Þetta var alveg næs og batnar án efa þegar platan verður kunnuglegri.
Einu sinni hefði ég gefið henni fimm stjörnur. Nú finnst mér Plant einum of hás og trommurnar mixaðar of framarlega. Samt góð, en seinni platan er þó nokkuð skemmtilegri.
Hef ekki hlustað á þessa lengi, en hún er flottur fulltrúi þess tíunda. Nostalgísk en líka afar góð.
Flashback í 12 ára bekk. Þarna eru frábær lög í æðislegum flutningi, en sum eru síður eftirminnileg. Margar stjörnur, en ekki fullt hús.
Sé alveg hvernig fólki getur fundist þetta sjarmerandi og þetta var greinilega nýtt spennandi á sínum tíma. En ég get ekki sagt að ég hafi mikla þörf á að hlusta aftur.
Titillagið er vitaskuld æði og hitt er gott og ljúft grúv. Ekkert brjálæðislega eftirminnilegt samt, svona við fyrstu hlustun.
Hlustaði tvisvar og hún vann á. Margt töff, hljóðblöndunin skemmtilega hrá og flott stemning. Mér finnst Dr. John sjálfur bara ekki mjög skemmtilegur söngvari.
Þessi hefur ekki verið ofarlega á mínum listum og þess vegna var þetta kærkomið tækifæri til að hlusta vel. Og hvað get ég sagt, er svoddan sucker fyrir 70s soft rokki.
Einn svaka flottur hittari, annar hittari sem hefur alltaf farið aðeins í taugarnar á mér, 80s hljóðheimur og rödd sem ég fíla ekki sérstaklega. Þarf ekki að hlusta aftur.
Bara nei. Upphafslagið sleppur en annars hef ég engan smekk fyrir svona proto-grungi. Leiðinlegur stanslaus distortion gítar í bakgrunni, lög sem renna flest saman í eitt, nema lagið Don't sem er botninn. Ég mun ekki hlusta aftur.
Ekki leiðinlegt þannig séð, en rennur (eðli stefnunnar samkvæmt) saman í einn graut í hausnum á mér. Sá ekki appealið við þetta í gamla dag og sé það ekki núna.
Rennur ágætlega og þarna er eitt frábært lag. Söngurinn er ekki að gera mikið fyrir mig, en sleppur fyrir horn. Myndi hlusta aftur en er enginn sérstakur aðdáandi.
Ég hefði ekki sett þessa plötu að eigin frumkvæði, og fyrsta upplifun af hljóðheiminum var ekki að gera mikið fyrr mig, en viti menn hún vann á. Ekki nauðsynleg hlustun í mínum huga, en ég myndi hlusta í þriðja sinn og fjórða.
Það eru til betri Supergrass plötur, en þessi er hress og skemmtileg.
Guð minn góður, þetta er 71 mínúta að lengd. Skellti í private session á Spotify af þessu tilefni. Hrikalegur maður á allan hátt, en ekki eins mikill hávaði og ég reiknaði með. Ef við tökum gerpið og textana hans úr jöfnunni sleppur þetta sem late 90s eitthvað. Ekki minn tebolli, en ekki eins slæmt og ég átti von á.
Mér leiðist Into my arms, hef heyrt það margoft og alltaf fundist upphafsfrasarnir tilgerðarlegir. Er ekkert sérstaklega hrifinn af röddinni hans Caves heldur. En viti menn, þarna leynast bara ljómandi góð lög og áheyrileg á eftir slagaranum.
Hér er margt mjög hresst, en líka margt sem fer inn um annað og út um hitt. Ég hef kannski bara lítinn smekk fyrir danstónlist, en mér finnst eins og seinni skífur séu meira að mínum smekk.
Merkilega skemmtileg plata miðað við það sem ég átti von á. Hlustaði á Doors í gamla daga en átti von á því að ég væri vaxinn upp úr þessu en svo var ekki. Riders on the storm alger hápunktur en margt annað töff. Jim Morrison minnir mig ansi mikið á Ron Burgundy, en bandið er alvöru.
Jújú, það má alveg hlusta. Ég er þó mun hrifnari af rödd Crofts en Sims. Lágstemmt og ágætt atmó, oft berstrípuð töff production, en lögin grípa mig ekki sérstaklega.
Þarf ekki að hlusta, bara veit. Besta plata ársins 1965 og eitt sín mín uppáhalds Bítlaplata. Hún er enn á topp fimm listanum mínum þar.
Ég þyrfti að hlusta á þessa aftur, gæti trúað því að hún vinni á. Sumt er mjög skemmtilegt prótó-Britpopp en það fer minna fyrir því í öðrum lögum. Stundum svolítið dated radd effectar og helst til mikið gítarískur, en virkar stórt séð vel. - Jú, fjarki frekar en þristur.
Ég er venjulega hrifnari af flóknari útsetningum, en þetta er æðsileg plata. Melankólísk en um leið ljúf.
Alger andstæða við Aphex Twin að því leyti að hér hef ég þroskast og finnst þetta oftar en ekki ansi skemmtilegt, ólíkt því sem mér fannst í gamla daga. Mjög hress cacophónía á köflum og beitt. En er ekki titiltextinn á umslaginu ósymmetrískur?
Ég hlustaði minna á Bossanova og Trompe le monde í gamla daga og tengi því ekki eins nostalgískt við þær og hinar. En þessi er ansi skemmtileg líka, þótt hún sé langt frá því sama snilldarverkið og Doolittle.
Upphafslagið, Jumping Jack Flash, hef ég þekkt nokkuð lengi þökk sé Discover weekly. Algerlega frábær útgáfa. Restin nær ekki alveg sömu hæðum, en heilt á litið er þetta þó mjög skemmtileg plata og um margt töff.
Sorrý, ég bara skil ekki þessa tónlist. Mér finnst þetta ekki "bara hávaði", en svo stór hluti af þessu er hávaði sem drekkir hinu sem vel er gert. Tvö söngvaralaus lög í seinni partinum, Jasco og Itsári, eru áheyrileg, en restin rennur saman í eitt. Svaka orka bla bla ..., en ég nenni þessu ekki.
Allt gott við þessa plötu. Sannanlega eitthvað sem öll þurfa að heyra áður en þau deyja.
Hvað er að gerast við mig? Ég er allt í einu orðinn svaka svag fyrir snemm-tíunda hipp-hoppi. Sorrý, þetta er bara ansi skemmtilegt. Spurning um að láta Hagaskóla-mig vita.
Ásamt Songs in the key of life er þetta uppáhaldsplatan frá mínu góða fæðingarári. Viðurkenni að TVC-15 er ekki eitt af mínum uppáhalds lögum en þar fyrir utan er platan yfirgengileg snilld. Alltof mikið kókaín samt.
Ég man að @arnlaugsson hlustaði svolítið á þessa í gamla daga. Margt skemmtilegt en stundum of mikil dramarólegheit fyrir minn smekk.
Lögin sem ég þekkti ekki bættu litlu við þau sem ég þekkti vel, en ágæt hlustun svona oftast.
Eins og mér finnst heilt á litið lítið til Lou Reeds koma þá var Velvet Underground æðsileg sveit, og þessi plata, sem ég hlustaði á í tætlur á síðustu öld, er mjög skemmtileg. Ekki fullt hús, en fer langt á nostalgíunni.
Hafði aldrei heyrt þessa, en hún er mjög hressandi. Mæli með.
Hvað þessi plata er að gera þarna á listanum veit ég ekki. Ekki beint leiðinlegt en frekar einhæft. Danny Vicious sínu leiðinlegri í rappinu en Elizabeth Troy í söngnum, en allt fer þetta inn um annað út um hitt.
Ekki eins mikið pönk og Spotify textinn gaf til kynna. Oft skemmtileg lög sem minna smá á Television á góðan hátt. En ég er ekkert voðalega hrifinn af söngvaranum og það þýðir að ég mun líklega ekki hlusta aftur.
Önnur plata með þeim!! Í alvöru?! O jæja, þessi byrjar betur. Fjölbreyttari hljóðheimur en á hinni, en ekki minn tebolli. Og söngvarinn er oft falskur. Lokalagið, Just like heaven, bjargar miklu. Ekki botninn, en ætla ekki að hlusta aftur.
Þvílík dúndurplata. Frábært lagasafn, flott production og frábær flutningur. All time klassíker.
Queen hefur alltaf verið "Greatest hits" hljómsveit fyrir mér, og fyrsta platan þeirra þótti mér lítið merkileg. En þessi... þessi er hress. Margt mjög fínt hér.
Margt alveg áheyrilegt, en svo kemur smá retró rockabilly inn á milli sem dregur þetta niður. Má hafa gaman af þessu en ég nenni þessu ekki oft.
Ekki skemmtilegt í hefðbundnum skilningi, en mjög töff og oft glettilega spooky. Minnir mig á sjónvarpsþættina Dark. Mæli með.
Þetta er eins og extended síð-sjöunda djamm session. Lítt merkilegur söngur og lagasmíðar. Ekki beint leiðinlegt en allt nema eftirminnilegt.
Nú er ég enginn salsa maður, og eiginlega alls enginn, en þessi discósalsa rennur mjög ljúflega í mig. Gæti alveg haft þetta í bakgrunni á góðum stundum og jafnvel til að dansa við. Mikið vildi ég samt að fyrsta lagið hefði haldið áfram með byrjunagrúvið í stað þess að fara í sölsuna.
Upphafslagið er alger banger, mjög góður tíundi áratugur. Restin er fín, en ekki nándar eins eftirminnileg.
Af hverju er Roadhouse blues vinsælasta lagið? Það er bleh. Friðarfroskurinn og Sólarbiðin eru t.d. mun skemmtilegri. Fín plata, betri en ég taldi að hún yrði, Doors eru verri í minningunni en í raun.
Allt að gerast í retrospectioninni, var orðinn "of töff" fyrir þetta árið 1990, en kann aftur að meta George Michael í miðöldruninni. Flott plata sko.
Þessa uppgötvaði ég á Spotify fyrir nokkrum árum. Hún er geggjuð, mögulega besta barokkpoppið. Ekki mjög stórt genre, en oft mjög skemmtilegt svo þetta er mikið hrós.
Það var rosa móðins að gera mikið grín að Moby í langan tíma, en nú virðist hann mikið til vera gleymdur. Þegar maður heyrir þessi plötu man maður samt hvað hann var út um allt um tíma. Og smellirnir eldast ekkert illa, en annað er svoddan filler.
Jújú, fín plata. Rennur í gegn án þess að vekja mikil viðbrögð. Stundum í sæmilegu stuði. Ekki of mikið grunge til að gera þetta yfirþyrmandi.
Smá legacy bónus hér á ferðinni, er betri í sögulegu samhengi en úr því. En samt ánægjuleg hlustun heilt á litið, og titillagið er frábært.
Þessi fellur á milli 2 og 3 stjarna, en ég leyfi henni að njóta vafans. Fínt hart rokk, fagmannlega flutt og af innlifun, sum lög eftirminnileg meira að segja. Söngvarinn er samt ekki að gera mikið fyrir mig, og þyngri lögin eru ekki að gera mikið fyrir mig.
Ég hlustaði talsvert á þessa á sínum tíma. Fannst allt tal um Cash sem mikinn spámann ósannfærandi, en platan þótti mér góð. Og hún stenst algerlega tímans tönn, þvílíkt lagaval (fyrir utan Desperado) oftast útgáfur sem eru næstum jafn góðar originallinn (First time I ever I saw your face) eða toppa hann (Hurt). Fyrirgefum honum Bridge over troubled water.
Það tók mig viku að klára að hlusta á þessa plötu. Fer fram og til baka. Söngurinn stundum hvimleiður og falskur, svaka tilgerð á köflum og tilviljunarkennd lagauppbygging. - En samt heillandi hugmyndir og flutningur inn á milli. Má hlusta á.
Þessi plata er barasta virkilega góð. Fjölbreytt, dramatísk og skemmtileg lög, og ekkert þeirra bara til uppfyllingar. Útsetningar hæfilega flóknar og söngvarinn nær til mín, bæði túlkunin og röddin sjálf. Held ég hendi barasta fimm á þessa.
Flott snemm-soul plata. Lögin skemmtileg og flutningurinn dúndur. Mæli með.
Mér fundust þeir lala upp úr aldamótum, og mér finnast þeir lala í dag. Alveg hægt að hlusta, stundum stuð, ekki leiðinlegt, en sénsinn að ég myndi sækjast eftir því sérstaklega. (Tvær og hálf)
Mér finnst það fáránleg tilhugsun að Bolan og Bowie hafi einhvern tímann verið taldir jafningjar, eða Bolan betri (gisp!), en þetta er mjög flott plata. Sum lögin eru hreint út sagt ótrúlega góð, en vissulega filler inn á milli.
63. Tíunda tugar Indiejazzrokk. Fyrsta lagið er skemmtilegt og rosalega langt. Hin eru ágæt. Fínt, en ekkert brjálæðislega eftirminnilegt.
Mjög ánægjuleg hlustun, ekki sama gegnumgangandi snilldin og Pink Moon, en þarna eru lög sem eru alveg frábær.
Fín plata, margt mjög flott. Gott hjá ykkur, Pink Floyd. (En Money er leiðinlegt).
Kjánalegt nafn á þessari plötu. Hún rennur annars ágætlega, ekki leiðinlegt en ég þarf ekki að hlusta aftur.
Fínt country frá þeim sjöunda, stjörnugjöf eftir því. Mér fannst síðasta lagið skemmtilegast.
Þessi er ljómandi, renndi henni tvisvar og gæti hlustað oft aftur. Ekkert lag sem stendur mest upp úr, alveg solid stöff.
Hér eru tvö mjög góð og sæmilega þekkt lög, sem mér finnast afar skemmtileg. Svo er 5-4 = Unity líka mjög fínt. Hitt er mið-tíunda filler í mínum eyrum.
Mjög flott live plate, kallinn í góðu stuði og fangarnir líka.
Byrjar á autotune í Thinkin' bout you (mest spilaða laginu) og ég verð fyrir vonbrigðum, en svo lagast það og platan reynist svona líka góð. Mjög gaman að hlusta og ég mun gera það oftar.
Ég á svolítið erfitt með Reggae. Þótt það sé að mörgu leyti skemmtilegt er eitthvað element í því sem ég er ekki að dansa við. Þetta er mjög áheyrileg plata og margt þarna hefur maður vissulega heyrt mjög oft. Góð, en ég mun ekki leita hana uppi aftur.
Alveg móment hérna, en ég er ekki að tengja neitt svakalegt. Fínt. Næsta plata.
Umslagið er ljótt. Söngurinn er talandi og óeftirminnilegur. En tónlistin sjálf er fjölbreytt, flott og skemmtileg. Á mörkum þrists og fjarska. Gæti hlustað aftur.
Formsatriði að hlusta. Gerðist ekki betra árið 1967 og þótt víðar væri leitað.
Barasta ansi hressandi og skemmtilegt, hæfilega tilraunakennt og kröfugt. Fjarki, nær fimmu en þristi.
Þessi plata var einhvern veginn alltaf í spilun í kringum mig í 10. bekk og sumarið fyrir menntó. Fannst hún í lagi, en ekki mikið meira en það. En nú er þetta fjörug og skemmtileg nostalgía. En af hverju er Under the bridge með næstum milljarð spilana á Spotify?
Meh... Ég þurfti ekki að hlusta á þessa plötu. Lögin eru einföld og endurtekningasöm, og mest spilaða lagið, Changes, vekur beinlínis upp kjánahroll. Rödd Ozzy er bæði léleg og leiðinleg. En jæja, sumt rennur þokkalega í gegn þrátt fyrir allt. Ekki botninn, en ég mun ekki hlusta aftur.
Aðeins ójöfn, og ég er í sjálfu sér enginn aðdáandi raddar Byrnes, en þetta er oftar en ekki töff og skemmtilegt, gæti vel hlustað á oftar.
Ray Charles er æðsilegur söngvari og þessi production er mjög sjarmerandi, kántrí slagarar með heilmiklum strengjum og þykkum kórbakröddum. Þetta er ekki plata sem talar beinlínis til mín, en hún er mjög áheyrileg.
Þessi er bæði hress og skemmtileg. Hlustaði tvisvar og myndi gera aftur.
Það er bjartara og léttara yfir þessari en Trans-Europa Express, og talsvert retró appeal. Helst síðasta (og titillagið) sem mér finnst bara la la.
Ég er í góðu skapi í dag og þessi ágæta plata hjálpar til við það. Enginn R.E.M. aðdáandi í sjálfu sér, en ég gæti þessa oftar.
Shine on you crazy diamond er stórkostlegt lag. Stórkostlegt. Restin er allt í lagi.
Titillagið er æðislegt, þótt kaflarnir séu misspennandi. Kometenmelodie 2 er mjög skemmtilegt og lifandi hljóðfærin í Morgenspaziergang eru flott tilbreyting frá hinu hefðbundna Kraftwek soundi. Held ég hendi í fullt hús.
Besta plata ársins 1968 og á köflum finnst mér hún besta Bítlaplatan. Endar samt líklega oftast í þriðja sæti.
Nú er ég ekki pönkfan en ber sterkar taugar til Iggy. Það kemur til hækkunar. Lögin finnst mér ekki eftirminnileg, en flutningurinn kraftmikill og saxófónninn bætir miklu við soundið. Get alveg hlustað... (kannski ekki mesta hrósið).
Fyrsta lagið, ISI, er algjör banger. Svo fylgja flott lög í kjölfarið, en þegar Klaus Dinger fer að pönksyngja í laginu Hero minnkar sjarminn smá. Samt... helvíti fínt.
Ég hlustaði mikið á Fever to tell, en hafði ekki hugmynd um að þau hefðu gert eitthvað annað. En viti menn, þetta annað er bara ljómandi áheyrilegt og skemmtilegt líka.
Ég keypti (óvart) censoraða útgáfu af þessari plötu í Prag 2001. Mjög fyndði að heyra alvöru útgáfurnar af öllum lögunum. Ekki það að hún er jafn mikið dúndur með og án allra ljótu orðanna. Fullt hús.
Ágætis væb á þessari plötu en hún er svolítið löng og lögin renna dálítið saman því útsetningarnar eru ansi einfaldar, þótt gítarpartarnir séu það kannski ekki. Renndi henni tvisvar, kannski að ég yrði hrifnari í þriðja sinnið.
Ljómandi áheyrileg og vel flutt músík, mjög einkennandi sound. Lögin svo sem misskemmtileg, en heildarsvipurinn flottur.
Frábær plata, algerlega frábær. Mér finnst Bowie ábreiðan af titillaginu betri, en það er ekki eins og þessi útgáfa sé eitthvað slor. Og hin lögin eru æðisleg og mörg hver afar áhrifarík. Hlustið bara, krakkar.
Var ekki svo hrifinn við fyrstu hlustun, en önnur bætir miklu við. Ánægjuleg blanda af léttu pönki og góðu poppi, og gaman að heyra originalinn af Grace Jones smellinum Private life.
Mikið sem ég elskaði þessa plötu þegar ég var 11 ára (sérstaklega Man in the mirror), en það á ekki við í dag. Fínt popp og filler, en ég mun ekki leita hana upp aftur.
Var ekki að dansa neitt sérstaklega við fyrstu hlustun, en þessi vinnur verulega á við aðra. Oftast skemmtilegt létt sjöunda psychadelíurokk og ágætlega flutt. Ekkert meistarastykki, en vel áheyrilegt.
Svolítil læti, en líka svolítið skemmtilegt. Finn ekki þörf hjá mér til að skipta um plötu þótt ég myndi kannski ekki leita þetta uppi.
Þyrfti kannski að hlusta aftur og hlusta betur á textann, en ég veit ekki hvort ég nenni því. Fín tónlist en ekki mjög eftirminnileg.
Fínt rokk. fagmannlega flutt og kröftuglega. Þarf samt ekki að hlusta aftur.
Meistarastykki. Hvert lag öðru betra, og fáir jafn góðir bangerar með jafn niðurdrepandi texta og I am the resurrection, það er eiginlega best.
Skil ekki hvernig þessi plata varð ein sú söluhæsta í sögunni. Stærsti smellurinn, Baby I love your way, er beinlínis boring, og ég er ekkert að springa úr aðdáun á röddinni. En margt er ágætt svo sem og rennur stundum ljúflega og stundum hressilega í gegn. Síðasta lagið, Do you feel like we do, er líka töff.
Smá legacy bónus út af Bowie tengingunni, en þetta er líka mjög flott live plata og skemmtileg.
Heilt á litið mjög skemmtileg plata, með mörgum góðum lögum og fínu grúvi, en það læðast þarna smá læti með sem ég er ekki að dansa við.
Hlustaði tvisvar. Fyrra skiptið ár fínt en ekki mjög eftirminnilegt. Seinna skiptið var eins. Jú jú, ma hlusta með öðru. Næsta plata.
Elskaði Take me out þegar ég heyrði það fyrst og fílaði lögin sem komu í kjölfarið. Svo lá þetta bara í dvala, en viti menn, 18 árum seinna þá finnst mér þetta enn stórskemmtilegt og töff.
Næs áttunda hljóðheimur, flott altrödd og ljúf lög og gott groove til skiptis. Svo er hún með háskólagráðu í sagnfræði líka.
Svolítið eins og Blood, Sugar, Sex, Magick, spiluð í drasl í kringum mig í 10. bekk. Fannst þetta í lagi en ekki meira en það. Ólíkt BSSM hefur álit mitt ekki breyst.
Hvað get ég sagt? Mér finnst óþægilegt að hlusta á Trash metal, beinlínis líkamlega óþægilegt. Get dáðst að hröðum trommuslætti og ágætum og skýrum söng. En þetta er ekki fyrir mig.
Einstaka sinnum skemmtilegt gítarsarg og gott beat, en miður skemmtilegt umfjöllunarefni í textunum og á köflum of fráhrindandi fyrir mig. Æi, ég nenni þessu ekki.
Einu sinni fannst mér þetta æðisleg plata, nú finnst mér hún fín. Child in time er mjög gott, Speed King er góðu lagi. Hitt er filler fyrir mér. Mun nær fjarka en tvisti, en ég mun ekki setja hana á fóninn í bráð.
Þetta er ekki beinlínis leiðinlegt, en þetta er tilbreytingarlítið og verður leiðigjarnt til lengdar. Boulevard of broken dreams gæti ég hlustað á nokkrum sinnum, hitt er voða bleh.