Come Away With Me
Norah JonesAlltaf jafn yndisleg.
Alltaf jafn yndisleg.
Þetta er hressileg plata, skemmtilegur early 80s hljóðheimur og ein dansgólfsbomba.
Eeeeeeeeeeeeelska þessa fkn plötu. Fullkomið rokkalbúm.
Róleg píanótónlist, læv flutningur. Ágætis bakgrunnsafþreying.
Rólyndis Neil. Gott stöff.
Alltaf skemmtilegt að hlusta á þessa!
Kom á óvart, skemmtileg áhlustun.
Algjör dásemd.
Ekkert meistaraverk, en The Scientist og Amsterdam halda plötunni uppi
Yndislegt albúm. Svo fáránlega góð túlkun á öllum lögum. Elsk <3
Gott stöff
Leiðigjörn plata. Örfá góð lög.
Grunnurinn að amerísku rokki. Skemmtilegt stöff!
Pabbi Jeff Buckley. Vel áhlustanlegt folk rock með blúsívafi.
Hressileg flösuþeyting í morgunsárið
Allt í lagi. Rembings söngur sem er leiðigjarn á tímabilum. Betra í klassísku rokklögunum.
Ég er ekki mikill Stones aðdáandi. Varla að ég endist gegnum heila plötu. Hún er ekkert slæm þessi, mér leiðist bara sándið þeirra.
Mjög ljúft og notalegt
Mjög næs dilli-tónlist
Ágætis blúsívaf. Áheyranlegasta hingað til með Stones.
Frábær, tímalaus blanda pönks, blúss og rokkabillí. Greinilega áhrifavaldar fyrir ýmsa artista sem komu á eftir. Þessi plata hefði getað komið út á hvaða áratug sem er eftir 70s.
Skemmtilegt diskó. Nile og Bernie í essinu sínu!
Nokkrir bangerar. Fín plata!
Klassík, krafturinn og túlkunin hjá henni gera mig hálf orðlausa.
Jazzsmúþí, róandi og ljúft
Elsk. Allt er gott.
Þetta er svo ógeðslega töff plata!
Fínasta hass-reykinga-hippa-rokk.
JazzSoulGospel með pínu blús. Klassík.
Skemmtilegt 90s soundscape. Áhugavert.
Mikil nostalgía, skemmtilegar sögur og frábær hljóðfæraleikur.
Mjög svöl plata. Fer í reglulega hlustun.
Yndislegur fílingur, mjög smúþ.
Problematic gaur, gat ekki notið tónlistarinnar.
Fullkomin haustplata, mjög næs.
Nostalgía, pabbi á skemmtaranum. GO er meistaraverk.
Mjeh...
Problematic gaur. Problematic saga. Fín tónlist og vel útfærð. Samt problematic. Ekki hægt að njóta.
Mjög næs chill fílingur, falleg rödd
Skemmtilegt sándskeip, Eno klikkar ekki.
Elska þetta stöff!
Mjög góð plata.
Algjör veisla.
Skemmtilega experimental.
Frekar einhæft albúm. Fyrsta lagið, Summer's Cauldron, er samt banger.
Ekki minn tebolli. Ábyggilega voða merkileg plata, en bara ekki fyrir mig. Góð innkoma hjá Röggu Gísla.
Gott ska. Skemmtileg áhlustun.
Það er einhver kaos tilfinning í þessari plötu. Áhugaverð, en þarf ekkert að hlusta aftur.
Rosa klassískt kontrí með tilheyrandi meðvirkni í sumum lögum. Ekki minn tebolli.
Curtis er súperflæ. Geggjað grúv og fílingur. Gott stöff.
Fegurð og sorg og ást og fegurð og sorg og ást og fegurð...
Tveir bangerar. Restin ekki alveg þar. Samt stórt þrep í áttina að því sem þetta dúó varð.
Dásamlega svört ást til Englands sem er svo brotið land. Þoka, stríð og myrkur.
Þessi negla! Elska þetta.
Mjög áhugaverð plata. Punk Blues. Það er nýtt fyrir mér.
Þetta band. Þetta sánd. Elska þau!
Head over heels er best 80s lag í heimi. Platan mjög góð í heildina.
Svöl plata.
Fínasta Springsteen plata. Rennur ljúflega í gegn.
Þvílík fegurð!
Ég hélt fyrst að þetta væri grín. Svo mundi ég eftir árinu 1990.
Geggjuð, tímalaus plata! Þarf að eignast!
Alltof mikið bongó! Drepleiðinlegt til lengdar.
Mjög skemmtileg plata.
Asskolli hresst. Hélt mér á róðrarvélinni í tæpan klukkutíma!
Íkonísk rödd, skemmtileg plata.
Yndisleg plata
Mjög áhugavert! Swamp Rock - blanda af psychadelic og N'awlins rhythm & blues. Geggjuð plata.
Týpískt early 2000s eitthvað. Ekkert sérstakt. Kveikti ekki í mér.
Frekar predictable, en gott í þessu.
Svo gooooott! <3
Skemmtileg plata, nokkrir bangerar
Yndislegt stöff <3
Stórkostlegt verk!
Já já, fínasta ska.
Stuð í þessu!
Þetta varð fljótlega leiðigjarnt á sínum tíma. Það hefur ekkert breyst.
Mjög unremarkable.
Frábær plata!
Mjeh... ekkert spes.
Eintóm snilld að eilífu!
Já já, ágætt en ekki gott fyrir prófaundirbúning.
Fínasta Steely popp.
Geggjuð plata, fyrir utan fiðluskratsjið á fyrstu sekúndunum!
Ágætis plata.
Ágætis rokk og ról
Ágætt, engir bangerar samt.
Fínasta ska, skemmtilegt.
Hellings Steely Dan, gott stöff!
Ofmetið klisjudrasl. Über problematic gaur.
Problematic gaurarnir eru at it again. Þokkaleg plata en ég get ekki notið hennar.
Ágætis 80s vella.
Janis, ó Janis. Snilld.
70s Santana er geggjað stöff.
Áhugavert. Þarf að skoða þetta band nánar.
Næs og kósí plata.
Skemmtileg plata.
Platan er mjög fín. Pródjúserinn er ógeð.
Tvö lög aðgengileg á Spotify. Erfitt að meta út frá þeim tveimur. Fyrsta lagið mjög næs. Annað mediocre.
Þessi plata er eins og gamall vinur sem kíkir við eftir áratuga fjarveru. Hlýtt í hjartað og gleði.
Allt í lagi rokk og ról
Allt í lagi. Ekkert rokna kontrístuð.
Æ, sérstakt en ekkert sérstakt.
Já, já, bara allt í lagi.
Drulluþétt!
Asskolli skemmtileg plata alltaf hreint.
Dásamlega plata!
Íkonísk plata. Næs fönkjazz með byrjunarnúmeri fyrir allan peninginn!
Geggjað stöff.
Hrátt og gott.
Hin fullkomna sálumessa. Elska allt við þessa plötu.
Skothvellir og ýmis konar kynlífshljóð í lengri tíma gerðu alveg út af við þessa plötu fyrir mig. Ekki minn tebolli.
Áhugavert. Nýtt genre fyrir mér. Mjög tilraunakennt.
Þrjú góð lög. Problematic gaur að svo mörgu leyti.
Meira krautrock. Áhugavert að sumu leyti, pínu pirrandi stundum, einfalt en þó flókið. Reverbið fyrir allan peninginn.
Já já, þokkalegasta rokk. Nokkuð hrátt en ekki alveg orðið 90s rokk.
Englandsnostalgía.
Best i heimi!
Fínt blúsrokk.
Ágætt í bakgrunni.
Gott ska. Fínasta partý. Riffið úr Little Bitch er ækonik.
Dásamlega ljúf og góð plata. Elska röddina hennar.
Frábær plata. Polly er uppáhald.
Þokkalegur blús, ekkert mega.
Fínt grunge.
Ekki besta QOTSA platan en ég hef gaman af henni.
Gekk ekki alveg upp. Ekki leiðinlegt samt. Bara.. meh.
Ágætis rokkalbúm.
Góð plata. Margt sem var betra en mig minnti.
Sirkusspiladósir, hippahigh fílingur, köntrí, gregorian chants, folk, sítar, kaos. Veit ekki alveg hvernig mér líður með þetta.
Áhugaverð plata.
Þetta er voðalega týpísk late 60s köntrírokkplata með örlitlum hippafílingi. Ekkert sem stendur út úr restinni af slíkum plötum.
Sterkt fyrsta albúm. Mjög gott stöff.
Skemmtileg plata. Julian Cope skín sínu skærasta.
Ein fallegasta plata sem ég veit um. Allar stjörnurnar.
Mjög næs plata. Declan klikkar ekki.
Tusk er engin Rumours. En það eru nokkrir gullmolar þarna.
I wonder if it is possible to submit reviews for others
Best. Alltaf.
Næs plata. Get alveg hugsað mér að stúdera hana vel.
Meh, ekki mitt þeing. Frekar litlaust og leiðinlegt.
Dásemd. Cohen klikkar ekki.
Mjög næs örlí 80s.
Hundleiðinleg plata. Mæli ekki með.
Já já, þokkalegt.
Græn engi, blóm í haga og hári, hlý sumargola og fuglar syngja í trjánum.
Klassík. Hresst og skemmtilegt rokk. Meira svona!
Frekar leiðigjarnt. Með Lynard Skynard á heilanum.
Þessir hljóta að hafa verið aðaltöffararnir í heimabæ sínum á sínum tíma. Mjög hresst og hrátt!
Ágætisplata. Óbragð í munni.
Áhugavert rokk. Mun hlusta aftur.
Fáránlega gott post-punk.
Dásamleg plata. Þarf að eignast.
Fínasta haustplata. Brún lauf fjúka til og frá.
Frábær plata. Verð að eignast. Greinilegur áhrifavaldur fjölda tónlistarfólks sem á eftir kom.
Frábær plata!
Frábær plata. Ótrúleg dýpt í túlkun gamla mannsins.
Yndisleg plata.
Pínu pirrandi en samt gott
Tónlistin er ekki slæm. Röflið í mest pirrandi tónlistarmanni nútímans er slæmt. Þurfti að þræla mér í gegnum þetta.
Falleg plata, dásamlegar raddir og harmoníur.
Fín plata, mun stúdera þennan meira.
Skemmtilegt plata, eflaust þeirra besta.
Mjög góð plata. Þarf að stúdera nánar.
Hresst og létt-pönkað. Næs.
Áhugavert bakgrunnsflæði. Ekkert sem heillar upp úr skónum samt.
Frábær pepp-plata. Góð á föstudagsmorgni.
Bleh
Allt í lagi plata. Setur tóninn fyrir framtíðina hjá UB40.
Klikkað band.
Mjög kósí plata.
Hressilegt indí, smá gröndsj og pönk!
Frábært albúm. Þessi afmælisböddí er alltaf góður.
Rólegheitareggí, mæli með!
Frábær plata!
Enn önnur frábæra platan. Fylgdi mér sérstaklega á seinni hluta unglingsáranna.
Fínasta debut. Steely Dan er mjög svo næs.
Hress plata, nokkuð gaman að henni.
Meh.. mjög unremarkable.
Geggjuð plata, stórfenglegt afróbít!
Yndisleg plata. Dusty var einstök!
Príma psychadelic rokk.
Mjög kósí, tilvalin á viðburðarlitlum mánudagsmorgni.
Svona kjallarinn á Paloma jazz-funk. Heitt og sveitt.
Mjög ljúf og róleg plata. Tracey Thorn er með svo fallega rödd.
Fínasta psychobilly. Hefði sómt sér vel í hvaða Reykvískum bílskúr sem er in the 80s.
Ég held mikið með David Byrne og Talking Heads. Asskolli skemmtileg plata!
Ágætis dillibossaplata, sem minnti mig þó óþarflega mikið á af hverju ég get ekki dansað cha cha cha.
Booooring. Kjafturinn á þessum gaur gerir ekkert fyrir mig.
Fyrirsjáanlegt. Litlaust.
Þessi er alls ekki allra. Ég ólst upp við þetta og fíla vel.
Fínt 90s.
Barn síns tíma, for sure. Áhugaverð hlustun.
Já já, þetta er löngu orðin klassík. Nokkrir bangerar og restin er fín.
Yndisleg plata.
Hress og skemmtileg plata!
Ábyggilega miklir stuðtónleikar. Stemmingin skilar sér samt ekki alveg á plötu.
Frábær plata! Þarf að hlusta meira á þetta band.
Mjög kósí plata, lágstemmd og notaleg.
Meh.. boring plata. Alls ekki þeirra besta verk.
Fínt soul-stöff, góð rödd.
Alltaf jafn yndisleg.
Ekki uppáhalds Maidenplatan, en ágæt þó.
Nokkuð gott indie rokk. Punny textar.
Skemmtileg plata!
Alltaf dásamleg.
Frekar litlaust.
Drullugóð plata.
Mjög gott stöff.
Ekta Saint Etienne. Pínu skrýtin en með skemmtilegt flæði.
Feargal Sharkey fer í taugarnar á mér. En þetta er alveg þokkalegt samt.
Leiðigjarnt rokk. Nennissiggi.
Áhugavert en ekki minn tebolli.
Skrýtið og skemmtilegt. 11 ára ég var boppandi eins og ég veit ekki hvað.
Skemmtilega létt-fönkí soul.
Ekkert spes. Steve Winwood eina góða við plötuna.
Áhugaverð plata. Fín að hluta inn á bakgrunnsplaylista.
Róleg mánudagsplata. Alveg þokkaleg í heild. Why does it always rain on me er vanmetið lag. Fór beinustu leið á Who hurt you playlistann.
Fínasti metall. Fullt af góðum lögum. Og röddin.. man oh man!
Ekki besta Smiths-platan, en ágæt samt.
Kann þetta utanað. Mjög góð plata.
Ágætis byrjun hjá Chicago.
Íkonísk verk í bland við lágstemmdari lög. Allar 11 mínúturnar og 46 sekúndurnar af Papa was a rollin' stone eru þess virði að hlusta á. Oft.
Yndisleg plata.
Leiðinlegt. Leiðinda rödd. Leiðindi.
Ágætis plata. Mæli með.
Ég held ég hafi aldrei hlustað á þessa áður. Framan af var hún bara skemmtileg, en svo fór hún að verða ansi einleit.
Þessi plata er eiginlega einn stór banger. Elska sándið. Elska ryþmann.
Skemmtilega öðruvísi plata.
Ó Tom. Það tók mig langan tíma að fatta þessa snilld sem hann skapar. En gademit, hann á hjarta mitt í dag. Frábær plata.
Róleg og notaleg plata með góðum textum. Fínt svona á mánudagsmorgni.
Helst til mikið köntrí fyrir minn smekk, en hún er með svo fallega rödd að það er auðveldlega fyrirgefið.
Ágætis plata.
Proggið, sko. Elska þetta!
Hressileg plata. Ekkert uppáhald en það er margt alveg ágætt á henni.
Elska þessa rödd og rólega grúvið sem er í gangi þarna.
Snilld, tær snilld.
Skemmtilega quirky plata, mikill Syd í henni.
Geggjað grúv.
Ekkert spes
Frábært albúm, gott bílskúrsrokk.
Good old fashioned outlaw köntrí. Já já, alveg hægt að hlusta á þetta.
Var búin að gleyma þessari plötu. Enn hressileg. Hellingur af Pixies í sumum lögunum.
Æ mér leiðist CCR. Ofspilað shit, mest megnis.
Þetta er 1992 bara í einni plötu. Legendary.
Yndislega plata.
Það tók hálfan daginn að komast í gegnum þetta. Get ekki sagt að ég hafi alveg diggað þetta í spað. Kannski bara mánudagurinn í mér. Eða að þessi plata hefði alveg mátt vera 1/3 af því sem hún er. Ég á auðveldara með 26 mínútna prog lag heldur en jazz fusion.
Vanmetið band. Gott flæði í plötunni, vel áhlustanleg.
Skárra en sumt. Ozzy enn leiðinlegur en það er þó allavega einhver tjáning í gangi þarna. Lögin mörg hver alveg ágæt. Ozzy er samt leiðinlegur.
Algjör bakgrunnstónlist og ágæt sem slík. Sækist ekki í Sigur Rós.
Ágætis diskó. Mixed tilfinningar til MJ.
Áhugavert pre-grunge, ef svo má kalla. Platan nefnd eftir gítareffektunum sem voru notaðir. Gaman að þessu.
Ágætis tónlist. Síðasta platan sem þetta band gaf út enda komu upp ljótar ásakanir á söngvarann um svipað leyti og í framhaldi af þeim hætti bandið að starfa.
Algjör klassík með nokkrum gullmolum.
Snilld. Elska þetta nánast of mikið.
Þó Brian Wilson hafi samið besta lag í heimi, þá kemst ekkert af lögunum á þessari plötu nálægt því. Einsleitt og ómerkilegt.
Falleg plata. Falleg rödd.
Þeirra besta plata. Ekki mikið pretentiousness á ferðinni. Bara hrár veruleikinn. Merry Clayton bjargar þeim fyrir mér.
Ágætis 90s.
Ein af uppáhalds PSB plötunum. Þeir eru bara sér deild út af fyrir sig.
Ljúft og gott. Þægileg rödd. Góð nærvera í tónlistinni.
Meh... Algjörlega barn síns tíma og eldist ekkert sérstaklega vel.
Eitt gott við þessa plötu: lögin, þó þau séu fjöldamörg, eru flest mjöööög stutt! Einstaka inn á milli með grípandi laglínu, en almennt er þetta mjög einsleitt og ekki nógu skemmtilega útfært.
Helvíti gott albúm!
Hvað get ég sagt? Elska þetta. Innprentað í DNAið mitt, held ég.
Stórfengleg debut plata þessarra norðmanna sem eru mér mjög kærir. Fullt hús stiga.
Já já, allt í lagi plata en ekki minn tebolli.
Tvö ágætis lög þarna. Restin frekar ómerkileg.
Meh, ekki mitt stöff. Ágætur flutningur svo sem, en lagasmíðin ómerkileg.
Ég fílaði þessa plötu mjög vel. Hressilegur jazz, skemmtileg lög.
Ágætis blúsrokk. Væri alveg til í svona tónleika, sitja við borð úti í horni með góðan drykk í glasi og dilla höfðinu í takt við tónlistina.
Þetta er gott stöff.
Mér þykir mjög vænt um Culture Club og þessi plata er mjög góð. Nokkrar perlur á henni. Mæli með.
Já, já. Þetta er allt í lagi. Óþarfi að hafa síðustu tvö lögin svona löng samt. I got bored.
Það þótti ekki kúl í minni kreðsu á sínum tíma að fíla Offspring svo ég laumaðist bara með mitt fíl. Drulluskemmtileg plata. Stundum þarf bara að öskursyngja.
Eno er fínn.
Mér leiðist enn Creedence. Þetta var svo ofnotað í sveitaballabransanum og partýum þegar ég var unglingur, fékk alveg nóg þá.
Geggjuð plata. Öðruvísi. Góðir gestir á henni.
Þægilegt albúm, kósí stemming.
Ljúf og góð plata.
Fíla þetta.
Þetta er svo dimmt og drungalegt. Ef emo hefði verið til kringum 1980, hefði þetta verið prime kandídat í það. Plokkar nokkra hjartastrengi. Hlustaði ansi mikið á þetta á myrkum tímum í lífinu.
Nokkur ágætis rokklög þarna en ég get ekki hætt að hugsa um 16 ára Julia Holcomb. Steven Tyler var ógeðslegur. Veit ekkert hvernig staðan á honum er í dag, en hann var allavega ógeðslegur.
Bub, sko. Ýmislegt sem hann hefur samið sem er gott. En um þetta leyti var hann ógeð. Og ég hugsa bara um J.C. og trúi henni. Mæli með að þið lesið yfir textann "Just like a woman".
Alltaf er talað um hvað Björk sé og hafi verið á undan sinni samtíð og allt það með tónlist sinni. En... hljóðheimurinn í mest megninu af þessari plötu er copy/paste af Exciter með Depeche Mode sem kom út rúml 2 mánuðum fyrr. Það var ekkert *nýtt* fyrir mér á þessari plötu allavega. Nú telst ég ábyggilega vera föðurlandssvikari í framhaldinu.
Mjög falleg og kósí plata.
Hvað á man að kalla þetta? Prog-light? Góð plata. Dreamer er eitthvað next level good shit. Langar alltaf að öskursyngja með því.
Ágætis sálarplata. Mjög disturbing maður að ýmsu leyti.
Þið skiljið ekki hvað mér finnst Beastie Boys skemmtilegir. Geggjuð plata.
Já, skárra en margt úr þessum geira á þessum tíma. Ekki minn tebolli samt.
Þetta er gott. Það er bara þannig.
Þessi plata mætti alveg vera lengri. Ljúft áheyrnar og gullmolar inn á milli. Stevie er náttúrulega algjört wonder.
Þetta er svo geggjuð plata. Elska þetta. Ef eitthvert ykkar vill splæsa á mig góðri fimmtugsafmælisgjöf í haust, þá væri Rush safnið á vinyl mjög vinsælt.
Ágætis plata, tók smá tíma að komast inn í hana.
Yndisleg plata. Mjög róandi. Ég vil þakka Brian Eno fyrir að hafa komið mér hjartaáfallslaust í gegnum erfitt borð í Chip's Challenge.
Mér þykir svo vænt um þessa plötu.
Þessi er skemmtileg og vel gerð. Er ekki reglulegri hlustun þó, því ég myndi fá leið fljótt.
Elska þessa plötu. Nokkrir bangerar og afskaplega falleg lög þess á milli. 35 ár og 1 vika síðan hún kom út og hefur elst afskaplega vel.
Aldrei hef ég heyrt um þetta band áður og þessi plata gerir svo sem ekkert fyrir mig. Skv wikipediu er þetta fyrsta platan sem er stimpluð "alternative country" og, já, sá stimpill passar alveg. Það eru samt alveg pönkaðir undirtónar hér og þar.
Hressilegt stöff. Mig langar alltaf pínu til að hrista hnefann í áttina að yfirvöldum þegar ég hlusta á Public Enemy.
Hvað ætli mikið af vímuvaldandi efnum hafi verið innbyrt við gerð þessarar plötu? Hippastuðið alveg í toppi, tvö ofurlög og restin bara fín.
Ég hafði aldrei hlustað á Mars Volta áður og var alveg spennt fyrir fyrri helmingi plötunnar. Svo fór mér að leiðast. Ágætis lög mörg hver, en ekki nógu áhugavert fyrir athyglisgáfur mínar.
Ágætis plata, lagasmíðin góð. Mikið um óld stæl köntrísánd og ég fíla það. Bub er samt Bub.
Þessi plata kom út árið sem ég varð tvítug og hafði mjög mótandi áhrif á hugsanahátt minn varðandi kerfið margfræga. Get alveg gleymt mér í headbanginu því þetta eru bara allt djöfulsins bangerar. Elskidda!
Þessi er mjög glam-Alice. Fílana. Vantar í vinylsafnið.
Draumkennd og flæðandi, skemmtileg plata!
Þessi er ágæt. Ábyggilega fín til að hafa í bakgrunni við lærdóm.
Yes er alltaf gott Yes. Það er eitthvað við þetta early 70s progg sem á voðalega auðveldan aðgang að hjartanu mínu.
Frábær 90s-angistar plata.
Töffari töffaranna. Mér finnst þessi plata skemmtileg.
Ég hef aldrei dottið inn í Divine Comedy en þessi plata er fín!
Yndisleg plata. Carole er algjör snillingur í laga- og textasmíð.
Mikið fönk. Smá progg í fönkinu. George Clinton er náttúrulega fönkmeistari. Ágætis fönk.
Klikkuð plata. Ekki mörg ár síðan ég kynntist henni, en fíla hana í tætlur.
Frekar flatt sixtís albúm. Bítlaáhrif á einstaka stað, sinfó inn á milli og ekki mikið um hinn einkennandi víbrató Gibb-bræðra. Meh.. gerir ekkert mikið fyrir mig.
Heitt stöff, alveg hægt að dilla sér við þessa plötu frá upphafi til enda.
Fyrsta lagið þekki ég mjög vel, hafði ekki heyrt neitt annað. Þetta er þægileg tónlist, ágætis plata.
Artworkið á albúminu er banger! Langar í þetta til að setja upp á vegg. Tónlistin er eins og við má búast þegar tveir skrýtnir og skemmtilegir listamenn koma saman: skrýtin og skemmtileg.
Skemmtileg og áhugaverð tónlist, mun pottþétt hlusta á meira frá Talvin Singh.
Ágætis mest megnis chill plata.
Ágætis aldamótarokk þarna. Ég er nokkuð viss um að þetta hefði verið on constantly hjá dóttur minni ef hún hefði ekki verið 4ra ára þegar þetta kom út.
The Love Below finnst mér miklu betri en Speakerboxxx. Miklu betri væb þar. Þannig að nay og yay.
Mjög næs fönkí R&B með mjög alvarlegum undirtónum í textum. Set þetta band á skoðunarlistann.
Get ekki sagt að þetta finnska 80s hár-rokk hafi heillað mig mikið.
Klassísk plata. Margt á henni sem var á undan samtíðinni. Nokkrir bangerar. Eitt sem lætur mig minnast Eddie Murphy í eldrauðu leðurdressi. Those were the days.
Mjög klassískur blús, vel hægt að raula með þó man þekki ekki lögin. Það er eitthvað róandi við að hlusta á svona.
Byrjunin á þessari plötu skellir mér alltaf á bólakaf í Christiane F. Svo eru lögin sem ég lærði að meta og að lokum hið magnaða Wild is the wind, sem mörg hafa sungið um en mögulega aldrei hlustað á. Þau sem eiga það eftir ættu að hlusta. Magnað stöff.
Ljúf og falleg tónlist, harmóníurnar flawless. Mikið uppáhald.
Svo einfalt en svo gott. Einhverjir textar hafa ekki staðist tímans tönn, en það er svo sem skiljanlegt á næstum 60 árum.
Eitt stórt partý! Vandræðalega gott stöff. Kann þetta smá utanað, enda var ég svaðalegur ABBA aðdáandi þegar þessi kom út þegar ég var 4ra ára. Hlustiði bara. Þetta er frábær plata.
Ágætis pínu yfirpródjúserað paunkrokk. Hressilegt, en leita ekki í reglulega.
Snilldar 90s casual sveitt britpop. Mjög gott stöff.
Ef fólk fílar You've got a friend in me, þá er þetta plata fyrir þau. Voðalega kósí og vinalegt og gæti flest passað inn í Disney teiknimynd.
Þrælskemmtilegt post-paunk með britpop ívafi hér og þar.
Það er eitthvað við þetta band. Góð plata.
Ég held þetta sé uppáhalds hip hop platan sem ég hef kynnt mér. Stanslaust partý frá upphafi til enda!
Þetta er mögulega sú plata með Radiohead sem ég hef sjaldnast hlustað á. Hún er ágæt.
Mjög góð plata. Nokkur lög sem eru í all time favourites listanum.
Afskaplega mikið barn síns tíma. Gaman að því.
Þokkalegt áhlustunar. Einhvers konar undanfari Explosions in the sky.
Klassík. Snilldar plata.
Voða ljúft, allt saman. Ekkert eitt lag sem er eitthvað outstanding samt.
Svaka nostalgía. Þægilegur bakgrunnur, svona í seinni tíð.
Ég var búin að gleyma hvað þessi plata er alveg klippt út úr 1965, þrátt fyrir að hafa komið út 1990. Ágætis rall-rokk. Ræ ræ ræ.
Stórgóð plata, þunglyndi og deyfð. Eyrun mín tóku kipp þegar Colony fór í gang. Bassalínan og tromman eru nánast alveg eins og í Ilty Ebni sem kom út tveimur árum seinna.
The Style Council er svo vanmetið verkefni. Algjörlega dásamleg plata hjá þeim. Þessi útgáfa af My Ever Changing Moods er stórfengleg og You're The Best Thing er næstfallegasta ástarlag sem ég veit um.
Mjög næs plata. That Lady er iconic.
Þetta kærulausa britpop er alltaf skemmtilegt.
Ein af þessum sem ég kann utanað. Vel gerð þemaplata og þó nokkrir bangerar.
*dæs* Þetta tók sinn tímann. Sko, ég elska alveg margt með Metallica, en þær eru almennt fáar "læv" plöturnar sem ég fíla vel. Oft er verið að draga lögin alltof lengi án þess að það sé tilefni til. Og í þessu tilfelli finnst mér sinfó ekki vera að gera mikið fyrir flest lögin. Best: Hero Of The Day. Og Yeah-in hans Hetfield eftir Battery. Get sjálf framkallað slík stundum. Gerði það einhvern tíman á kóræfingu og kórstjóranum dauðbrá :D
Ég elska þessa plötu. Elska þetta hálf-hráa sánd. Maggie May er náttúrlega eitt það allra besta sem kom frá fyrri hluta sjöunnar.
Ágætis plata. Ég er ekki mikil countrystelpa, en Ray setur hér sinn svip á gömul og góð slík lög.
Asskolli hressilegt. "Noise rock" er einn af flokkunum sem þessu bandi er gefinn og það stendur alveg undir því. Mun ekki setja þessa plötu í gang eitthvað oft en get ímyndað mér að það hafi verið bilað að fara á tónleika með þeim!
Ég hafði háar væntingar þegar ég opnaði þetta en svo drulluleiddist mér allan tímann.
Ágætis 80s syntha-popp. Ég hugsa að ef AI fengi skipun um að búa til slíkt, þá kæmi eitthvað mjög svipað ABC út.
Þetta er ágætis ABBA plata. Ekkert uppáhald, en ýmislegt vel áhlustandi.
Ógeð
Þessi varð eiginlega instant klassík á sínum tíma. Svo hrátt, mikill bílskúr í þessu.
Blue Cheer er aldeilis hressilegt band. Mjög rokkaður blús og alveg hægt að finna element sem síðar hafa verið skilgreind sem þungarokk. Áhugavert m.v. ártal útgáfu. Mæli með.
Ég fíla þessa plötu vel. Mjög hæfilegir skammtar af hávaða með miklu peppi.
Ágætis plata. Leita ekki sérstaklega í Slipknot reglulega, en það má alveg dilla sér við þetta.
Þetta er mögulega sú plata með Jay-Z sem ég þoli hvað best. Get ekki sagt að hann sé í neinu uppáhaldi.
Já já, þokkalegt old school köntrí.
Algjör haustplata. Svipaður fílingur og í flestu hjá Nick Drake og John Martyn. Elskidda!
Íkonísk plata að ýmsu leyti. Hún fær velþóknunarstimpil en mögulega væri það betra fyrir mig að fá hana í smærri skömmtum í einu. Var farið að leiðast aðeins í lokin.
Curtis hefur eitthvað sem vermir sálina mína. Góð kósí-plata.
Dead boring.
Það tók þessa plötu ca helming af lengd hennar til að komast í gang hjá mér. Öll production frekar low-key, allt voða sætt og krúttlegt, en textarnir eru köntrí! Í lokin var ég farin að spá í hvort ég gæti sjálf framleitt nógu mikið twang til að geta sungið þessi lög.
Dæma skal ei plötu eftir umslaginu. Það á sannarlega við hér. Ég bjóst við einhverju aaaaaaaaaaaaaallt öðru þegar ég horfði á myndina. En svo var þetta bara nokkuð skemmtileg plata, early 90s hip hop/rapp/drum'n'bass. Já já. Hefði alveg dansað í drasl við þetta í gamla daga.
Gah... enn annað fíflið. Platan er ágætis soul, en það er erfitt að njóta hennar.
Það er einhver stemming í þessari plötu sem ég fíla svo vel. Held ég setji þetta í flokkinn "haustplötur". Drullugott stöff.
Svo smúþ að það er ekki hægt annað en að vagga sér í takt. Ekki þeirra besta plata, en hún er fín.
Elsku Syd <3 Þetta er svo mikil kaotísk einlægni. Elska Syd. Elska tónlistina hans.
Ein af þessum plötum sem hafa verið í blóðinu mínu frá því ég fæddist. Svo margir gimsteinar.
Mig langar svo að fíla þessa plötu en á erfitt með það. Held að ofspilun All I wanna do á sínum tíma hafi valdið því. Strong enough er samt gadem gott lag.
Ég gæti skrifað ritgerð um þessa plötu. Stutta útgáfan: Hún er æði! Stevie er æði! Knocks me off my feet er fallegasta ástarlag allra tíma! Don't @ me.
Betra en mig minnti.
Jaaaaá frekar litlaus djazz. Gerði ekkert mikið fyrir mig.
*swoon* Þessi plata ætti að vera skylduhlustun fyrir öll. Reglulega. Eitt af því besta sem gerðist í tónlist í níunni. Algjört uppáhald.
Declan stendur ávallt fyrir sínu. Ég velti því fyrir mér hvort það sé nokkurt listafólk annað sem hefur haldið nánast sama sándi gegnum áratugalangan feril sinn.
Ég var ekki viss hverju ég ætti von á þegar ég sá umslagið. Bjóst við einhverju listaspíru-french-induced-sjitti, en svo er bara alls ekki. Best að leyfa Dion sjálfum að eiga síðasta orðið hérna. "Dion disowned the record, stating that the production made it sound like "funeral music"
Mér verður hugsað til unglings-mín sem var dissuð og hædd fyrir það að fíla rokk. "Rokk er ekki fyrir stelpur." Fkn sjitt. Þessi plata er góð, Epic er epískt og ábreiðan af War pigs er asskolli fín!
Ágætis plata.
Þessi plata er algjör negla. Fröken Faithfull kom þarna frama sínum aftur af stað eftir nokkur mjög erfið ár.
Það er ákveðinn ferskleiki sem fylgir þessari plötu. Góð tilbreyting frá vestrænu tónlistinni. Mæli með!
Jemundur minn hvað þetta er leiðinlegt.
Nokkuð góð tónleikaplata. Ég er nú vanalega ekkert sérlega hrifin af þeim. En Lemmy, sko. Lemmy hafði eitthvað. Þessi útgáfa af Ace of spades er svaðaleg!
Ég veit ekki alveg af hverju, en ég hef alltaf haft soft spot fyrir Ice-T. Hann er eitthvað svo krúttlegur að reyna að vera rosa harður gaur og blóta voða mikið og vera anti-establishment og sjitt. Love it!
Pixies eru svo mikið æði. Þessi plata er engin Doolittle en samt stuð.
Frumkvöðlar en þessi plata per se minnir mig bara á stráka í Don Cano göllum að breika.
Heyrðu, ég hafði bara aldrei hlustað á Badly Drawn Boy og þessi plata rann nokkuð smúþlí í gegn en skilur þó ekkert eftir sig.
Lenny klikkar ekkert. Fíla þessa plötu mjög vel.
Það er eitthvað svo þægilegt við þessa plötu. Hún er alveg ágæt og vekur upp skemmtilegar minningar.
Klassískt progg. Ekki mikið af lögum sem eru þekkt utan proggheimsins, en mér finnst þetta skemmtilegt. Platan er 10 dögum eldri en ég!
Íkonísk plata, herra Cash alveg í essinu sínu.
Fallega jolly tónlist, skemmtilegt þema. Fílidda.
IT'S TRICKY TO ROCK A RHYME, TO ROCK A RHYME THAT'S RIGHT ON TIME, IT'S TRICKY, TR-TR-TR-TRICKY, TRICKY, TRRRRRRICKY! Stuð!
Þetta er algjörlega ótrúleg plata. Svo mikil ást, svo mikil sorg og særindi, svo endalaus foss af tilfinningum. Meistaraverk!
Alltaf gaman að hlusta á þessa. Snilldar verk!
Stórkostleg plata, mikil mystique, seiðandi rödd, nostalgía.
Þetta er... meh. Ekkert spes. Mögulega hefur dagsformið á mér áhrif á þessa skoðun. Prófa að hlusta aftur seinna.
Það var ung og saklaus 12 ára stúlka sem fór í bíó í kringum áramótin '84-'85 og komst þar að því hver Prince væri. Eins og bíómyndin er skelfilega hræðileg, þá er tónlistin eitt af undrum veraldar. Hún lifir með mér að eilífu. Hver tónn, hvert taktur, þetta er innprentað í mig.
Það er eitthvað svo þægilegt við þessa plötu. Hún líður bara í gegn og það er enginn æsingur. Smá köntrífílingur við og við.
Sko, þetta er mjög góð plata. Það er bara svoleiðis. Tilfinningarúss frá upphafi til enda. Adele hefur lagni við að vera pínu unhinged í söng sínum og túlkun, án þess að virðast vera það. Eitthvað sem ég er að reyna að tileinka mér.
Þokkalegt 80s rokk með smá paunkívafi.
Þið skiljið ekki hvað Jamiroquai er góður fyrir lappirnar á mér. Get ekkert hlustað á þetta án þess að dansa. Svona funk acid jazz type of thing er algjör fíkn hjá mér.
Ég á erfitt samband við hina rúllandi steina. Inn á milli þess sem fer inn um annað og út um hitt eru gimsteinar. Einn þannig á þessari plötu. Hann hífir hana ekkert rosalega hátt í einkunnagjöfinni samt.
Það á greinilega að rífa man upp á rassgatinu, harkalega, þennan morguninn! Hrikalega töff plata. Ég á mjög sterka minningu úr húsi á Kársnesinu, væntanlega haustið 1988, þar sem ég kynntist Metallica í fyrsta sinn. Vídeóið af One var sett í gang og unglingahópurinn sat og starði á skjáinn, ekki orð heyrðist í þessar tæpu 8 mínútur, sem virtust vera hálftími. Lagið er magnað en vídeóið er svakaleg saga. Saga sem var auðvelt að detta inn í. Þessi upplifun er mér dýrmæt, ein af fáum unglingastundum þar sem mér leið eins og ég fittaði inn í hóp. Fæ alltaf flashback í þessa tilfinningu þegar ég heyri One. Mér þykir vænt um það.
Progg eins og það gerist hrikalega gott. Mikið uppáhald!
Barn síns tíma, en jú, ágætis stöff á köflum.
Mjeh.... Æji, leiðist hann pínu.
Æ ekkert spes plata. When did you stop loving me er ágætt. Annað er bara voða mikið eins.
Mjög mikið kaos, eins og Iggy er einum lagið. Ágætis orka í þessu.
Aðeins öðruvísi kaos hérna. Mike Oldfield var 19 ára þegar hann gerði þessa plötu 😮 og hún er enn þann dag í dag algjört meistaraverk. Og ég er ekki sú eina sem hefur velt því fyrir sér hvort hann sé að growla á klingonsku þarna á tímabili skv smá gúgli.
Bonnie er alltaf kósí. Titillag plötunnar er klassík. Annars engar aðrar bombur, en þetta er ágætt áhlustunar.
Voða mikið hippadót. Það mætti segja að dagsnúmerið eigi vel við. Ekkert rosalega markvert í gangi.
Það hlaut að koma að því að eina Black Sabbath platan með Ozzy sem ég fíla næstum því, kæmi upp. War Pigs er sérstaklega gott, Paranoid með leiðinda vælitóninum, en restin er ágæt.
Ágætis föstudagsfönk.
Ég verð seint Deadhead. Þetta er eins óáhugavert og það er amerískt. Algjört bleh..
Geggjuð plata, gott kaos!
Þetta er allt í lagi, pínu bítlafílingur í byrjun plötunnar.
Þessi plata er bara algjörlega frábær! Ég tók double take á ártalið þegar ég hlustaði á fyrsta lagið, hélt hún hlyti að vera ca 10 árum eldri. En svo fékk ég svaka mikið Disclosure vibe í mörgum lögum. Hef grun um að þeir hafi samplað talsvert frá þessu bandi! Og nú verð ég bara að hlusta á Disclosure!
Þessi er klassík. Þægileg róandi rödd. Skemmtilega 80s raddanir í viðlögum sums staðar. Poppljóð.
Það er svo einstakt mood sem The Cure ná á þessari plötu. Allt við hana fær mig til að langa að grafa mig undir bunka af teppum með heitt kakó og hlusta á vetrarrokið hvína fyrir utan gluggann minn.Æðisleg plata!
Ein af þessum eðal-klassísku þungarokksplötum. Stutt í blúsinn sums staðar líka. Ekkert út á þetta að setja. Ánægjuleg frá upphafi til enda!
Þetta er alveg ágætis plata. Hefði kannski átt að hlusta á hana á laugardagsmorguninn, þegar hún var á dagskránni, en hey, ég er allavega vel vakandi eftir þetta 😂
Þessi plata er og verður alltaf besta pabbarokk í heimi. Hér er í boði stuð, ást, angurværð og margt fleira. Mæli með. Toppplata!
PAHKLOIF! Þrælskemmtileg plata.
Þetta er allt í lagi, svo sem. Kveikir ekkert í mér.
Snilld! Sérstaklega gaman að hlusta á my man Bernie syngja í tveimur lögum. Og ekki er það verra sem algrímið bauð mér upp á eftir að hafa hlustað á plötuna (Get Down Saturday Night - Oliver Cheatham)
Þessi plata kom út rétt eftir að ég hafði kynnst The Black Keys, þar sem þeir hituðu upp fyrir Kings of Leon í Hyde Park, London, sumarið 2010. Ég heillaðist um leið og hef verið mikill aðdáandi síðan. Þessi plata er mjög góð, hrá og hressileg. Mæli með!
Þetta var föstudagsorkan sem mig vantaði! Frábær plata!
Ágætis gítar-köntrískotið-popp. Aimee er svöl.
Þrælskemmtilegt blúgrass, mæli með að renna þessu í gegn.
Fyrsta hlustun var ágæt. Þarf að renna aftur í gegn. Held hún vinni á með tímanum.
Yndisleg plata. Einfalt mál.
Mjög fín plata, aldrei heyrt áður. 2-3 lög þarna sem fara pottþétt í róteringuna.
Þessi er ein af mínum kjarnaplötum. Ég kann hvert einasta hljóð utanað og fæ ekki nóg. Hef ekki fengið nóg í 35 ár! Stórkostlegt electro-pop verk!
Sonic Youth kallar einhvern veginn alltaf á fílinginn sem myndaðist í menntaskólakjöllurum í gamla daga (og gerir kannski enn?), allt frekar subbulegt, sófar með risastórum pullum, fólk tvist og bast að chilla. Fíla þetta.
Þessi stendur alltaf fyrir sínu. Skemmtilega kaotísk og hressileg.
Þetta byrjar vel en verður fljótt leiðigjarnt. N.W.A. ná ekki alveg að heilla mig til lengdar.
90s klassík sem heldur sér alveg. Það er einhver sjarmi við þessa rödd sem heillar.
Þessi týpa af tónlist er ekki minn tebolli. Mest megnið af þessari plötu er þó mjög gott stöff. Talsvert betra en margt sem e-a hluta vegna hefur orðið vinsælt á sl. árum.
Algjörlega vanmetin sem lagahöfundur og tónlistarkona. Frábær plata!
Grúvið í þessu bandi er svakalegt. Erfitt að skilja að þessi plata sé 32ja ára gömul! Hún er algjörlega frábær.
Enn önnur platan sem ég kann hvert einasta hljóð á utanað. Mér finnst hún enn stórkostleg, eftir öll þessi ár. Sísta lagið er það sem öll þekkja. Ef 11 ára ég var með eitthvað á hreinu, þá var það hvaða tónlist mér þætti geggjuð!
Heyrðu, þetta var bara frekar dull. Fyrsta lagið ágætt, en restin algjört meh.
Ekki minn tebolli. Frekar leiðigjarnt til lengdar.
Meh... ekkert spes. Mjög einsleitt.
Mjög áhugaverð plata. Ég fór fljótlega að spá hvort það væri eitthvað sem kallaðist pre-punk, því þetta myndi pottþétt falla undir það. Komst svo að því með gúgli að það kallast víst proto-punk. Mæli alveg með áhlustun.
Fallegt stöff. Mæli með!
Yndisleg plata. Mjög mikill kúra í sófanum undir teppi fílingur.
Ég er náttúrulega sökker fyrir Phil Lynott. Skemmtileg læv plata, flest bestu lögin.
Á fyrstu sekúndunum skynjaði ég það að þetta hljyti að vera með því skrýtnasta sem ég hef hlustað á. Í lokin gúglaði ég bandið og varð núll hissa. Herra Zappa var þarna. Það hlaut bara að vera. Áhugavert, en þarf ekki endurhlustun nema ég fari að taka ofskynjunarlyf.
90s MTV og ofnotkun á gylltum filter í tónlistarvídeóum. Það er það sem þessi plata er. Ágætt í bakgrunni.
Skemmtilegt og skrýtið á köflum. Indíið alveg að gera sig.
Ekkert nema dásemd, með dashi af fíflagangi. Elsk ❤️
Öðruvísi 80s plata. Hress og skemmtileg, með heilmiklu þjóðlagaívafi.
Já, æj, þetta hreyfir ekkert við mér. Frekar einsleitt út í gegn, uppfullt af klisjum sem ég tengi ekkert við.
Þrælhress plata!
Það eina sem heldur þessari plötu uppi er I want you to want me.
Það er eins og fólkið segir: þessi plata er frábær! Ég tengi hana svo mikið við síð-níuna að ég gleymi því alltaf inn á milli að hún sé frá snemm-áttunni.
Snilld! Mjög hresst popp og catchy lög. Elska PSB!
Var að eignast þessa á vinyl fyrir nokkrum dögum 😊 Algjör gimsteinn, eins og flest annað sem elsku Billy hefur látið frá sér.
Ein af þessum snilldarplötum frá fæðingarári mínu. Mæli með!
Ég skil ekki hæpið. Meh.
Sir Ivan er eitthvað svo kósí, þrátt fyrir sína mjög sérstöku rödd og raddbeitingu. Fíla þetta.
Þetta var bara svona bakgrunnshljóð sem runnu út í eitt. Núll spennandi.
Þetta er ágætt m.v. a) tímann sem þetta kom út, og b) það að þetta er Frankie. Hann er ekki orðinn pirrandi í krúninu sínu þarna.
Demantur frá upphafi til enda. Ein af þessum plötum sem ég hlustaði mikið á sem pínulítill krakki. Durudduddu kaflinn í Living for the city var í miklu uppáhaldi 😊
Súper smúþ R&B. Mjög næs. Algjört Maxwell'n'chill!
Allt í lagi plata. Enginn banger.
Það er svo sérstakur fílingur sem Arcade Fire bjóða upp á. Mig langar kannski helst að kalla þetta draumkennt popp. Fíla það!
Ég fæ mikinn late 90s fíling yfir þessari plötu. Mjög gaman að henni.
Mér finnst þessi ekki eldast alveg eins vel og ég bjóst við. Ansi langt síðan ég hlustaði á hana síðast. En, þú veist, já já, ágætt stöff.
Allt í lagi Elvis plata. Hann er ekkert uppáhald hjá mér.
Þokkaleg plata en vekur ekki almennan áhuga á bandinu.
Extra boring.
Mér finnst þetta æði. Mikil nostalgía, dans og chill. Pacific 202 verður á rípít hjá mér næsta klukkutímann.
Mér þykir svo vænt um Rush plöturnar. Þessi er gimsteinn.
Góð plata. Auðvitað einn risastór banger, en restin er líka fín. Meiri blús en mig minnti.
Rólegheitakósísnilld.
Ég sé ekki alveg sjarmann við þessa plötu. Varð leiðingjörn þegar leið á.
Ansi langt síðan ég hlustaði á MJ because of reasons. Þessi plata er ágæt, en mér hefur alltaf þótt hæpið í kringum hana vera of dramatískt.
Þessi plata er hrein snilld, eins og flest sem afmælisböddíinn minn hefur gefið út.
"Oim a foiah stahtah, tweested foiah stahtah" Elska þetta. Svo mikið kaos.
Frekar viðburðalítil plata. Inn á milli eru lög sem vantar bara eitthvað smá oompf upp á.
Gott föstudagspartý! Mæli með.
Vel öðruvísi á sínum tíma, skar sig úr hinni týpísku nýrómantík, og er í raun bara hresst post-punk með smá rokkabillítöktum.
Þetta elska ég alveg út í gegn. Þetta er svona... byrjunin á skúturokki, myndi ég segja. Forveri þess. Talsverður Hall & Oates fílingur í þessu, enda var Todd að pródjúsa fyrir H&O um svipað leyti.
Dásamleg plata. Emo meets nýrómantík. Mikið orchestra. The Killing Moon eitt af stórkostlegustu lögum 80s.
Þessi tónlist... þessi kona...
Það er ekkert hægt að segja annað en að ég elska þetta. Þó herra Roth hafi verið/mögulega sé ennþá aggressive asshole, þá er restin af þessu eitthvað svo skemmtileg.
Klassík. Óaðfinnanleg.
Tina lét aldeilis vita af sér árið 1984. Frábær plata. Þvílíkur performer!
Yndisleg plata. Dásamleg rödd!
Elsk ❤️
Nokkur gullkorn. Talsverð pönk-áhrif. Chrissie með skrýtna víbradóið sitt. Já já, ágætis plata.
Ýmislegt í þessu sem hefur hellings potential en ég náði ekki að tengja við fyrstu hlustun. Reyni aftur síðar.
Ég veit ekki hvort það hafi verið sniðugt hjá mér að setja þessa í gang þegar ég er að reikna heimadæmin mín. Get ekki hætt að headbanga. Þetta er drulluskemmtileg plata. Nú langar mig bara að garga AND YOU DON'T STOP á eftir hverri einustu línu í öllum lögum.
Meh.. 2 lög svona ágætlega áhlustunarverð, annað fer inn um annað og út um hitt.
Ég er ekkert mikið fyrir live upptökur. Þetta er samt í skárra lagi. Gillian er alveg svakalegur í distortion scream-unum sínum!
Ca helmingurinn af þessari plötu er tær snilld. Restin er þokkaleg uppfylling.
Mjög áhugaverð plata. Kröftug og heillandi. Dýrka raddbeitinguna sem er í gangi þarna!
Ágætis plata. Ekki þeirra besta.
Ég tengi ekki alveg við þessa plötu. Draumkennd angistin flæðir þó frekar ljúflega.
Skemmtilegt stelpupönk!
Þetta er einfalt og sjarmerandi, þar til man fer að hlusta á suma textana. Mjög mikið barn síns tíma. Eitt lag þarna sem fékk endurnýjun í grunge-inu. Gætu vel verið fleiri sem hafa verið coveruð því þetta hljómar margt hvert mjög kunnuglega.
Þetta er svona... jú, góð element, en mér leiðist til lengdar að hlusta á Böb.
Það er eitt sem mér finnst alltaf svo skemmtilegt við pönktónlist: það þykir bara sjálfsagt mál að lag sé 1:13, eða 0:39. Ekki mikið verið að horfa inn í 3ja mínútna formúluna. Enda pönk. Þetta er ágætis plata, en leið alltof hratt, þrátt fyrir fjölda laga.
Æ þetta er eitthvað svo fallega saklaust, en samt ekki. Áfram Britney!
Ég skil ekki alveg hvernig Sufjan Stevens fer að því að gera allt á eitthvað svo fallegan hátt. Yndisleg plata. Það er eitthvað svo mikið vor í henni.
Mjög falleg tónlist, fallegur flutningur, góð plata.
Afskaplega róleg og notaleg plata. Ekki minn tebolli samt.
Alls ekki hans besta plata, en það má finna gott stöff þarna inn á milli.
Ég fíla þetta í smáskömmtum. Heil, tvöföld plata er helst til mikið í einu rennsli fyrir mig.
Gott post-pönk. Stendur alveg fyrir sínu, enn þann dag í dag.
Ágætis progg. Ekkert óþolandi á þessari plötu, sem er mögulega fráhrindandi fyrir Zappa-fólk.
Þokkalegt blúsrokk. Byrjar mjög vel en fjarar svo út.
Ágætis rokk. Paul Weller nær því einhvern veginn að vera ofmetinn og vanmetinn á sama tíma. Hann hefur gert það margt gott að ég held rosalega upp á hann, og svo er til fólk sem pælir helling í tónlist en hefur aldrei heyrt hann nefndan, sem er mér alveg óskiljanlegt.
Þetta drum'n'bass dæmi úr mið-níunni er eitthvað svo déskoti gott! Er samt með hausverk eftir svona langan drumbeat-concert á tennurnar á mér.
Skemmtileg stemming. Ekki genre sem ég dett í mikla hlustun á samt.
Þetta er drullufín plata. Góð stemming.
Já, já, þetta er allt í lagi. Ég er ekki fan en þetta er klárlega besta plata Hole.
Algjört eðal-progg. Hugsa til kunningja míns sem lést í síðustu viku. Hann gerði Mooginn hans Emersons upp tvisvar, í seinna skiptið í bílskúrnum heima hjá sér.
Ágætis plata. Mjög sterk tengsl úr sumum af þessum lögum í t.d. seinni tíma projectið Electronic.
Asskolli hresst og mikið flipp. Það þarf ekki að líta langt þegar man spáir í hvar Ljótu hálfvitarnir hafa fengið 95% af sínum innblæstri.
Mjög langt síðan ég hlustaði á þessa. Hún heldur sér ágætlega.
Fallegt grúv, alltaf hægt að hlusta á Al.
Alltaf gaman að hlusta á Talking Heads. Skemmtilega hrátt og ögrandi.
Þetta er góð plata, mikið grúv, mikið fönk og rappið er ekki óþolandi.
Þessi tók smá tíma að vinna mig yfir, fyrstu lögin voru ekki að heilla en svo gerðist eitthvað á miðri leið. Allt í allt alveg þokkaleg plata
Skemmtilegri plata en ég bjóst við.
Meh, ekki minn tebolli.
Yndisleg tónlist, Air klikkar ekkert.
Allt í lagi stöff, ekkert sem greip mig sérstaklega.
Allt í lagi post-pönk, pínu millivegur milli pönks og nýrómantíkur, myndi ég segja.
Það tók ca 30 sekúndur að húkka mig. Alveg fín plata!
Þessi heillar ekki. Með árunum hefur leiðinn gagnvart Marley og félögum aukist.
Elska þetta!
*austin powers dance gif* Allt í lagi plata.
Ég dýrka þetta albúm. Verð 16 ára aftur við hlustunina.
Voða rólegt og kósí, en greip mig ekki.
Eins og flest annað frá New Order, þá er þetta gott stöff. Signature sándheimurinn stendur alltaf fyrir sínu.
Þetta er mjög áhugaverð plata. Ég þarf að stúdera þetta band meira!
Ljúf og notaleg Joni. Mæli með.
Vanmetin plata.
Já já, þetta er ágætt.
Eðal-albúm!
Elska þessa plötu!
Elsk!
Þetta er alveg, já, bara fínt. Smá nostalgía.
Æðisleg plata!
Bangeramaskínan Nile+Bernie setja risastórt mark sitt á þessa plötu. Stanslaust stuð!
Þessi týpa af köntríi fer alveg óendanlega í taugarnar á mér. Hjálpar ekki til þegar textar fjalla um að myrða konuna sem vildi þig ekki.
Hvar hefur þú verið allt mitt líf, Thelonious? Æðislegt stöff!
Hressilegt stöff, ýmislegt alveg þokkalegt og annað aðeins síðra.
Áhugavert fyrir Janis Joplin fólk.
Þetta er drullugóð plata!
Einn stór banger frá upphafi til enda, í raun og veru. Ég kom seint á Destiny's Child vagninn en mun seint fara af honum.
Fíla þetta. Þarf að hlusta meira á Elliott.
Þessi náði mér ekki alveg. Það vantar eitthvað úmpf í þetta.
Ekki hans besta verk, en alveg ágætt þó.
Það þarf ábyggilega að grúska í texta og hlusta mörgum sinnum á þetta til að virkilega ná að tengja. Ég náði því allavega ekki í fyrstu hlustun.
Yndisleg músík, tilvalin til hlustunar á myrkjum vetrardögum þegar kúrt er undir teppi með heitt súkkulaði á kantinum.
Framúrstefnulegt á sínum tíma, en aldrei neinn hittari fyrir mig.
Ágætt stöff.
Ef eitthvað hefur verið tilraunakennt á sínum tíma, þá er það þetta. Drullugott stöff, mjög svalt!
Yndisleg kósí-chill-plata. Mæli með!
Frábært gáfumannapopp!
Þetta er... áhugavert. Þarf að hlusta aftur við tækifæri. Mjög hrátt.
Mest megnið af þessari plötu var orðið mjög þreytt fyrir löngu síðan. Það er þó eitt lag þarna sem mér þykir enn mjög vænt um (Champagne Supernova)
Þvílík nostalgía! Mikið pepp og mikið stuð!
Ég fíla þessa plötu svo vel, ein af mínum uppáhalds frá sl. áratug.
Æðisleg plata! Ofboðslega falleg og áhugaverð.
Það er eitthvað við breska paunkið sem gleður mig svakalega. Mjög góð orka í þessu bandi, allt eitthvað svo frjálst og hrátt. Luv it.
Gimsteinn.
Þessi plata er algjört comfort zone fyrir mig. Kann hana utanbókar og gríp í við og við. Ljúft popp.
Gimsteinn. Aktívistasti minn 🥰Hver bangerinn á eftir öðrum.
Yndisleg plata, eitt það besta sem hefur komið út á undanförnum árum.
Kom pínu á óvart, fíla mjög vel.
Hressilegt stöff. Alltaf gaman að heyra lögin tvö sem David Bowie gaf seinna út, þetta eru svo allt öðruvísi útgáfur.
Geggjað fyrsta albúm, mjög solid fílingur gegnum alla plötuna.
Þetta er hressileg plata, skemmtilegur early 80s hljóðheimur og ein dansgólfsbomba.
Fullkomið. Vinalegt og kósí og róandi.
Sem bakgrunnstónlist er þetta ágætt. Alls ekki það besta sem herra Orbit hefur gert.
Betra en mörg læv albúm. BB var í stuði þarna.
Meh... fyrir utan þetta eina verulega góða lag.
Þetta er ágætis progg. Ekki allra, eflaust.
Voða rólegt og algjörlega án wow-factora.
Þetta er nú meiri helvítis snilldin! Mjög auðvelt að heyra tenginguna milli The Cure og Kælunnar miklu.
Gott popp, passlegt melodrama.
Ég hef alltaf fílað orkuna hjá Supergrass. Mjög gott fyrsta albúm!
Fínasta popp. Fíla röddina mjög vel.
Allt í lagi pönkrokk. Ekki mitt uppáhalds frá The Damned
Fíla þetta. Mjög basic Chicago blús, þannig séð, en gott stöff.
Yndisleg plata, eintóm ást!
Langt síðan ég hef hlustað á Roni Size. Sumt eldist vel, annað ekki.
Áhugaverð plata. Mjög brasilísk en samt með skemmtilegum folk-áhrifum m.t.t. tíðarandans.
Þetta greip mig ekkert sérstaklega.
Geggjuð plata!
Akkúrat svona köntrí finnst mér óendanlega leiðinlegt.
Þetta er dálítið kósí, ömmufílingur, einfalt.
Gott stöff! Mjög áhugavert band.
Byrjar þokkalega, miðjumoðast svo og endar á tveimur góðum. Þetta er allt í lagi. Blendnar tilfinningar.
Það er eitthvað svo voðalega sveitó við þessa plötu. Svona krútt-sveitó.
Þægilegt, ljúft. Saxinn er alltaf kósí. Veit ekki hvort Jimmy hafi verið alveg incredible, samt.
Æji, þessi "Ó ég er svo villtur og get ekki hætt því, ekki einu sinni fyrir einu sönnu ástina" týpa af köntríi þykir mér svo afskaplega klén og leiðinleg.
Fullkomið albúm. Fullkomlega kósí á svona rigningardegi.
Ein af mínum allra mest uppáhalds plötum. Frábær frá upphafi til enda. Mikil gleði með að hún sé á listanum 🥰
Það tók nokkur lög til að sannfæra mig, en þetta er drullugott!
Ljúft og notalegt. Klassi yfir þessu.
Frábær frá upphafi til enda. Einstakur talent.
Snilldar stemming! Frábær plata!
Áhugavert stöff. Áhrifavaldur á ýmislegt sem kom seinna meir.
Þunglyndislegt ástralskt popp. Fær góða dóma en ég tengi ekki.
Fjörugt post-pönk. Alveg þess virði að skoða.
Þetta er þrælskemmtilegur nostalgíu-bunki.
Mjög langt síðan ég hef hlustað á RHCP og hef ekki misst af neinu svakalegu. Tveir absolute bangers, restin er meh.
Vanalega er ég all in í post-pönkinu en þetta er ekki alveg að ná mér á sitt band.
Alls ekkert alslæmt, en ég tengi nákvæmlega ekkert við þetta.
Þarna fóru Byrds-liðar 100% út í köntríið og misstu mig þar með. Ekkert spes.
Það var mjög langt síðan ég hlustaði á þessa síðast. Var eiginlega búin að gleyma hvað hún er drullugóð!
Þetta er allt í lagi. Meira post-pönk en ég bjóst við.
Miðlungs R.E.M. plata. Ekkert rosa eftirminnileg.
Ekki alveg minn tebolli. Þokkalegir sprettir hér og þar.
Alltaf gott. Allt gott. Gott gott.
Frábær plata. Mikil stemming.
Þetta er sjálfsagt ekki allra, frekar en nokkuð annað, en það er e-ð svo sakleysislegt við túlkun Ramone-bræðra að ég elska það. Svona "Við erum hrikalega töff, í alvöru, sko" dæmi.
Frekar dull á heildina litið. Enginn banger, bara meh.
Lögin sem Richard syngur: meh. Lögin sem Linda syngur: 😍 Brb, farin að skoða meira af því sem hún hefur gert!
Þetta byrjar þokkalega áhugavert en verður pínu leiðigjarnt til lengdar.
Ég er alveg 50/50 með þessa plötu. Þolanleg að meðaltali.
Ég elska þetta afskaplega mjúka grúv. Þessi tónlist ætti eiginilega að kallast smúðingur!
Einstaka lög sem hrífa mig. Allt í allt leiðigjarnt til lengdar samt.
Þetta var greinilega sándið hjá nýjum enskum böndum haustið 1981. Minnit um margt á byrjun Depeche Mode ferilsins. Allt í lagi annars, enginn banger.
Æðisleg plata! Svo mikil og kröftug orka. Luv it.
Drullugott albúm. Byrjar sterkt og verður betra með hverju laginu sem líður!
Skil ekki alveg hvað þessi plata er að gera á þessum lista. Ekkert sérstaklega áhugavert í gangi þarna.
Skemmtileg plata, skringileg á köflum en ekki á slæman hátt.
Þetta er partý. Sérstakt partý, en partý þó.
Mjög gott. Ekki hans besta en mjöög gott.
Margt mjög gott á þessari plötu. Work it er náttúrulega bara next level dansgólfssnilld.
Elska þetta.
Ágætis plata. Fíla vel fönkið sem leynist þarna inn á milli.
Þetta er frikkin brilliant plata.
Snilld.
Ég þekki 2003 Goldfrapp vel, svo þessi plata kom mér mjög á óvart. Allt annar fílingur. Mjög ljúft. Kate Bush væbs á köflum. Mjög næs.
Þessi er alveg 50/50 í mínum huga. Frábær og óáhugaverð.
Svo ljúft og svo ljúfsárt ❤️
*Fliss* Þetta er svo... æji.. Margt af þessu er alveg gott m.v. tímann en svo er þetta bara parody 😂. It can't happen here er alveg til að toppa málið 😂
Ég hef aldrei verið fan en það eru nokkur þokkaleg lög þarna.
Þetta er skemmtileg nýbylgja, passlega moody.
Alveg ágætis plata.
Mjög kósí plata.
Indie rokk með dashi af psychadeliu. Nokkuð gott en engin sprengja.
Þetta var eiginlega bara drepleiðinlegt. Það er ekkert hægt að hlusta á Brimful of Asha á 17 snúningum þegar man er vant Fatboy Slim útgáfunni.
That's my Jam! Elska þessa nýbylgju. Alltof margt fólk hér á Íslandi sem veit ekki einu sinni af þessari hljómsveit.
Skemmtilegt indie pop!
Enn ein nýbylgjuplatan. Þetta er... allt í lagi. Vantar eitthvað upp á neistann þarna fyrir mig.
Þetta er rosa broody. Gott broody.
Ugh.. lag nr tvö eyðilagði þetta alveg. Mjög ósmekklegt. En.. þið vitið. Sjöundi áratugurinn var skítur að því leyti í sumum kreðsum. Þannig að bara... nei.. ekki fyrir mig.
Fíla þetta glam rokk.
Þetta er nú meiri sýran..
Þetta er ekkert slæmt. Bara ekkert gott heldur.
Oh þetta er svo kósí. Svo mikill afafílingur í gamla, sem er btw 45 árum eldri núna.
Þetta er allt í lagi, ekki minn tebolli en alveg áhlustanlegt.
Fín plata. Dálítið tímalaus tónlist. Mjög gott.
Ágætt stöff.
Meh..
Æðisleg plata. Todd er svo vanmetinn!
Gott rokk. Fyrirmyndar rokkrödd hjá herra Cornell.
Inn um annað eyrað og út um hitt. Ekki minn tebolli.
Þetta er allt í lagi. Ekki þeirra besta stöff.
Nokkur meistaraverk þarna!
Snilld með smá kjánahrolli inn á milli.
Mjög þægileg tónlist. Þarf að skoða betur.
Jollí og skemmtilegt.
Yndisleg nostalgía. Eldist samt vel.
Áhugavert. Hefur verið ansi framsækið á sínum tíma.
Nokkuð gott. Áhugaverð tilraunastarfsemi m.v. tímasetningu.
Ekki þeirra besta plata, en drullugóð.
Þetta er ekkert sérstakt. Ekki alsæmt þó.
Algjört ævintýri. Þú veist aldrei hvað gerist næst. Viðbrögð mín vou allt á bilinu hláturskast að geispa.
Byrjar rosalega vel og verður svo mest megnis kaótísk bakgrunnstónlist. Sem er alls ekki slæmt. Var bara áhugaverð þróun hjá þeim á sínum tíma.
Ég hugsa til litlu unglings-Ásdísar sem var hædd fyrir að fíla þetta á sínum tíma. Minn innri rebel fékk á nærast á þessari tónlist.
Fíla þetta mjög vel. Fer í nánari rannsókn!
Þetta er þétt og mikið stuð.
Nokkuð næs bara.
Algjört uppáhald.
Mjög smúþ, kósí, góð rödd.
Þetta var ekkert sérstaklega að heilla. Vantar einhvern sjarma í þetta post-paunk.
Þetta er djöfulsins partý. Rosa nostalgía. Fíla þetta.
Hressandi að fá eitthvað allt annað en það sem gengur og gerist í popp- og rokkheimum. Tilvalið til frekari skoðunar!
Sumt gott, sumt vont.
Gott stöff.
Jáááá, það tók mig nokkur lög að finna gírinn en svo er þetta bara drullufín plata.
Frábær plata. Hvar hefur hún verið allt mitt líf?
Stórfenglegir tónleikar! Amsterdam er rosalegt! Hlustaði á lengri útgáfu plötunnar á https://music.youtube.com/playlist?list=OLAK5uy_md8CgECWzLA6WbE8tQIjKQzfXXeyEw19M&si=3_SKV3sdxKGsEKLK
Meh... endar á góðu lagi. Restin er ekkert spes eða var svo ofspilað á sínum tíma að það fer bara í taugarnar á mér núna.
Áhugavert. Rosa mikið 2000 ambient væb með skemmtilegu tvisti.
Elska þetta sánd. Elska nokkur af þessum lögum. Algjört synth new wave dreamy dót. Elska það.
Elsku bestu prog Genesis 🥰🥰 Ég hreinlega elska þetta!
Þetta eru ágætis læti.
Ég hef nú aldrei verið hrifin af þessum kalli, og ekki bætti það úr skák fyrir stuttu þegarr hann fór að tala um trans fólk með rassgatinu á sér. Þessi plata er heldur ekkert spes. Ansi mikið copy paste frá öðru listafólki þess tíma.
Fjörugt rafpopp, alveg hægt að tjútta við þetta.
Sorrýmemmig en þetta er alveg drepleiðinlegt.
Já já, þetta er ágætt.
Drullugóð plata. Kann að meta þetta betur og betur með hverju árinu sem líður.
Þetta er fínt stöff. Gott fönk oft undir rappinu.
Á þriðja lagi var ég alveg komin í gírinn. Góð plata.
Frábær plata. Ég sé alltaf einhvern veginn eitthvað nýtt æðislegt við hana við hverja hlustun.
Hresst og skemmtilegt. Alltaf hægt að grípa í.
Það er svo ótrúlega þægilegt og kósí haust í þessari plötu. Fullkomin fyrir árstímann.
Þetta er lágværara en mig minnti. Voða dreamy. Ekki McDreamy.
Æji þetta er voða þreytt
Pirrandi en gott. Langar bara að vera late 70s pönkari úti í horni að vera fúl út í heiminn.
50/50 nostalgía og innumannaðútumhitt
Þetta er svo rosalega mikið barn síns tíma. Pínu nostalgía en úff, svo mörg rauð flögg í textum og bara.. æji.
Snilld, eintóm snilld. Elska allt við þetta.
Elska þetta ekki. Ekkert slæm plata, en ég næ bara ekki að tengja við hana.
Fíla þetta vel.
Æji þetta var ekki gott. Nú verð ég að hlusta á What time is love nokkrum sinnum til að hreinsa þetta út úr minninu. https://music.youtube.com/watch?v=xMUeAJ1Ot3s&si=NZlJ9MLWWaiYW8lG
Jimi stendur alltaf fyrir sínu. Alls ekki allra, en ég fíla þetta.
Allt í lagi.
Tvö góð lög, restin er alveg drep.
Dásemd.
Beintenging í solar plexusinn minn. Ég hristi bara hausinn yfir því hvað þessi plata hefur mikil tilfinningaleg áhrif á mig og ég hef enga stjórn á því. Svo ofboðslega bittersweet.
Sumt mjög gott, annað arfaslakt. Söngstíllinn er ekki allra en passar vel í sum lögin.
Ágætt, betra en mig minnti.
Ágætis plata. Minnir óþarflega mikið á ljóta bucket hatta, en það skiptir kannski ekki mestu máli.
Mér þykir eitthvað svo vænt um þetta.
Fegurð, allar tilfinningarnar.
Já. Veit ekki alveg. Þetta kveikir ekkert í mér, en er ekkert slæmt samt. Sá það ekki fyrir að þetta væri frá Þýskalandi.
90% drasl, 10% þokkalegt instrumental prog-like shit.
Ég er meira fyrir pre-Rattle'n'hum U2. Þó hér sé að finna nokkrar ágætis ballöður, þá er þetta ekki fyrir mig.
Gott stöff. Titillagið er alveg frábært.
Alveg drep.
Stanslaust stuð! Elska þetta!
Ekki besta platan hans, en ágæt þó.
Ljúft og gott. Eðalrödd!
Þetta er bara ágætis plata.
Djöfulsins partý er þetta! Hafði heyrt tvö lög áður en restin er frábær líka. Góð orka!
Þetta er argasta snilld. Ómögulegt að sitja kyrr. Vorkenni ykkur að hafa misst af danstjáningunni minni í eldhúsinu í morgun.
Ég finn hvergi leið til að hlusta á alla plötuna online. En það sem ég hef fundið er ágætt.
Það er eitthvað sakleysi í þessu sem ég fíla. Nokkur mjög góð lög.
Þetta er... já já, allt í lagi.
Þetta heillar ekkert sérstaklega. Mögulega tvö lög þarna sem eru ágæt.
Einfalt og ágætt.
Intróið lét mig halda að þetta væri eitthvað spectacular, en svo var víst ekki. Þetta er allt í lagi samt.
Þetta er rosalega horny eins og allt sem Roxy Music gerðu á þessum tíma. Elska það!
Fínt gáfumannapopp.
Æji, þetta er ekkert voðalega gott.
Fyrsta hlustun var ekki að gera sig fyrir mig.
Hressilegt, alveg ágætt. Engin dauð stund.
Já já, þetta er ágætt.
Ó svo fallegt
Það sem ég er búin að bíða eftir þessari plötu á listanum! Albesta gáfumannapopp sem gefið hefur verið út. Algjör demantur.
Kúl plata. Alltaf gaman að grípa í hana.
Það er eitthvað ljúft og heillandi við þetta.
Ágætis drulla.
Eins og áður hefur komið fram er ég vanalega ekki hrifin af "læv" albúmum. En þetta er flott. Áhugaverð túlkun hjá þeim.
Þetta gerir nákvæmlega ekkert fyrir mig.
Þetta er, já já, alveg fín plata. Ég skil samt ekki tendensinn sem ég sé hjá mörgum artistum að vera með mínútulangt blaður inn á milli laga. Janet Jackson púllaði það '97, en allt annað missir marks, finnst mér.
Mögnuð.
Rosalega mikið basic amerískt late 80s rokk. Ekkert spes.
Ágæt plata. Bjóst við fleiri bangerum samt.
Fíla þetta ágætlega.
Þetta er svo klikkaðslega gott concept. Tom reytir af sér brandarana og jazzbandið er sturlað. Elsk!
Þokkalegt, vantar samt einhvern neista í þetta.
Æji, þetta er 90% uppfyllingarefni.
Sumt alveg top notch R&B, annað í miðlungsflokki. Overall næs plata.
Drullugóð plata.
Ugh, mér leiðist kallaköntrí ennþá.
Svo óskaplega falleg plata. Elska hana <3
Ágætis plata. Samanbland af svo mörgum stefnum sem voru í gangi um þær mundir.
The The fílingurinn er frábær.
Dásemd! Hvílík rödd! Hvílíkar laga- og textasmíðar! Elsk <3
Asskolli næs og chill. Ekki það sem ég bjóst við þegar ég sá myndina á coverinu.
Ágætis plata. Öðruvísi stemming en venjulega, og velkomin.
Ég entist ekki í gegnum alla plötuna. Dreeeeepleiðinlegt drasl.
Ágætt rokk og ról!
Áhugavert að vissu leyti. Dálítið out of sorts m.v. tímann.
Mjög kósí í heildina, þó það hafi ekki verið fyrsti væbinn sem ég fékk.
Snilld. Þægileg snilld.
Það er ekki oft sem ég set plötu dagsins strax aftur í gang eftir að henni lýkur. Geri það í þetta skiptið. Fullkomin plata. Allur tilfinningaskalinn. Elska hreinlega allt við hana.
Allt í lagi dót, hef ekki pælt mikið í þessu bandi en þetta er í lagi.
Alltaf snilld!
Hressilegt og hálf tímalaust.
Meh.... Out of time er ágætt, minnir mig á föðursystur mínar í stuði, en restin er algjört snúsfest.
Skárra en margt.
Þetta er að mestu alveg ágætis plata. Skil samt ekki af hverju helv falska flautinu var hleypt í gegn á sínum tíma. Fæ alveg hroll yfir því. Að öðru leyti fínt stuð. Enda Englands-árið mitt.
Fallegt. Virkar vel í bakgrunni við vinnuna. Langar að setja aftur í gang seinni partinn þegar það er orðið dimmt úti og ég komin undir teppi í sófanum með kakó á kantinum.
Ágætis kósíplata.
Þessi plata gerir nákvæmlega ekkert fyrir mig.
Skondin plata. Dálítið eins og herra Paul hafi mætt með eitt tilbúið lag í stúdíóið (Maybe I'm Amazed) og restin er bara svona... tilraunastarfsemi til að fylla upp í plötuna. Tilbúna lagið er hins vegar svo gott að það bætir margfalt upp fyrir skort á undirbúningi hinna laganna.
Var búin að gleyma þessari. Fín plata!
Tímalaust fyrir mér. Alltaf gott.
Allt í lagi. Ol' blue eyes er ekki alltaf minn.
Meistaraverk frá upphafi til enda.
Frábær plata. Extra æðislegt að aðalgaurinn spili á flugelhorn!
Algjört feel-good dæmi fyrir mig. Fæ aldrei nóg!
Ef cozy indie væri an actual thing, þá ætti það vel við um þessa plötu. Fíl´ana.
Tveir bangerar, restin frekar ómerkileg.
Geggjuð plata. Elska þessa rödd!
Hún nær mér ekki alveg, þessi plata. Ansi einfalt stöff, flest.
Ágæt afþreying.
Svo kúl plata að ég svitna!
Ýmislegt áhugavert, skemmtilegt popp-fönk inn á milli.
Kom á óvart, skemmtilega progg-skotið.
Þrælgóð plata.
Ég hef aldrei verið gallhörð fyrir Johnny, en þessi plata er sérstök. Stemmingin í fangelsinu skilar sér alveg í upptökuna. Gott stöff.
Afskaplega non-noteworthy. Þolanlegt bakgrunnsdæmi, ekki mikið meira en það.
Ég veit ekkert af hverju ég elska hrátt pönk. Ég bara elska það. Geggjuð plata!
Scott kveikti ekki í mér.
Kom skemmtilega á óvart. Mjög gott!
Þessi er alltaf góð!
Kraftmikið og rífur aðeins í sálina.
Ó þetta meistaraverk! Top notch!
Afskaplega róandi, gott fyrir einbeitingu.
Ágætis 70s rokk með köntrí-ívafi við og við.
Overall allt í lagi plata, en Let It Grow heldur henni algjörlega uppi. Eitt af uppáhalds.
Drullugott stöff!
Svo ljúf og notaleg. Góð byrjun á árinu.
Tengi ekki alveg.
Fíla þetta, næstum því hrátt, samt eitthvað smúþ.
Já já, þetta er ágætis plata.
Svona 50/50 plata. Sumt mjög gott, annað algjört drasl.
Búin að hlusta þrisvar í gegn í dag og var farin að skæla af fullkomnuninni í lokin. Þetta ættu öll að hlusta á, og virkilega *hlusta á*. Ég meina það.
Ó gamla góða U2 sem var síkvartandi yfir yfirvöldum og hálfvitum.
Boooooooring.
Meh...
Sérstök stemming hjá Randy. Hvert einasta lag er sögustund sett fram á gamaldags kvikmyndatónlistarhátt. Ágætt í heild sinni, en sérstakt.
Hef aldrei verið fan og þessi plata breytir engu um það. Ekki minn tebolli. Plús krípfaktor.
Drullugóð plata. Alveg hægt að headbanga yfir henni.
Allt í lagi stöff. Dálítið bítla-wannabe-vibe sem er alveg skiljanlegt m.v. útgáfuárið.
Þægilegt classic rock. Fílidda.
Klikkað albúm. Live útgáfan af Birdland er alveg top notch!
Þetta er betra en mig minnti. Ágætis noughties rokk.
Svo gott, algjört feel good dæmi.
Mjög þægilegt áhlustunar. Þarf að skoða þennan artista betur.
Það er margt verra til en þetta. Langar samt ekkert til að hlusta oft og mörgum sinnum.
Gjörsamlega gordjöss plata.
Mér finnst þetta ekkert spes albúm. Sorrýmemmig.
Ansi hressilegt fyrir mánudagsmorgunn. Vakti mig allavega almennilega.
Nokkuð þétt, nokkur mjög góð lög.
Baaba Maal er bara drullugóður. Rosalega notaleg tónlist.
Svo gott í hjartað. Algjört elsk <3
Áhugavert. Dramatískt. Mun ekki fara í reglulega hlustun.
Frábær plata, mikið tjútt!
Njeh... myndi ekki hafa þetta albúm á listanum. Alls ekki hans besta.
Tvö af Top 10 80s R&B lögunum mínum eru á þessari plötu. Ógurlega fallegt sánd, elska þetta.
Æðisleg plata frá Elton. Algjör bomba!
Sannarlega þeirra besta plata. Nokkrir bangerar og nokkur vanmetin.
Betri en ég bjóst við á fyrstu tónum.
Geggjuð klassík, þó það væri ekki nema bara fyrir Peg sem er algjör demantur.
Ágætis 80s ástralskt. Það er einhver tónn sem er rosa ástralskur. Ágætt, alveg hreint.
Tengi ekkert sérstaklega við þetta.
Ekki alveg að hitta í mark hjá mér. Röddin í Feargal Sharkey fer líka í taugarnar á mér.
Notalegt eins og við má búast af Ivan.
Elska þessar raddanir. Nokkuð góð í heildina.
Meh.. heillar ekkert.
Allt í lagi, engin bomba.
Gafst upp á miðri leið, ekki gott.
Sannarlega breakthrough albúm á sínum tíma. Hrátt rafpopp - hljómar ekki rétt en þetta er það að mestu leyti.
Þetta er nú ekkert voðalega skemmtileg plata.
80s goth rokk er besta goth rokkið. Sándið er óumflýjanlegt.
Mjög gott concept albúm. Vel gert. Góð ádeila. Geggjuð rödd.
Ég skil ekki af hverju ég hef aldrei heyrt af Sarah Vaughan áður. Þarf að skoða hana betur. Fíla þessa plötu.
Gott, fíla þetta.
Frekar mikil ládeyða.
Orðin ansi leið á þessu í síðasta laginu. Allt voðalega mikið eins.
Ágætis indie. Mun alveg renna henni aftur í gegn.
Áhugavert að vissu leyti. Stemming.
Frábært og fallegt!
Drulluskemmtilegt stöff.
Passlega þunglyndislegt.
Ástralskt pönk. Já já, alveg hægt að hlusta á þetta.
Elska melankólíuna hjá Japan. Vildi óska að þetta band hefði fengið meiri spilun hér á landi á sínum tíma. Það var varla að man vissi af þeim, nema vegna þýskra popp-blaða.
Algjör snilld.
Mjög gott progg. Progg sem ætti eiginlega að vera hlustað á í þreyttum La-Z-boy í brún-teppalögðu herbergi með appelsínugul-mynstruðu veggfóðri á veggjunum.
Þetta er, já, popp-skotið pönk. Allt í lagi.
Skemmtilegt popp, sem er samt ekki uppskriftarpopp.
Ansi pönkað alt-rokk, hæfilegt fuck you attitjúd. Fíla þetta.
Þetta fellur undir liðinn "læv albúm sem ég fíla ekki".
Þetta er alveg ágætt að mestu leyti. Hálf-peppuð chill-tónlist. Er það a thing?
Þetta indí rokk eldist betur en ég átti von á. Fíla þetta s.s. betur núna en þá!
Alveg drep...
Þetta er svo drullugóð plata, frábært flæði í henni.
Barnæskan mín. Væntumþykja og luftgítar.
Ansi svalt albúm. Hef ekki mikið hlusta á SZA en þetta er kúl.
Áhugavert. Kom mér á óvart.
Stappfull plata af fkn góðum lögum. Elska þetta!
Svo smúþ að silki er eins og sandpappír við hliðina á því! Elska þetta!
Þessi gerir ekkert fyrir mig.
Eldist mjög vel. Fíla mun betur en þegar hún kom út.
Almennt ekki grípandi tónlist en fullt af pælingum sem ganga alveg upp samt.
Ekki uppáhaldsplatan með kallinum. Góð samt.
Skil ekki alveg hæpið sem sumir jafnaldrar mínir hafa fyrir þessu bandi. Mér finnst þetta allt einhvern veginn hálf klárað.
Sumarið 1988 hjá mér í hnotskurn. Ein af mest spiluðu plötum í vínilsafninu mínu. Elska þessa orku frá upphafi til enda.
Þetta er mest megnis slappt, fyrir utan náttúrulega aðal bangerinn, Family Affair.
Þetta á heima í dimmum kjallara þar sem fólk situr alls staðar, lokar augunum og bara hlustar. Elska þetta.
Læti og djöfulgangur. Fíla þetta mjög vel í vissum aðstæðum. Eins og t.d. þegar ég er að glósa upp úr námsefni eða þarf að einbeita mér.
Ætli þetta sé ekki uppáhalds Bob-inn. Mæli með að hlusta á Don't think twice og fara svo beint á eftir í besta coverið af því með Grýlunum! Tveir mjög andstæðir pólar, en svooooooooo gott, hvort tveggja!
Þessi fkn plata. Snilld frá upphafi til enda. Finnst samt eins og þetta sé mögulega "you had to be there" dæmi. Það tók ekki nema ca 6 tíma að ná "I got the poison, I got the remedy, I got the poison, the rythmical remedy" úr hausnum á mér!
Mest megnis gott, fílgúdd stöff. Minnir mig alltaf á eina systur mína.
Pínu ofmetið í heildina, en það sem er gott er gott.
Langbesta LCD platan. Hreinlega frábær frá upphafi til enda. Elska hljóðheiminn, skemmtileg blanda af rafdóti og hráum elementum.
Þessi nístir í hjartað að svo mörgu leyti, þrátt fyrir að vera ekki alveg eins mikið "haust" og hinar plöturnar hans. Ofboðslega gott stöff.
Paul Simon er frábær sögumaður. Það skín gegnum alla þessa plötu. Mjög gott stöff.
Heillar ekki alveg.
Dirty Diana stendur upp úr. Restin er slök upp upp í ágæt.
Ég er með rosa soft spot fyrir The Cult. Fíla þetta mjög vel.
Drullugóð plata. Elska væbinn.
Nú móðga ég einhver. Þetta er svo arfaslakt. Upptakan léleg, enginn virðist vera í góðu formi. Týpískt fyrir genre-ið "tónleikaplötur sem heppnast ekki vel", sem ca 95% tónleikaplatna falla undir skv. mér.
Elska þetta.
100% þeirra sánd. Mest megnis gott.
Það eru element í þessu sem ég fíla. Rödd sem rétt svona næstum hangir í tóninum 99% af tímanum er ekki eitt af þeim elementum.
Tónleikaplata sem virkar.
90s easy listening heimstónlist í hnotskurn. Mjög ljúft!
Þetta var kannski full harkalegt til að hlusta á kl 8:30 að morgni, en ég fíla þetta.
Þegar ég sá að Zappa Trust væri skráð fyrir þessari útgáfu, vissi ég að eitthvað brjálað væri að fara að gerast. Þetta er brjálað. Það er bara brjálað að þessi plata skuli hafa verið gefin út. Skemmtanagildið er ágætt fyrir pælara, en jeminn eini.
Alveg ágætt í grunninn.
Mjög næs, fíla þessa rödd.
Byrjar ofsalega vel en er orðið dálítið þreytt eftir hálftíma.
Meh... ekki spennandi.
Þetta er... já já, alveg hægt að hlusta á þetta. En ekkert uppáhald.
Mest megnis frekar boring.
Snilld frá upphafi til enda.
Það er eitthvað við hann Declan sem ég fíla bara í tætlur.
Eitt alltof ofspilað lag, eitt snilldarlag og restin er la la.
Fíla þetta. Pínu hrátt, samt ekki.
Stutt og laggott. Voða ljúf alltaf, hún Astrud.
Svo yndislega ljúft og hárbeitt á köflum. Elska þessa plötu!
Ekkert mikilvægt að gerast þarna. Rann í gegn án þess að ég tæki eftir því.
Já já, þetta er skárra en margt.
Get ekki hlustað á þetta í gegn. Ofboðslega mikið vont áreiti í þessum hljóðheimi. Nema mögulega í laginu AB/7A. Úff.
Pínu ofmetið. Þokkalegir taktar inn á milli samt.
Ekkert spes.
Það er frekar ómögulegt að skilja af hverju þessi platar ratar inn á listann. Í besta falli eru þarna 2 lög sem skilja eitthvað eftir sig.
Ágætt stöff, áhrif héðan og þaðan og kemur saman í þokkalega blöndu.
Þessi plata er jú viss stemming og allt það, en gæðin eru ekki slík að hún eigi heima hérna.
Hressandi. Á sérstakan hátt.
Þetta hreyfir ekki við mér.
Ágætis 80s rokk. Þokkalega góðir taktar.
Tilfinningaþrungið og hittir í mark, eins og flest frá Nick Cave.
Já já, þetta er allt í lagi.
Algjör eðall. Tók mig nokkra áratugi að finna mig í þessari plötu en ég skil það núna að þetta er gull.
Æ ég er ekki heilluð af þessari plötu.
Þetta fór að mestu leyti inn um annað eyrað og út um hitt. Skildi ekkert eftir sig.
Ekki minn tebolli.
Fínt að dilla sér við þetta.
Mikið asskoli er þetta næs plata. Fíla hana mjög vel.
Minnti að þetta væri betra en það. Samt allt í lagi.
Algjör fkn píanórokksnilld frá upphafi til enda. Jim Steinman var algjör snillingur í sinni uppskrift og Meat Loaf snillingur í að ná að syngja öll orðin á réttum stað. Og ekki má gleyma Ellen Foley sem er algjör bomba í Paradise..
Áhugavert. Slatta progg með ýmsum tilþrifum. Mun hlusta aftur.
Fín plata. Eitthvað við þessa angurværð sem heillar.
Ágætis rokk og ról.
Já já. Tveir icky textar en annars bara rokk og ról. Dálítill "boys will be boys" bragur yfir heildinni.
Elska allt við þessa plötu. Hún er búin að vera í blóðinu mínu frá því ég var pínulítil!
Túlkunin hjá þessum gaur var úr einhverri annarri vídd. Geggjuð plata!
Ansi klassískt gamalt köntrí. Skárra en sumt.
Elska þetta grúv.
Eeeeeelsk! Mikið af plötunni er \"dálítið\" niche en ég elska þetta allt!
Ágætt stöff. Alls ekki hennar besta.
Beck gerir allt rétt á þessari plötu. Dásemd.
Þetta er stuð!
Mjög spes. Hittir ekkert sérstaklega í mark hjá mér.
Stemming, stuð, fílidda.
Bohoring.
Hef aldrei verið fan. Eitt lag þarna sem mér finnst verulega gott. Restin er... uppfylling.
Fíla þetta. Hef ekki hlustað nóg á XTC, þarf greinilega að gera meira af því.
Áhugavert kaos. Ýmislegt í hljóðheiminum sem minnir mig á fyrstu Depeche Mode plöturnar. En meira kaos. Miklu meira kaos. Áhugavert.
Klassík. Fallegar melódíur og fallegar harmoníur.
Bohohoring.
Drullugott rokk og ról.
Ekki alveg minn tebolli. Hjálpar ekki að þetta er læv, væntanlega með allri sýrunni sem var í boði.
Æji, mér finnst þetta band alltaf vera dálítið ofmetið.
Elsk!
Það eru element í þessu sem ég fíla en lagasmíðin heillar ekki alveg.
Tónlistin er góð en útvarpsleikritin sem oft eru inn á milli taka alveg helling af ánægjunni við heildarhlustun, finnst mér.
Tengi ekki við neitt þarna. Frekar boring.
Veislan! Gjörningurinn! Stríðið, lífið og ástin! Vampírur við dyrnar! Þessi plata hefur það allt. Elska hana frá upphafi til enda. The world is my oyster muahahahaha!
Hressilegt pönkrokk. Alveg gaman að þessu.
Afskaplega leiðigjarnt. Fíla ekkert við þetta.
Leiðinlegt drasl.
Pönkað tilraunakennt rokk. Hittir ekki alveg í mark hjá mér.
Áhugavert... að vissu leyti. Afskaplega frjálslegt, allt saman.
Nei, gat ekki klárað. Algjört drep.
Gott pönk, ekki mitt uppáhalds, en gott engu að síður. Mjög áhrifaríkt gagnvart mörgu sem á eftir kom.
Þetta er formúlan. Fíla það í tætlur.
Drottningar, algjörar drottningar. Harmoníurnar eru ethereal.
Allt distortionið á þessum gítar! Finn næstum því lyktina af þessari tónlist.
Fíla þetta ágætlega.
Mig langaði mikið til að fíla þetta en lagasmíðin er bara ekki nógu áhugaverð.
Tvö mjög góð lög, restin er frekar sjarmalaus.
Reffilegt albúm - einhvers konar blanda af pönki, rokki og glamrokki. Fíla þetta.
Snilldarverk í heild sinni.
Fallegt, einvala lið sem kemur að tónlistinni.
Ef eitthvert ykkar var að velta því fyrir sér hvernig pönk jazz hljómar, þá myndi ég segja að það hljómi eins og 40 mínútur af ruslatunnuendi.
Kynntist þessari seint enda var þetta ekkert spilað á Íslandi í þá daga. Fíla mjög vel. Hrátt og tilraunakennt.
Yndislegt 70s rokk. En þetta er tónleikaplata, svo hún slær ekki alveg í gegn hjá mér.
Elska þennan gítar, elska þennan bassa. Mikil áhrif á unglingsárin.
Hresst og skemmtilegt. Fílidda.
Mjög kósí og næs.
Algjörlega dásamlegt.
Þokkalegt alt-næstumþvíindí-rokk.
Elska svona 90% af þessari plötu. Hjálpar mikið að hafa séð þá læv.
Ææææðisleg plata.
Ein af mínum allra uppáhalds. Þrusugott stöff.
Þetta eru bara læti og ég fíla það!
Allt í lagi, ekkert spes.
Einhvers konar blanda af post-pönki og nýrómantík. Nýrómantík með angist? Áhugavert.
Bjóst við allt öðru m.v. coverið. Þreytandi til lengdar.
Ágætis plata og Böb þolanlega áhlustanlegur.
Djöfulsins snilld!
Stuðplata að mestu. Fíla hana vel.
Algjört feel-good dæmi.
Svo þægileg rödd, góðir textar. Gott stöff.
Áhugavert m.v. ártalið.
Allt í lagi dót, svona kósíkrúttlegt.
Fallegt... nema textinn í einu lagi.
Nær ómögulegt fyrir mig að hlusta á 75 mínútur af þessum kreistingi. Örfá lög sem vit er í, en túlkunin fer alveg með mig.
Kveikti ekki í mér. Það vantar einhvern neista þarna.
Mér leist ekkert á lengdina á þessari plötu, en svo var hún bara mjög áhugaverð! Ýmislegt inn á milli sem er ansi tilraunakennt, en mest megnið er fínt.
Ágætis rokk með alls konar áhrifum.
Þessu grenjaði ég yfir þegar ég var smákrakki. Geri enn í dag. Elska af öllu hjarta.
Þetta fór dálítið í taugakerfið hjá mér. Fyrirtaks bíómyndatónlist, ef bíómyndin væri til staðar.
Hresst og mest megnis ágætis indí.
Þetta er alveg áhlustanlegt.
Byrjar ágætlega en feidar rosalega hratt út í eitthvað blah...
Elsku Declan klikkar aldrei. Frábær plata.
Elska þessa!
Stór hluti plötunnar er bara þreytandi. Tvö lög sem ég fíla vel. Restin la la.
Hef aldrei tengt við sjarmann svokallaða og þetta er mest megnis frekar boring.
Allt í lagi lullarablús.
Allt í lagi lullarablús.
Þetta er alveg áhlustanlegt.
Allt í lagi, ekkert súper dúper.
Kveikir ekki í mér.
Get ekki einu sinni reynt að pína mig í gegnum þetta. Leiðindadrasl frá leiðindadraslgaur.
Alveg þokkalegt.
Frábært stöff.
Mest megnis overrated dót. Fylgir líka alltaf hár krípfaktor.
Ágætt að miklu leyti. Notalegur næstum-því-skúturokks-fílingur.
Fkn gott stöff. Vottur að post-pönki.
Náði þessari ekki fyrr en um tvítugt. Gott. Meira að segja "fillerarnir" hitta í mark hjá mér.
Allt í lagi, en grípur ekkert sérstaklega.
Hressandi. Frumkvöðlaverk að vissu leyti.
Yndisleg plata frá upphafi til enda. Það er eitthvað svo fáránlega hlýtt og gott við sándið hjá The xx.
Inn um annað, út um hitt.
Áhugavert. Mjög 70s þýskt.
Geggjuð plata.
Þau eru ekki mörg árin síðan ég hataði hljóðin sem Neil gaf frá sér. Svo small eitthvað og ég allt í einu *heyrði*. Dýrka þessa plötu.
Óþarflega leiðigjarnt.
Falleg rödd og mjög kósí fílingur alla leið. Mjög róandi. Mæli með.
Hittir ekki alveg í mark.
Næ ekki að tengja við þessa plötu.
Alveg ágætis plata.
Fíla þessa vel. Enn betur í öðru rennsli heldur en því fyrsta.
Algjör gullmoli. Skúturokk með smá diskóívafi. Og þessi dásamlega rödd bræðir mig alveg.
Frábært albúm, frábær hljómsveit.
Ýmislegt áhugavert í þessu m.v. ártalið.
Hressilegt og gott. Talsvert rebel attitjúd sem fer vel í mig.
Gademit hvað þessi plata er góð. Rennur í æðum mér frá upphafi.
Sú var tíðin þegar ég gat hlustað endalaust á Orbital. Hef ekki alveg sama áhuga núna, en þetta er allt í lagi.
Frekar uneventful. Gátu ekki einu sinni gert góða útgáfu af Dark end of the street. Meh.
Það vantar dálítið upp á að þetta smelli, finnst mér.
Elska þetta væb. Drullugott dilli-chill.
Það er eitthvað svo gott við þetta. Hrátt, flutningslega og tilfinningalega.
Eeeeeeeeeeeeelska þessa fkn plötu. Fullkomið rokkalbúm.
Skil ekki hvað þessi plata er að gera á þessum lista. Hún er mjög anticlimatic m.v. flest annað frá bandinu.