyrsta hugsunin mín var: "Vó hvað þetta er skrítið. Hvað er ég eiginlega að hlusta á?" Svo bara vandist ég henni og fílaði hvað hún var kvörkí undir lokin. Hefði fengið 4 stjörnur ef hún hefði verið aðeins aðgengilegri
3
Nov 26 2024
View Album
Exodus
Bob Marley & The Wailers
Ég setti þessa plötu í gang á meðan ég var að elda kvöldmat og komst í mvílíkt stuð yfir eldamennskunni. Það er eitthvað við reggae-tónlist sem smýgur alveg inn í dansbeinin á mér og þetta er góða reggae-plata
4
Nov 27 2024
View Album
Clube Da Esquina
Milton Nascimento
Ég hafði aldrei heyrt um þennan brasilíska tónlistarmann áður þrátt fyrir að hafa skoðað senuna örlítið. Mér fannst hún hugljúf og góð þessi plata og myndi líklegast setja hana aftur á fóninn ef ég myndi eiga auðveldara með að muna eftir Milton Eitthvaðeftirnafn
3
Nov 28 2024
View Album
Kollaps
Einstürzende Neubauten
Það er hægt að setja ýmislegt á hljómplötur. Tónlist er eitt. Tilraunakenndar barsmíðar á ýmsa hluti er annað. Verkfærahljóðupptökur er þriðja. Svo er meira. Þessi plata var þessi tvö síðarnefndu. Eiginlega bara allt nema tónlist. Ég heyrði það strax og hugsaði: "Úff, þessa plötu þarf ég bara að þrauka í klukkutíma"
1
Nov 29 2024
View Album
Transformer
Lou Reed
Lagið Perfect Day með Lou Reed er eitt af uppáhaldslögunum mínum og hefur verið í langan tíma. Það er þess vegna nokkuð skammarlegt að ég hafi aldrei hlustað á plötu með honum fyrr en nú. Platan var mjög góð. Daðrar við fimm stjörnurnar en ég held hún sé nær fjarkanum. Allaveganna í bili
4
Nov 30 2024
View Album
Rock 'N Soul
Solomon Burke
Ég er mjög mikið fyrir svona tónlist. Alveg ofboðslega mikið þannig að þetta var alveg beint upp í mitt húsasund. Þetta er plata sem ég mun setja aftur á fóninn, til dæmis þegar ég er að undirbúa mat eða bara hangandi heima og vantar bakgrunnstónlist. Mjög góð stemmning.
4
Dec 01 2024
View Album
Melodrama
Lorde
Ég heyrði einhvern tímann að Lorde væri ofboðslega sjálfselsk og teldi sig með bestu listamönnum í heiminum. Platan hennar var bara allt í lagi. Ég myndi alveg hlusta á hana aftur en ég myndi samt segja að sjálfskipaði besti listamaðurinn þurfi að gera betur til að sanna þá staðhæfingu.
3
Dec 02 2024
View Album
Rock Bottom
Robert Wyatt
Þessi plata sat ekki vel í mér. Hún virtist alveg tónlistarlega fín en það var eitthvað við þetta bullmál og sönginn sem fór vel ofan í mig. Eins og það væri verið að spila sönginn aftur á bak. Þetta virkaði bara ekki.
2
Dec 04 2024
View Album
1984
Van Halen
Stuðplata fyrir allan peninginn. Þetta er rokk að mínu skapi og ég býst fastlega við því að ég muni setja þessa í spilun þegar ég ætla að komast í gírinn þótt ég sé kominn með smá leið á Jump
4
Dec 05 2024
View Album
Reggatta De Blanc
The Police
Ég fíla Police eða öllu heldur hvað þeir eru að gera. Reggae-rokk. Mér finnst það takast mjög vel oftast nær. Ég fíla báða tónlistarstílana. Mér finnst lögin skemmtileg. Samt næ ég engri tengingu og þetta endar sem miðjumoð hjá mér þrátt fyrir að öll hráefnin séu frábær og mér að skapi. Undarlegt.
3
Dec 06 2024
View Album
Sex Packets
Digital Underground
Rapp en samt af betri gerðinni. Fyrir utan hvað viðfangsefnið er asnalegt, sérstaklega þegar þeir fóru að tala um pillur sem líktu eftir ýmsum konum og ég fékk eiginlega bara nóg. Fram að því hafði kjánahrollurinn bara náð að gaurnum sem söng með misheppnaðri Laddarödd
2
Dec 07 2024
View Album
(What's The Story) Morning Glory
Oasis
Ég er með skrítna fordóma gagnvart Oasis. Ég var meiri Oasis aðdáandi en Blur þegar það var einhver Britkeppni á milli þeirra en ég var samt búinn að ákveða að ég hlyti samt að ekki fíla Oasis. Bara hin ögin sem ég heyrði aldrei. Kemur í ljós að þessi plata er bara algjörlega frábær. Fyrirgefið mér Oasis
5
Dec 08 2024
View Album
Soul Mining
The The
Ég fílaði tónlistina. Góður taktur og vel spilað dæmi en mikið hrikalega eyðilagði söngvarinn stemninguna. Ég heyrði svo í framhaldinu önnur lög sem komu greinilega síðar og það var miklu betri söngur en á þessari plötu skemmdi hann allt
2
Dec 09 2024
View Album
Rising Above Bedlam
Jah Wobble's Invaders Of The Heart
Voðalega róleg plata en samt sat hún ekkert sérlega vel í mér. Ég gat einhvern veginn ekki notið mín við að hlusta á hana. Hún var ekki slæm þannig séð bara leiðinleg eiginlega. Mun gleyma þessari fljótt
2
Dec 10 2024
View Album
This Year's Model
Elvis Costello & The Attractions
Elvis Costello er fínn tónlistarmaðurbog allt það en ég skil samt ekki sjarmann sem hann hefur. Ég get alveg hlustað á hann og mér finnst lögin bara allt í lagi en ég myndi aldrei velja mér sjálfur að hlusta á hann. Lögin eru ekki nægilega góð til þess að mig langi til að hlusta á þau aftur
3
Dec 11 2024
View Album
Dear Science
TV On The Radio
Mér fannst ég stundum vera að hlusta á Electric Six án nokkurs mójós. Fíb lög en það vantaði úmpfið. Stundum fannst mér ég svo vera að hlusta á Hjaltalín ef hún væri erlend hljómsveit nema bara án innlifunarinnar. Fellur þess vegna svolítið flatt. Það er eins og það vanti ánægjuna, mójóið og innlifunina
3
Dec 12 2024
View Album
Shleep
Robert Wyatt
Síðasta upplifun mín af Robert var skrítin. Sú plata sat ekki vel í mér og ég upplifði bara óþægindi við að hlusta á hana. Þessi var skárri. Tónlistin var áfram góð og söngurinn betri en mér fannst lögin bara afskaplega leiðinleg. Mætti alveg hljóma í bakgrunni en það verður ekki ég sem set hana í spilun
2
Dec 13 2024
View Album
Back to Basics
Christina Aguilera
Ég fíla svona tónlist og þvílík rödd sem Christina er með. Ég setti plötuna í gang með allskonar fordómahugsanir um popptónlistarmenningu gömlu dagana en þessi plata sneri mér alveg
4
Dec 14 2024
View Album
Live And Dangerous
Thin Lizzy
Það sem ég myndi ekki gefa fyrir að geta farið á svona tónleika. Þetta er reyndar sambland af mörgum tónleikum en fara bara á einhvern þeirra en samt bara alla. Eðalstemmari
4
Dec 15 2024
View Album
Master Of Puppets
Metallica
Eins ömurlegir og mér fannst þeir vera í Napster-málinu á sínum tíma þá verð ég samt að viðurkenna að þetta er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum. Ég set einmitt þessa plötu þegar mig langar að hlusta á eitthvað æðislegt
5
Dec 16 2024
View Album
Spiderland
Slint
Ég er ekki mikill aðdáandi svona tregarokks. Mér finnst stíllinn minna á unglinga í grunnskóla sem stofna saman hljómsveit til þess að reyna að meika það. Ekkert spes. Bara leiðinlegt.
2
Dec 17 2024
View Album
Strangeways, Here We Come
The Smiths
Smiths er alveg fínasta band og ég er alveg til í að hlusta á þá en mér fonnst þeir samt eiginlega alltaf eins. Ég myndi mæla með að hafa bara eina Smiths plötu sem maður setur í spilun reglulega og gleyma bara hinum sem eru mikið til alveg eins. Þessi yrði ekki fyrir valinu hjá mér
3
Dec 18 2024
View Album
Pyromania
Def Leppard
Ég þekki til Def Leppard og sérstaklega sykurhellingarlagið þeirra sem er því miður ekki á þessari plötu. Þetta er samt alveg góð plata og eitthvað sem ég myndi alveg hlusta á aftur en ég mun samt örugglega gleyma henni og velja aðrar plötur með Def Leppard
3
Dec 19 2024
View Album
Teen Dream
Beach House
Þessi plata kom mér verulega á óvart. Ég þekkti ekkert til Beach House áður en ég byrjaði að hlusta en varð strax mjög hrifinn. Minnir mig svolítið á Band of Horses. Mjög gott stöff sem ég mun pottþétt spila aftur
4
Dec 20 2024
View Album
GI
Germs
Pönk er farið að valda mér leiðindum. Lögin eru öll afskaplega svipuð og óspennandi. Ég beið bara eftir því að platan myndi klárast og horfði á sekúndurnar í síðasta lagin tikka í átt að betri líðan
2